Móttaka vegna umhverfisveikinda

Móttaka fyrir fólk sem hefur veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði.

Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari sér um móttöku þeirra sem hafa veikst vegna viðveru í óheilnæmu/rakaskemmdu húsnæði.

Fyrsta skref í ferlinu er að sækja um þátttöku hér á síðunni. Þegar skráning er móttekin þá verður haft samband við þig og þér boðinn tími hjá Lindu. Þrír tímar eru bókaðir með stuttu millibili. Fyrstu tveir tímarnir eru 50 mín og þriðji tíminn er 30 mín.

Upphafstími: Viðtal/spurningalistar (50min)

  • Ítarleg heilsufarssaga
  • Líkamsskoðun

Tími 2:  Niðurstöður og ráðgefandi viðtal um æskileg úrræði (50mín)

  • Farið yfir niðurstöður 
  • Sett er upp einstaklingsmiðuð áætlun – getur t.d verið sjúkraþjálfun, hópfræðsla, æfingar, sogæðameðferð, infra rauður hiti.
  • Fræðsla

Tími 3: Eftirfylgd (30-60mín)

  • Fer eftir áætlun.

Skrá mig / óska eftir frekari upplýsingum