Spurt og svarað

  • Í fyrsta tíma er tekin ýtarlega og góð heilsufarssaga farið er yfir áskoranir og hindranir og sett er upp meðferðaráætlun sem byggir á heildrænni nálgun.
  • Á stofunni er ýmiss búnaður nýttur í meðferð til að stuðla að bættri heilsu og endurheimt.
  • Vacumed – sogæðameðferð til að flýta fyrir bata eftir t.d aðgerð, sogæðabjúg, minnka bólgur, auka blóðflæði..
  • Infra rauður hiti (klefi og hjúpur) – slökun, verkjastilling og endurheimt
  • Þrýstiskálmar – auka blóðflæði og stuðla að streituminnkun
  • Leiser – minnka bólgur
  • Sjúkraþjálfari gæti einnig stungið upp á hópþjálfun ef þess er þörf. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hóptímum sem allir eru kenndir undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
  • Mikil áhersla er á fræðslu og valdeflingu og kenndar eru leiðir til að nýta sér heimafyrir.
  • Eftir fyrsta tíma ætti sjúkraþjálfari að geta sett upp meðferðaráætlun þar sem tekið er tilliti til umfangs endurhæfingarinnar.
  • Það er mjög einstaklings bundið hvað þarf að mæta oft í sjúkraþjálfun, oft er nóg að fá greiningu, viðeigandi fræðslu og heimaæfingar (eða önnur ráð).
  • Aðrir gætu þurft að mæta 1-2x í viku fyrst um sinn og svo er oft hægt að minnka eftir þörfum.
  • Markmiðið er ávalt að valdefla fólk, kenna leiðir til að ná upp styrk, liðleika og minnka verki til að hámarka heilsu einstaklings.

Kostnaður við sjúkraþjálfun er niðurgreiddur að hluta af Sjúkratryggingum Íslands og telur inn í kostnað við almenna læknisþjónustu. Það sem þú greiðir í hvert sinn fer því eftir því hver staðan þín er hjá Sjúkratryggingum Íslands. Gjaldskrá tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands en í almanaksmánuði greiða sjúkratryggðir einstaklingar að hámarki 31.150 kr.

Nánari upplýsingar er að finna „hér“

https://island.is/greidsluthatttaka-vegna-heilbrigdisthjonustu

Vinsamlega athugaðu að ofaná grunngjaldið leggst komugjald sem er misjafnt milli sjúkraþjálfara.

Viðbótargjaldliður sjúkraþjálfara:

Linda Gunnarsdóttir – 4522kr

Helga Ágústsdóttir – 4522kr

Þórunn Díana Haraldsdóttir – 2500kr

Stefán Tómas Þórarinsson – 2500kr

Margrét Indriðadóttir – 2500kr

Sigrún Baldursdóttir – 4522kr

viðbótargjaldliður miðaðst við 30mín tíma.

Mæti skjólstæðingur ekki í bókaðann tíma eða tilkynnir ekki forföll tímanlega er rukkað forfallagjald samanber tilkynningablað sem afhent er við komu í fyrsta tíma. Hægt er að afbóka tíma með því að hringja í síma 565-5500, senda póst á viðeigandi sjúkraþjálfara, eða senda inn tilkynningu hér að neðan (sjá hnapp)

Við bendum skjólstæðingum okkar á að kanna mögulega styrki hjá stéttarfélagi vegna kostnaðar við sjúkraþjálfun.

Við erum staðsett í Lynghálsi 4, gengið er inn suðurinngang sem er viðbygging.

Sjá staðsetningu á „korti“
https://ja.is/endurheimt-heilsumidstod/

Athugið að húsið er ekki merkt með lógí en það stendur Íþaka á húsinu.

Við erum staðsett á 3 hæð í lyftuhúsnæði.

Við erum með 5 merkt bílastæði fyrir utan húsið sem er í boði fyrir okkar kúnna að leggja í, einnig eru gestastæði og stæði fyrir fatlaða.

Ef svo óheppilega vill til að það séu ekki bílastæði beint fyrir utan þá bendum við á stæði ÁTVR sem er hinu megin við götuna.

  • Þegar mætt er í sjúkraþjálfun skráir þú þína kennitölu inn í spjaldtölvu sem er í afgreiðslunni.
    Það er ekki starfsmaður í afgreiðslunni og því hinkrar þú á biðstofunni eftir að þinn sjúkraþjálfari sækir þig.
  • Hjá okkur eru 5 meðferðarherbergi og eitt „tækja“ herbergi.
  • Við erum með tvo sali, annar er lítill í opnu rými en hinn er nýttur fyrir hópþjálfun.
  • Tveir búningsklefar eru á staðnum með sturtum, við erum ekki með læsta skápa.
  • Við erum afar stolt af því að vera fyrsta og eina umhverfisvottaða heilsumiðstöðin á Íslandi.

Við biðjum skjólstæðinga okkar að mæta án ilmefna í tíma.