Bandvefslosun

Bandvefslosun

4.500 kr.

Bandvefslosun hentar þeim vel sem vilja kúpla sig út úr amstri dagsins, draga úr streitu, minnka verki og næra taugakerfið með rólegum æfingum, nuddi og leiddri slökun.

  • Upplifir þú streitu?
  • Viltu flýta fyrir þinni endurheimt eftir æfingu?
  • Er vöðvabólga að trufla þig?
  • Vilt þú læra að nota nuddbolta og rúllu heima fyrir?

 

Bandvefslosun er æfingakerfi sem hjálpar þér að flýta fyrir endurheimt og hentar því einnig fólki sem stundar krefjandi æfingar eins og t.d náttúruhlaup. Tímarnir eru kenndir undir leiðsögn Lindu sjúkraþjálfara sem vinnur eftir hugmyndafræði Pernille Thomsen sjúkraþjálfara frá Danmörku, Linda hefur sl ár sérhæft sig í að hjálpa fólki að róa taugakerfið og vinna sig úr langvarandi streitu.

 

Hægt er að koma inn í hóp í hverri viku.

Vikudagar:

þriðjudagar klukkan 9:15 – 9:50

og föstudagar klukkan 9.30 – 10:15 og 10:30 – 11.:20

(þú getur valið að mæta 1x eða 2x í viku)

 

Kennari: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari

Endurnærandi hóptími þar sem lögð er áhersla á að róa taugakerfið með rólegu og afslappandi umhverfi, bandvefslosun og leiddri slökun.

 

Þeir sem eru í sjúkraþjálfun í Endurheimt geta mætt í tímann og greitt hópmeðferðargjald sjúkraþjálfara.

 

Skrá mig í hóp

Vinsælt hjá Endurheimt