Bandvefslosun

kr.

Veldu námskeið *

Námskeið hefst: þú getur byrjað strax!
Tími: Bandvefslosun þri kl. 11.30-12.20 og á móti er boðið upp á Mjúkt flæði á fim kl 12:00-12:50.
Kennarar: Agnes Dís Brynjarsdóttir og Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfarar.

Skráning stendur yfir í vefverslun eða endurheimt@endurheimt.is – hámark 10 í hóp

Um námskeiðið:

Líkami þinn á skilið annað tækifæri!  Body Reroll er æfingakerfi frá Heklu Guðmunds sem samanstendur af bandvefslosun, hreyfi- og djúpteygjum og slökun.

Body Reroll er æfingakerfi sem hjálpar þér að líða betur í eigin líkama. Þetta æfingakerfi hentar öllum, allt frá byrjendum til afreksfólks í íþróttum. Í Body Reroll notum við bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og gerum einnig teygjur. Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu. Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.
Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.
Bandvefslosun getur hjálpað til við að:
 • draga úr verkjum
 • minnka vöðvaspennu
 • auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika
 • bæta líkamsstöðu
 • undirbúa líkamann fyrir átök
 • draga úr streitu
 • flýta fyrir endurheimt
Rólegir tímar sem henta öllum. Þessi hópur hentar mjög vel þeim sem eru með stoðkerfisverki, stífna upp í líkamanum eða vilja auka hreyfanleika og liðleika. Örugg þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

Innifalið námskeiðið Endurheimtu orkuna

Innifalið í grunnnámskeiði námskeiðið Endurheimtu Orkuna: aðgangur að glæsilegu innra neti, daglegur stuðningur, fyrirlestrar, fræðslumolar, uppskriftabók með vikumatseðli / innkauparlista.

Kennarar:  Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar hannaði og þróaði námskeiðið Endurheimtu Orkuna sem hefur verið viðurkennt meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu í um 6 ár.  Agnes Dís lögg. sjúkraþjálfari kennir hóptímann.

Námskeiðið er viðurkennt meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu og er niðurgreitt af stéttarfélögum.

Grunnnámskeið

 • 4. vikur – 29.800 kr.
 • Æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara, stuðningur og fræðsla innifalin.
 • Hægt er að nota sjúkraþjálfunarbeiðni í þennan tíma og greiða hóptímagjald, vinsamlega fáður upplýsingar endurheimt@endurheimt.is

Framhaldshópur

 • 4 vikur – 29.800 kr.
 • Æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara, stuðningur og fræðsla innifalin.
 • Hægt er að nota sjúkraþjálfunarbeiðni í þennan tíma og greiða hóptímagjald, vinsamlega fáður upplýsingar endurheimt@endurheimt.is

Mánaðaráskrift (12 vikna binditími)

 • 12. vikur – 24.900 kr. á mánuði
 • Æft undir leiðsögn sjúkraþjálfara, stuðningur og fræðsla innifalin.
 • Hægt er að nota sjúkraþjálfunarbeiðni í þennan tíma og greiða hóptímagjald, vinsamlega fáður upplýsingar endurheimt@endurheimt.is

Viltu prufa 1 tíma frítt?

Tímarnir eru svo kenndir á þri kl. 11.30 - 12.20 og Mjúkt flæði á móti á fimmtudögum kl. 12.30 - 13.20 .

Vinsælast undanfarið