Endurheimtu orkuna

Fjarþjálfun / Hópaþjálfun

Endurheimtu orkuna er hannað af sjúkraþjálfara og er einstakt æfingarkerfi þar sem tekið er á öllum þeim þáttum sem skipta máli þegar heilsan er sett í fyrsta sætið.

Ef þú vilt komast út úr vítahring streitunnar og bæta líkamlega og andlega heilsu þá er þetta námskeið fyrir þig!

Ef þú hefur áhuga á að fræðast um hreint matarræði, meltinguna, þarmaflóruna og hvernig við getum markvisst sett inn góðar venjur inn í daglegt líf, þá er ert þú á réttum stað!

 

Þú færð allan þann stuðning og skilning frá mér sem þú þarft, ég hef sjálf verið á þeim stað að hafa þurft að endurheimta mína orku og með þá reynslu á bakinu hef ég sett saman þennan frábæran pakka fyrir þig þar sem þú fylgir dagsáætlun næstu 36. dagana. 

Hægt og rólega setur þú inn heilbrigðari venjur í þitt daglega líf,  Þú færð aðgang að öllum upplýsingum sem þú þarft á að halda. Daglegum fræðslumolum, fyrirlestrum, sérsniðnum æfingum, lokuðum facebook hóp og ekki má gleyma vikulegum símtölum við mig.

100% stuðningur

Næring

Fræðsla

Slökun

Æfingar

Endurheimtu Orkuna

 • Vikuleg samskipti við sjúkraþjálfara
 • Smáforrit, sérsniðnar æfingar
 • Fjöldi fyrirlestra
 • Upphafs- og lokaviðtal
 • Uppskriftarbók með vikumatseðli og innkauparlista
 • Sérsniðinn bætiefnalisti
 • Aðgangur að þínu innra neti
 • Stuðningshópur á Facebook
 • Hugleiðsla fös. kl. 11:00

Uppskeran

 • Meiri orka
 • Minni löngun í sætindi
 • Bætt melting
 • Minni uppþemba
 • Reglulegri hægðir
 • Minni verkir
 • Bætt andleg líðan
 • Skýrari hugsun
 • Minni streita
 • Aukin meðvitund um val á hreinni fæðu og áhrif eiturefna
 • Aukin skilningur á bólgumyndunum
 • Bættar svefnvenjur
 • Jákvæðari hugsun
 • Breytt lífsmynstur
 • Og fleira og fleira…

Vikuleg símtöl við sjúkraþjálfara

Hjá mér færðu 100% stuðning, ég hringi í þig vikulega og við förum yfir stöðuna, suma dagana þarftu kannski smá pepp á meðan aðra vikuna þá gætum við þurft að gera breytingar á æfingaráætluninni þinni. Það er frábært aðhald að vita að það er einhver sem fylgist vel með manni.  Ég hjálpa þér að setja inn góðar venjur og passa upp á að þú náir þínum markmiðum.

Fyrir alla sem vilja bæta almenna heilsu án allra öfga

Námskeiðið Endurheimtu Orkuna er fyrir alla þá sem vilja komast út úr vítahring streitunnar og bæta líkamlega og andlega heilsu. Námskeiðið er 8 vikur með möguleika á framhaldi.

Unnið er markvisst að því að setja góðar venjur inn í líf þitt svo að þú verðir meðvitaðri um alla þá þætti sem þarf að huga að þegar heilsan er sett í fyrsta sætið.

Einstaklingsmiðuð þjónusta

Ég legg mikla áherslu á persónulega og einstaklingsmiða nálgun. Í upphafi námskeiðs er viðtal við mig þar sem farið er yfir heilsufarsspurningalista þar sem þú segir mér frá þínum markmiðum og hindrunum. Ég leitast svo eftir því að móta námskeiðið sem best að þínum þörfum og væntingum.

Aðgangur að sérsniðnu smáforriti

Þátttakendur fá aðgang að smáforriti (appi) með einstaklingsmiðaðri æfingaráætlun sem auðvelt er að fylgja. Þar hef ég valið réttu æfingarnar fyrir þig og þín markmið. Smáforritið er einfalt í notkun og heldur vel utan um þínar æfingar og þinn árangur. Þú getur æft hvar sem hentar þér best, heima eða í æfingarstöð. Engin þörf er á því að fjárfesta í æfingarbúnaði ef þú kýst að æfa heima. Þú velur hvaða daga það hentar þér að æfa og hversu oft í viku.

Lokaður stuðningshópur

Þú færð aðgang að innra neti þar sem daglegur stuðningur er veittur með verkefnum og fræðslu. Ég legg áherslu á að veita góða fræðslu um heilnæmt matarræði, bólguástand sem getur myndast í líkamanum, svefnvenjur, umhverfisþætti sem hafa skaðleg áhrif á heilsuna, líkamsstöðu og hvernig styrkja má taugakerfið með öndunaræfingum.

Þú færð einnig aðgang að Endurheimtu orkuna samfélaginu á Facebook þar sem við deilum reynslu okkar, uppskriftum og góðum ráðum.

Hreint matarræði

Stór partur af námskeiðinu flest í því að vera á hreinu matarræði í 24. daga til þess að gefa líkamanum tækifæri á að hreinsa sig. Ég leiði þig áfram skref fyrir skref með fræðslumyndböndum, uppskriftabókum, vikumatseðli með innkaupalista, fræðslu molum og öllum þeim upplýsingum sem þú þarft á að halda.

Sérsniðin bætiefnalisti

Þegar kerfið okkar er veikt þá nær líkaminn ekki að frásoga næringarefni eins vel úr fæðunni og því getur verið nauðsynlegt að bæta við vítamínum og bætiefnum um tíma. Ég get leiðbeint með val á réttum bætiefnum þegar við á.

Fyrirlestrar
 • Hvað er að valda mér streitu?
 • Hreint matarræði og meltingavandamál
 • Bólgu og sjálfsónæmissjúkdómar sem hafa áhrif á líkamann
 • Svefnvenjur og mikilvægi þeirra
 • Líkamsstaða og rétt líkamsbeiting
 • Hvernig best er að stunda æfingar- finna sín mörk og setja sér raunhæft markmið
 • Umhverfisþættir sem hafa áhrif á heilsuna
 • Máttur hugans – jákvæð nálgun á lífið og innsýn í hugleiðslu
Hugleiðsla

Hugleiðsla er frábært leið til að öðlast innri ró, minnka streitu og auka vellíðan. Ég býð upp á opinn hugleiðslutíma alla föstudaga kl. 11:00. Eftir tímann býð ég upp á lífrænt te og hreint súkkulaði. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta mig og aðra sem eru á námskeiðum hjá mér, bera saman bækur og miðla upplýsingum.

Námskeiðið er samþykkt meðferðarúrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu og er niðurgreitt af stéttarfélögum.

Veldu þá leið sem hentar þér

ENDURHEIMTU ORKUNA

Fjarþjálfun

6 vikur

Fjarþjálfun hefst alltaf á mánudögum, en aðgangur virkjast innan sólahrings frá því að þú skráir þig. Þú færð staðfestingapóst á netfangið þitt þar sem allar upplýsingar eru veittar varðandi innskráningu á innra netið og Linda hefur samband við þig innan sólhrings til þess að veita þér stuðning.

Opinn hugleiðslu tími alla föstudaga klukkan 11:00 í Kirkjulundi 19 í Garðabæ. Eftir slökunina býð ég upp á lífrænt te og hreint súkkulaði. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta mig og aðra sem eru á námskeiðum hjá mér, bera saman bækur og miðla upplýsingum.

ENDURHEIMTU ORKUNA

Hóptímar

6 vikur

Hóptímarnir eru kenndir í Endurheimt sem staðsett er í Kirkjulundi 19 í Garðabæ. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar, það eru næg bílastæði fyrir utan húsið og inngangurinn er á jarðhæð.

Einungis 20 komast að í hvern tíma til að tryggja að allir fái þá athygli sem þeir þurfa. 

Opinn hugleiðslu tími alla föstudaga klukkan 11:00 í Kirkjulundi 19 í Garðabæ. Eftir slökunina býð ég upp á lífrænt te og hreint súkkulaði. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta mig og aðra sem eru á námskeiðum hjá mér, bera saman bækur og miðla upplýsingum.

Þú átt það besta skilið

Framhaldsnámskeið

ENDURHEIMTU ORKUNA

Fjarþjálfun – framhald

Þegar þú hefur lokið fjarnámskeiði í Endurheimtu orkuna býðst þér að halda áfram. 

Með því að halda áfram í fjarþjálfun hjá mér færðu áframhaldandi persónulega þjónustu, eftir tímann okkar saman fyrstu 8 vikurnar þá þekki ég þig og þín markmið vel og get hjálpað þér að ná nýjum markmiðum. Ný æfingaráætlun á 4 vikna fresti og áframhaldandi stuðning símtöl frá mér aðra hvora viku, ótakmarkaður aðgangur að mér í gegnum tölvupóst. Aðgangur að innra neti helst opinn á meðan þú ert í framhaldi.

Opinn hugleiðslu tími alla föstudaga kl. 11:00. Eftir tímann býð ég upp á lífrænt te og hreint súkkulaði. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta mig og aðra sem eru á námskeiðum hjá mér, bera saman bækur og miðla upplýsingum.

Fjarþjalfun hentar þér ef:

Þú vilt geta æft hvenar og hvar sem er
Þú vilt fá örugga leiðsögn frá sjúkraþjálfara
Þú hefur lítinn tíma til að stunda líkamsrækt
Þú vilt aðhald og hjálp með matarræðið
Þú vilt styrkjast og fá bætta orku

ENDURHEIMTU ORKUNA

Hóptímar – framhald

Þegar þú hefur lokið námskeiðinu Endurheimtu orkuna býðst þér að halda áfram hjá mér.

Með því að halda áfram persónulega þjónustu, eftir tímann okkar saman fyrstu 8 vikurnar þá þekki ég þig og þín markmið vel og get hjálpað þér að ná nýjum markmiðum.  Aðgangur að innra neti helst opinn meðan þú heldur áfram hjá mér.

Opinn hugleiðslu tími alla föstudaga kl 11:00. Eftir tímann býð ég upp á lífrænt te og hreint súkkulaði. Þar gefst frábært tækifæri til að hitta mig og aðra sem eru á námskeiðum hjá mér, bera saman bækur og miðla upplýsingum.