Móttaka fyrir börn og ungmenni

Móttaka fyrir börn og ungmenni.

Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari mun sjá um móttöku barna og ungmenna 18 ára og yngri, sem glíma við verki og vanlíðan og/eða eru með skerta líkamlega getu samanborið við jafnaldra sína. Æskilegt er að foreldri eða foreldrar fylgi barni sínu í gegnum matsferlið.

 1. Tími: Viðtal/spurningalistar
  1. Útfylling spurningalista
  2. Ítarleg saga
  3. Mat á miðlægu verkjanæmi (líkamskort, kvikupunktapróf)
  4. Mat á streituvirkni
 2. Tími: Líkamsástand, mælingar
  1. Skoðun:
   1. Líkamsstöðugreining
   2. Mat á stoðkerfi ( vöðvar, bandvefur, liðbönd, liðferlar)
   3. Lífsmörk (hvíldarpúls, liggjandi, sitjandi, standandi), öndun, öndunarmunstur)
   4. Færni og líkamleg geta
 3. Tími: Niðurstöðuviðtal
  1. Farið yfir niðurstöður matsferilsins
  2. Fræðsla
  3. Næstu skref
 4. Tími: Ráðgefandi viðtal og ábendingar um æskileg úrræði.

Skrá mig