Umhverfisveikindi

Umhverfisveikindi

Endurheimt eftir umhverfisveikindi (myglu)

Kynningar fundur þann 2. apríl klukkan 18:30 – 19:30 í Endurheimt Heilsumiðstöð.

Endurheimt eftir umhverfisveikindi er 4. vikna námskeið fyrir þá sem misst hafa heilsu sína eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði.

Hefst:  10. apríl

Vikudagar: miðvikudagar

Klukkan:

13:00 – 14:30

18:30 – 20:00

Hámark 10 komast að í hvern hóp.

Tímarnir fara svona fram:

  • 20 mín fræðsla í hverjum tíma (streita, svefn, umhverfið, mataræði, bætiefni og fleira) – öll fræðsla er einnig aðgengileg í formi fyrirlestra á appi.
  • Bandvefslosun með bolta
  • Flæðisæfingar
  • Öndunaræfingar og leidd slökun

Fræðsla í hverjum tíma, ásamt aðgangi að Endurheimt eftir umhverfisveikindi APPI þar sem er að finna ýtarlegar leiðbeiningar og ráðleggingar.

Kennari: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari hefur sett saman fræðsluna og mun halda utan um hópinn. Linda veiktist sjálf eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði, hún þróaði þetta námskeið eftir að hafa sjálf fundið leið til bættrar heilsu og miðlar nú áfram þekkingu sinni. Fræðslan á námskeiðinu er unnin upp frá fræðum Dr. Margaret Christensen, Dr. Jill Charnahan, Dr. Neil Nathan, Dr.Andrew Heyman, Susan McCamish, einnig nýtir Linda sýna eigin reynslu og menntun.

Námskeiðið fer fram í Endurheimt Heilsumiðstöð sem er fyrsta og eina heilsumiðstöðiná Íslandi sem er staðsett í umhverfisvottuðu húsnæði. Við erum meðvituð um umhverfið okkar og takmörkum efnanotkun á staðnum. Við biðjum þátttakendur að mæta ilmefnalausir (ekki með ilmvatn, krem, svitalyktaeyði, lykt frá þvottaefni eða mýkingarefni osfrv.). Einnig óskum við eftir að einstaklingar sem eru ekki komnir í heilnæmt húsnæði bíði með að hefja þátttöku í þessum hópi og leiti frekar í einstaklings ráðgjöf hjá Lindu.

Þátttökugjald er 34.900kr – Athugaðu að flest stéttarfélög endurgreiða þátttökugjald.

Skráning hér fyrir neðan.

Skrá mig í hóp

 

Vinsælast undanfarið