Endurheimt eftir umhverfisveikindi

55.000 kr.
Skráning stendur yfir – 6. vikna námskeið fyrir þá sem hafa misst heilsu og vilja byggja aftur upp orkuna. Þetta námskeið hefur reynst einstaklega vel þeim sem eru að klást við umhverfisveikindi (veikindi eftir myglu, rakaskemmdir, efnaóþol o.fl.)
Dags: Hefst þriðjudaginn 30. maí kl. 15.00 – 16.30 en verður svo á mánudögum kl. 13.00-14.30
Að námsefninu standa: Linda Gunnarsdóttir / sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar, Una Emilsdóttir / læknir, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir / líffræðingur með viðbótagráðu í lýðheilsu og Guðfinna Halldórsdóttir / heilbrigðisverkfræðingur. Námsefnið hefur verið þróað í mörg ár og reynst gríðarlega vel þeim sem eru að glíma mygluveikindi. Linda leiðir að mestu hóptímana.
—
Fyrirlestrar og ráðgjöf í hverjum tíma, ásamt aðgangi að appi þar sem er að finna leiðbeiningar og ráðleggingar um bólgueyðandi mataræði, innkaupalista streitustjórnun, hugleiðslur o.fl. fróðlegt.
Tímarnir enda á leiddri slökun til að endurstilla taugakerfið.
Aðgangur að appi með upptökum af öllum fyrirlestrum, hugleiðslum og öðru efni sem styður við endurheimt eftir veikindi.
*Mælt er með forviðtali hjá Lindu Gunnarsdóttur í upphafi námskeiðs þar sem vandinn er kortlagður. Greiða þarf sérstaklega fyrir forviðtal en upphafsviðtal kostar 24.900 kr.
Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu, meltingunni, streitu, svefni o.fl.
—
Vika 1:
- Umhverfið og einkenni
- Endurstilla randkerfið (Limbic kerfið).
- Farið er yfir leiðir til að róa taugakerfið, bæta svefngæði og virkja Vagus taugina.
Vika 2:
- Byggingar, innivist og heilsa. – Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
Vika 3:
- Meltingin og bólguhemjandi mataræði, uppskriftabók
- Uppbyggjandi bætiefni
Vika 4:
- Umhverfisþættir sem hafa skaðleg áhrif á heilsuna, hvað skal forðast?
- Farið er skref fyrir skref yfir heimilið og hvað ber að skoða í hverju rými til að forðast áreiti inn á heimilinu.
Vika 5:
- Sogæðakerfið og afeitrunarferli (detox).
Vika 6:
- Fyrirbyggjandi leiðir til að forðast bakslag.
—
Endurheimt heilsumiðstöð er fyrsta og eina umhverfisvottaða heilsumiðstöðin á Íslandi og leggjum við metnað okkar í að halda umhverfinu og loftgæðum góðum. Við biðjum um að ekki sé mætt með ilmefni eða sterka líkamslykt í tímana.
Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og hvað við veljum á hverjum degi að nota af efnum sem við berum á líkama eða notum í umhverfi okkar myndar nánasta umhverfi.
—
Innifalið á námskeiðinu er:
- hóptímar 6. vikur – 1,5 klst. pr. skiptið
- aðgangur að appi – ítarlega farið yfir hvert skref í meðferðinni
- aðgangur að infra rauðum klefa – ótakmarkað
- aðgangur að lokuðum stuðnings Facebook hópi
- gjafabréf í Hjúpinn
- gjafabréf í sogæðameðferð – val um Vacumed fyrir fætur eða Vacumed fyrir hendur og axlir
- uppskriftabók .pdf
- forgangur í meðferðir hjá Endurheimt
- tilboð á Yoga Nidra námskeið til að taka samhliða
- heildrænn stuðningur og mikið utanumhald
—