Umhverfisveikindi

Umhverfisveikindi

Skrá mig!

34.900 kr.

Endurheimt eftir umhverfisveikindi (mygla)

  • Hefur þú unnið eða búið í rakaskemmdu og mygluðu húsnæði?
  • Ert þú að glýma við heilsubrest eftir viðveruna?
  • Færðu ekki hlustun eða skilning frá þínum nánustu/vinnuveitanda eða lækni?
  • Vilt þú fá ráðleggingar, valdeflingu og ráð til að endurheimta orkuna þína aftur?

 

Námskeiðið er 4 skipti þar sem lögð er áhersla á fræðslu, valdeflingu og kenndar eru leiðir til að róa taugakerfið.

 

Hefst:  21 ágúst

Vikudagar: miðvikudagar

Klukkan:

13:00 – 14:30

18:30 – 20:30

Hámark 10 komast að í hvern hóp.

Tímarnir fara svona fram:

  • 20 mín fræðsla í hverjum tíma (streita, svefn, umhverfið og fleira) – öll fræðsla er einnig aðgengileg í formi fyrirlestra á appi.
  • Streitulosandi hreyfing, flæðisæfingar, bandvefslosun með bolta, öndunaræfingar
  • Leidd slökun í lok hvers tíma

Endurheimt eftir umhverfisveikindi app aðgangur fylgir þessu námskeiði þar sem er að finna ýtarlegar leiðbeiningar og ráðleggingar.

Kennari: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari hefur sett saman fræðsluna og mun halda utan um hópinn. Linda veiktist sjálf eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði, hún þróaði þetta námskeið eftir að hafa sjálf fundið leið til bættrar heilsu og miðlar nú áfram þekkingu sinni. Fræðslan á námskeiðinu er unnin upp frá fræðum Dr. Margaret Christensen, Dr. Jill Charnahan, Dr. Neil Nathan, Dr.Andrew Heyman, Susan McCamish, Pernille Thomsen en einnig nýtir Linda sýna eigin reynslu og menntun.

Námskeiðið fer fram í Endurheimt Heilsumiðstöð sem er fyrsta og eina heilsumiðstöðiná Íslandi sem er staðsett í umhverfisvottuðu húsnæði. Við erum meðvituð um umhverfið okkar og takmörkum efnanotkun á staðnum. Við biðjum þátttakendur að mæta ilmefnalausir (ekki með ilmvatn, krem, svitalyktaeyði, lykt frá þvottaefni eða mýkingarefni osfrv.).

Einnig óskum við eftir að einstaklingar sem eru ekki komnir í heilnæmt húsnæði bíði með að hefja þátttöku í þessum hópi og leiti frekar í einstaklings ráðgjöf hjá Lindu.

Þátttökugjald er 34.900kr – Athugaðu að flest stéttarfélög endurgreiða þátttökugjald.

Innifalið í námskeiði:

4x kort í infra rauðan hjúp eða infra rauðan sauna klefa –  sem hægt er að nýta á námskeiðs tímanum. (verðmæti 18.000kr)

Hér er hægt að sjá myndband af fræðslu appinu sem fylgir námskeiðinu.


Skráning hér fyrir neðan.

Skrá mig í hóp

 

Vinsælt hjá Endurheimt