Þjónusta

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun og endurhæfingu.

Við leggjum mikla áherslu á að hugað sé að mörgum þáttum þegar kemur að því að bæta líkamlega og andlega heilsu.

Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af Tryggingarstofnun og flest stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði.

Kírópraktor

Kírópraktorar meta líkamann sem eina heild þar sem líkamlegt og andlegt ástand haldast í hendur. Sérstök áhersla kírópraktora er á stoðkerfi líkamans og taugakerfið en hryggurinn ver mænuna og taugaræturnar fyrir hnjaski. Í upphafstíma er farið vel yfir sögu einstaklingsins, og hryggurinn skoðaður auk útlima þegar við á. Þannig getur kírópraktorinn metið hver rót vandans er og setur upp einstaklingsmiðað meðferðarplan út frá því.

Sjá nánar…

Heilsufarsmælingar

Upplýsingar í vinnslu

Markþjálfun

Upplýsingar í vinnslu

Meltingar og næringar ráðgjöf

Ef þú upplifir óþol, útþanin maga, uppþembu, harðlífi, niðurgang, exem, kláða, orkuleysi, minnisleysi eða málstol þá er nauðsynlegt að skoða betur orsökina.
Ef þú átt erfitt með að léttast eða vantar aðstoð við val á réttu mataræði.

Sjá nánar…

DNA Prófanir

Forðastu lífstílstengda sjúkdóma með því að þekkja þín gen.
Þú hefur áhrif á genin þín með lifnaðarháttum!
Þú getur hámarkað þinn árangur í íþróttum með því að vita hvernig genasamsetningin þín er!
Þú getur loksins hætt að giska á hvaða matarræði hentar þér best og tekið DNA próf sem segir þér nákvamlega hvað hentar þér!

Sjá nánar…

Umhverfisveikindi-mygla-efnaóþol

Endurheimt Heilsumisðtöð er fyrsta og eina heilsumiðstöðin á Íslandi sem er starfrækt í umhverfisvottuðu húsnæðu. Við leggjum meðal annars áherslu á að lámarka ýmis konar mengun frá innanstokksmunum, við hugum vel að hljóðvist, loftgæðum og að lýsingu.
Okkur er umhugað um heilsu viðskiptavina okkar og starfsfólks. Við viljum að allir geti leitað til okkar, ef þú ert með efnaóþol, eða ert að kljást við umhverfisveikindi þá getum við fullvissað þig um að þú ert í öruggu umhverfi hjá okkur.

 

  • Við hjálpum þér skref fyrir skref ef þig grunar að það sé mygla heima hjá þér eða á vinnustað.
  • Ef þú ert að kljást við heilsubrest eftir viðveru í slíku húsnæði.
  • Við setjum upp einstaklingsmiðaða meðferðaráætlun fyrir þig.

Endurheimt

Endurheimt – heilsumiðstöð varð til vegna ástríðu okkar til að hjálpa fólki að vinna með heilsu sína með heildrænni nálgun.

Við munum bjóða upp á fjölbreytta meðferð frá okkar frábæra hópi fagaðila. Læknir, sjúkraþjálfarar, kírópraktór, hjúkrunarfræðingar, næringarráðgjafi, markþjálfari og Functional Medicine meðferðaraðili munu vinna saman og hjálpa þér að ná þínum markmiðum.

Viðskiptavinir okkar

“Mög góð nálgun og skilningur. Góðar upplýsingar og hagnýtar. Góð hvatning og jákvæður stuðningur. Ávallt hægt að spyrja spurninga. Mikil og góð orka sem Linda gefur frá sér. Hlakka til að mæta í hvert skipti”

Sjá fleiri umsagnir…..

“Frábært námskeið sem hefur hjálpað mér mjög mikið. Gott fyrir alla sem eiga við orkuleysi og verki að stríða, einnig ef um svefnvandamál er að ræða. Besta námskeið sem ég hef farið á lengi”