Þjónusta
Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfarar stuðla að auknum lífsgæðum fólks með því að huga að líkamlegri, huglægri, tilfinningalegri og félagslegri vellíðan. Þeir starfa innan heilbrigðisgeirans við heilsueflingu, forvarnir, meðferð, þjálfun og endurhæfingu.
Við leggjum mikla áherslu á að hugað sé að mörgum þáttum þegar kemur að því að bæta líkamlega og andlega heilsu.
Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af Tryggingarstofnun og flest stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði.
Læknar – betri lífstíll
Tekla og Kjartan eru læknar sem eru væntanleg til Endurheimtar á næstunni. Þau eru með sérstakan áhuga og þekkingu á lífsstílstengdum sjúkdómum og meðferðarúrræðum sem byggja á gagnreyndri læknisfræði. Þjónustan er tilvalin fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í að viðhalda eða endurheimta heilsuna á heildrænan hátt.
Greining á líkamssamsetningu
Heilbrigt jafnvægi á milli vöðva og fitu er grundvöllur fyrir góðri heilsu og líðan á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigð líkamssamsetning bætir árum við lífið og lífi við árin; minnkar t.d. líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og sumum tegundum krabbameins, stuðlar að lægra insúlín viðnámi, eykur orku og bætir sjálfsmynd.