Hvað segja viðskiptavinir okkar

„Mög góð nálgun og skilningur. Góðar upplýsingar og hagnýtar. Góð hvatning og jákvæður stuðningur. Ávallt hægt að spyrja spurninga. Mikil og góð orka sem Linda gefur frá sér. Hlakka til að mæta í hvert skipti“

„Frábært námskeið sem hefur hjálpað mér mjög mikið. Gott fyrir alla sem eiga við orkuleysi og verki að stríða, einnig ef um svefnvandamál er að ræða. Besta námskeið sem ég hef farið á lengi“

“Ég er mjög ánægð með námskeiðið. Stóðst allar mínar væntingar og gott betur. Tímarnir eru vel skipulagðir, byrja á fræðslu um eitthvað ákveðið efni, síðan æfingar, teygjur og loks er endað á slökun/hugleiðslu.
Linda er einnig með lokaðan facebook hóp fyrir þátttakendur á námskeiðinu þar sem hún setur inn alla fyrirlestra, æfingar, uppl. Um ýmislegt m.a hreint matarræði, nauðsynleg bætiefni omfl. Eitt af því sem felst í námskeiðinu er að vera á hreinu matarræði í 4.vikur. Ég hef farið alveg eftir leiðbeiningum hennar í sambandi við það og ég hefði ekki getað trúað hvað það hefur breytt miklu fyrir mig. Verkir sem ég var með daglega eru nánast horfnir finn fyrir mun meiri orku og líður miklu betur andlega, plús það að mörg kg eru farin. Takk fyrir mig Linda og ég hlakka til að koma á framhaldsnámskeiðið.”
Nanna Ólafsdóttir

Nálgun Lindu á fólki sem er útbrunnið andlega og líkamlega er einstök. Hún er greinilega mjög vel að sér í sínum fræðum og ættu fleiri í heilsugeiranum að taka hana til fyrirmyndar. Hún vinnur svo sannarlega í að finna rót vandans en ekki að plástra á sárin. Ég er meðvitaðari um ástand mitt og hvernig ég á að vinna mig út úr því og gera það ekki með látum, eins og allt sem ég hef gert áður. Hlusta á líkamann. Vá vá. Ég er þreytt og ég má hvíla mig…það er í lagi. Knús Gríma
Gríma Elfa Ársælsdóttir

Frábært námskeið, gerði mikið fyrir mig fer ég mikið meðvitaðari og jákvæðari út úr því. Ég hef prófað mörg námskeið en námskeiðið hjá Lindu stendur klárlega uppúr svo góð nærvera og góð orka sem hún hefur. Mæli 100% með!!
Guðlaug Pétursóttir

“Námskeiðið var mjög vel uppbyggt, góð blanda af fræðslu. Þjálfun og hugleiðslu. Linda hefur mikla ástríðu fyrir að láta skjólstæðingum sínum líða sem best og góð nærvera henna rog jafnframt því að vera full af frábærum fróðleik um hreyfingu og matarræði.
Mæli með fyrir alla sem vilja breyta um lífsstíl”
Katrín Kjartansdóttir Arndal

Mér fannst gott að koma. Linda var með púlsinn á hópnum. Hún fór rólega af stað og þyngdi smám saman í takt við hópinn. Maður mætti ávalt hlýju og skilningi hjá henni. Ég lærðu fullt af gagnlegum æfingum sem ég tvinna nú inn í daglegt líf heima fyrir. Ég var í góðum hópi sem var hvetjandi. Eftir námskeiðið er ég sáttari og í betra jafnvægi en áður.
Regína Sigurgeirsdóttir

„Námskeiðið var einmitt það sem ég þurfti á að halda til þess að taka til í matarræðinu, fá upplýsingar um bætiefni og annað sem viðkemur veikindum mínum, því þekking á myglueitrun og áhrifum hennar og meðferð er svo takmörkuð í heilbrigðiskerfinu. Ég gat ekki gert þetta án stuðnings. Ég var líka hætt að hreyfa mig og frábært að komast aftur í æfingar, það létti lundina.“
Sigurlaug Hjaltadóttir

“Hún Linda er frábær sjúkraþjálfari og meðferðaraðili sem ég get heilshugar mælt með. Hún er mikill fagmaður en jafnframt með stórt og kærleiksríkt hjarta.”
Tinna María Verret

“Linda er besti sjúkraþjálfari sem ég hef fariđ til. Er fljót ađ greina vandamálin og vinnur vel međ mann”
Kristján Kristjánsson

“Ég mæli með Lindu!! Sjúkraþjálfun og/eða nudd. Hún finnur rót vandans og leysir málið.”
Berglind Snorradóttir

“Mæli hiklaust með Lindu 🙂 Mjög fagleg, fékk góðar útskýringar á vandamálinu og hvað sé hægt að gera til að byggja upp vöðva í kringum verkjasvæðið. Svo er hún með yndislega nærveru sem er svo mikilvægt í svona starfi 🙂 Takk kærlega fyrir mig!”
Áróra Sigurjónsdóttir

Endurheimtu orkuna er sannarlega námskeið sem ég mæli með. Hvort sem er fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í hreyfingu eða eru lengra komnir, námskeiðið hæfir öllum og þú ræður ferðinni. Að tapa orkunni er ekkert grín en á námskeiðinu færðu fræðslu til að endurheimta hana. Stuðningurinn og fræðslan er mjög góð. Og það besta við þetta allt er að Linda talar af reynslu og er því skilningur hennar á að tapa orkunni einstakur. Takk Linda fyrir mig.
Þóranna Halldórsdóttir

„Ég mæli með Lindu Gunn sjúkraþjálfun “
Guðbjörg Halldórsdóttir

„Búin að vera hjá Lindu frá 2008 hún er frábær og fjölhæf“
Guðrún Þorgilsdóttir

„Linda er snillingur. Greinir verkefnið sem leystist á bekknum“
Lilja ólafsdóttir

Eftir einungis tveggja vikna þátttöku er ég strax farin að finna fyrir orku sem var komin í 0 hjá mér. Linda er fagleg, umhyggjusöm og hvetjandi. 
Maggý Hrönn Hermannsdóttir

“Ég er mjög ánægð með námskeiðið og hentar mjög vel þeim sem eru með vefjagigt”
Birgitta Rún Erlendsdóttir

“Linda geislar af jákvæðni og smitar út frá sér. Heppinn að fá hana til að púla mér út og sem sjúkraþjálfara”
Einar Áskelsson

Ég fór á námskeiðið “Endurheimtu orkuna” hjá Lindu Gunn sjúkraþjálfara og það er æðislegt. Það bjargaði mjög miklu hjá mér að fara á það, bæði hjálpaði hún mér með æfingar til að vinna á slæmum verkjum og andlega var þetta algjörlega dásamlegt!  Linda er mjög þægileg í umgengni, róleg og yfirveguð. Ótrúlega hlý og skilningsrík. Hún veit alveg hvað hún er að segja og fræðslan hennar alveg nauðsynleg. Núna hálfu ári seinna nyti ég enn æfingarnar sem hún kenndi mér. Þær hafa hjálpað mér að halda mér á réttu róli líkamlega og andlega. Allt í allt, frábært námskeið, mæli innilega með því.
Agnes Barkardóttir

Henni Lindu minni á ég svo óendanlega margt að þakka. Eftir að heilsan mín hrundi árið 2017 vegna streitu, D vítamínsskorts og blóðtappa í lungum leitaði ég til Lindu. Ég var svo heppin að hún vildi taka mig að sér og sótti ég hjá henni þrjú námskeið ásamt því að mæta til hennar í sjúkraþjálfun á þessum tíma. Hún svo sannarlega hjálpaði mér að ná heilsunni minni aftur til baka. Hún Linda er með hjarta úr gulli og hugsar um hvern og einn á sinn einstaka hátt. Ég get svo sannarlega mælt með henni. 
Sonja Ósk Gunnarsdóttir

“Mög gagnlegt námskeið. Engir öfgar, bara góðar leiðir til að ná betri heilsu og líðan”
Ísabella Theodorsdottir

“Mér fannst námskeiðið mjög gagnlegt og fræðandi. Afskaplega vel utan um okkur haldið” 
Hrafnhildur Ýr Víglundsóttir

“Námskeiðið kom mér skemmtilega á óvart á jákvæðan hátt. Linda er frábær kennari, hún miðlar til okkar allskonar upplýsingum um aðferðir að bættri heilsu. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla þá sem eru að berjast við orkuleysi af ólíkum ástæðum”
Jórunn Helga Steinþórsdóttir

“Frábært námskeið með góðri og þarfri fræðslu. Hefði viljað lengri tíma, bæði til að vera öruggari með æfingar og að festa venjurnar í sessi. Þetta tekur allt tíma”
Alma Hrönn Hrannardóttir

“Gott og uppbyggilegt námskeið hjá Lindu, vekur mann til umhugsunar um ýmislegt sem gjarnan vill gleymast”
Brynja Karlsdóttir

„Fræðandi og skemmtilegt námskeið. Farið inn á marga þætti líkamlega, andlega, umhverfi. Lærði inn á öndun, slökun og fl. Ég mæli hiklaust með þessi fræðandi og skemmtilega námskeiði.
Allt þetta mun ég nýta mér, takk fyrir mig“. 
Helena Gunnarsdóttir

Frábært námskeið í alla staði fyrir þá sem eru að endurheimta orkuna. Vekur mann til umhugsunar um að velja lífrænt ræktaðan mat, íslenska framleiðslu og huga að eiturefnum í umhverfinu. Létt hreyfing, góð slökun, mikilvægi svefns – Meiri orka, mæli hiklaust með námskeiðinu!
Kolbrún Hjálmtýsdóttir

„Mjög lærdómsríkt og skemmtilegt námskeið sem gefur manni fullt af gagnlegum upplýsingum með fræðslu, fyrirlestrum og æfingum. Linda þekkir mjög vel það sem hún er að gera bæði sem sjúkraþjálfari og með rannsóknum“ 
Hrönn Steinsdóttir