Greining á líkamssamsetningu

Heilbrigt jafnvægi á milli vöðva og fitu er grundvöllur fyrir góðri heilsu og líðan á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigð líkamssamsetning bætir árum við lífið og lífi við árin; minnkar t.d. líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og sumum tegundum krabbameins, stuðlar að lægra insúlín viðnámi, eykur orku og bætir sjálfsmynd.

Nákvæmt og áreiðanlegt greiningartæki er notað til þess að meta vökvamagn líkamans, vöðvamassa, fitumassa, steinefni, fituprósentu, magn iðrafitu, ásamt vöðva- og fitudreifingu, en þessir þættir eru lykilinn að skilningi okkar á heilbrigði líkamans.

Einnig er líkamssamsetningin metin í heild sinni með stigagjöf, sem ég hef kosið að kalla hreystistig. Sem viðmið þá er vöðvastælt manneskja með um 100 stig eða meira, en þeir sem ná 70 stigum hafa engu að síður ásættanlega líkamssamsetningu. Ef stigin eru færri en 70, þá er vöðvamassinn of lítill og/eða fitumassinn of mikill. Viðkomandi þarfnast þá nauðsynlega aukinnar líkamlegrar virkni og betra mataræðis.

Stundum er það svo að jafnvel grannir einstaklingar hafa of mikla iðrafitu, sem getur haft neikvæð áhrif á heilsuna. Iðrafita er fitan sem umlikur og verndar líffæri í kviðarholi, en í of miklu magni  getur hún verið áhættuþáttur fyrir háþrýsting, of háar blóðfitur og óhagstæð kólesterol gildi. Hins vegar er of lítil iðrafita vísbending um að ekki sé næg fita í líkamanum, en öll líkamsstarfssemi er undir því komin að það sé til staðar ákveðið magn af fitu.

Eftir greininguna er aðstoð við markmiðasetningu og ráðgjöf varðandi lífsstílsbreytingar valmöguleiki. Endurteknar mælingar eru hjálplegar til þess að veita aðhald og endurgjöf. Þannig sést svart á hvítu hvernig betri lífsstíl breytir líkamssamsetningunni til hins betra.
Mælingin er einföld og þægileg, en þeim sem kjósa að stíga það mikilvæga skref að fylgjast með líkamssamsetningunni, er bent á að kynna sér nokkur mikilvæg atriði til þess að fá sem nákvæmastar niðurstöður. Undirbúningur fyrir mælingu (corpor.is)

Gjaldskrá
Einstaklingar með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni borga samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Gjald miðast við 60 ECTS.

Gjald getur verið mjög mismunandi eftir því hvort viðkomandi hefur náð hámarki greiðslu fyrir heilbrigisþjónustu þann mánuð, hvort hann er yngri en 18 ára, eldri en 67 ára, öryrki eða einstaklingur með endurhæfingarlífeyri. Gjaldskrá SÍ má sjá hér:

https://www.sjukra.is/media/gjaldskrar/Gjaldskra-fyrir-sjukrathjalfun-1.-januar-2019.pdf

Almennir borgarar- án beiðni frá lækni

Mæling, greining á niðurstöðum, markmiðasetning og ráðgjöf (50 mín) 16.000kr

Mæling og greining á niðurstöðum (30 mín) 11.000kr

Þrír tímar í mælingu og greining á niðurstöðum (3x 30 mín) 24.000kr

Ráðgjöf/fræðsla/æfingaráætlun (30 mín) 11.000kr

Hópafsláttur:
Ef að vinahópar/fjölskyldur, fjórir eða fleiri bóka sig saman, þá er gefinn 30% afsláttur af fyrstu mælingu.

Fyrirtæki:
Ef að fyrirtæki óska eftir að fá mig á vinnustaðinn með mælingartækið þá mun verð miðast við fjölda mælinga á hverjum stað.

Margrét H. Indriðadóttir

Sjúkraþjálfari BSc.
Íþrótta- og heilsufræðingur MSc.

margret(hjá)endurheimt.is