Mjúkt flæði

Mjúkt flæði

Æfingarkerfi hannað og er kennt undir leiðsögn sjúkraþjálfara.

Hefst:  skráning á biðlista eftir næsta námskeiði er hafin.

Vikudagar:

Val um að mæta 1x, 2x eða 3x í viku

mánudagar, miðvikudagar og föstudagar

Klukkan: 11:30 – 12:20

Kennarar: Linda Gunnarsdóttir Bs.c sjúkraþjálfun. Linda er eigandi Endurheimtar og hefur áratuga reynslu af þjálfun.

Markmið:

Róa taugakerfið, bæta svefngæði, aukin orka.

Námskeiðið hentar þeim sem eru t.d í veikindaleyfi og vilja rólega tíma undir öruggri leiðsögn sjúkraþjálfara.

Um námskeiðið:

Hópurinn hittist á mánudögum og miðvikudögum þar sem gerðar eru rólegar flæðis æfingar, bandvefslosun með boltum í bland við almennar styrkjandi æfingar. Hámark 10 þátttakendur í hverjum hóp tryggir að hver og einn fái þá persónulegu nálgun og þjónustu sem hann þarf. Passað er vel upp á viðeigandi álagsstig hjá hverjum og einum og hentar því námskeiðið bæði byrjendum jafns sem lengra komnum. Tíminn endar á leiddri slökun til að tryggja betri endurheimt.

Leiddur teygju og hugleiðslutími er á föstudögum kl 1o:30 – 11:20.

 

Í hnotskurn er…

  • rólegt gott flæði allan tímann sem byggir upp og gerir einstaklinginn öruggan í sínum æfingum.
  • lögð áhersla á góðar grunnæfingar til að byggja upp styrk og liðka líkamann. Tíminn er rólegur, upphitun byggist á að ná tökum á hreyfingum og því meira lagt upp úr árangursríkum æfingum, teygjum og slökun.
  • æft er í fámennum hóp (hámark 10)
  • álagi stýrt niður á einstaklinga í tímunum. Ef þú hefur meiri orku og styrk þá byggjum við ofan á grunnæfingarnar.

Aðgangur að infra rauðum klefa fylgir kaupum á námskeiði.

Námskeiðið er viðurkennt úrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu.

—–

Skráning hafin á biðlsita eftir næsta námskeiði.

 

Skrá mig í hóp

Vinsælast undanfarið