MYGLA

Móttaka, ráðgjöf og stuðningur fyrir fólk sem hefur misst heilsu vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði (mygla).

Fagaðili: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnun er viðvera í rakaskemmdu húsnæði heilsuspillandi.

Markmið með námskeiðinu og sérhæfðu nálgun minni sem sjúkraþjálfari er að hjálpa þér að skilja umhverfisveikindi, róa taugakerfið, kenna þér leiðir til að auka orku og þrek.

Megin markmið okkar er að hjálpa þér að finna öryggi til að takast á við daglegt líf og gefa þér verkfæri til að grípa í eftir þörfum.

Lögð er áhersla á að hjálpa þér að róa taugakerfið, með því að innleiða slökunaræfingar inn í daglega rútínu því þá er hægt að vinna með önnur einkenni.

Námskeiðið og fræðslan er byggð á fræðum og erlendum úrræðum frá Dr. Margaret Christensen, Dr. Jill Charnahan, Dr. Neil Nathan, Dr.Andrew Heyman, Susan McCamish,  og fleiri námskeiðum sem ég hef sótt um þetta málefni.

Komin er mikil reynsla á þessa meðferð eftir umhverfisveikindi erlendis sem skilað hefur fólk i aftur út í lífið og til atvinnu.

Þú getur skráð þig hér á síðunni og haft verður samband við þig og þér boðinn tími sem hentar.

Þú getur komið með beiðni í sjúkraþjálfun og fengið niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Upphafstími: Viðtal/spurningalistar (50 min)

  • Farið er ítarleg yfir þína heilsufarsögu
  • Ráðgjöf – fræðsla – markmiðasetning

Framhaldstímar (30-45 mín) 

  • Einstaklingsmiðuð áætlun er sett upp – getur t.d verið sjúkraþjálfun, hópfræðsla, æfingar, sogæðameðferð, infra rauður hiti.
  • Fræðsla, ráðgjöf og markmiðasetning 

Skrá mig / óska eftir frekari upplýsingum