ENDURHEIMTU ORKUNA®

ENDURHEIMTU ORKUNA®

Skrá mig!

28.900 kr.

ENDURHEIMTU ORKUNA ® er heildrænt námskeið þar sem farið er yfir leiðir til að bæta lífstíll og venjur á árangursríkann, öruggan og einfaldan hátt.

Fræðslan byggist á fræðum Functional Medicine sem snýr að því að vinna með líkamlega, andlega og félagslega þætti í átt að betri líðan.

Námskeiðið er 4 vikur og kennt er á mánudögum klukkan 10:30 – 11:20.

 

Kennari:
Linda Gunnarsdóttir, lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar. Linda er jákvæð, hvetjandi og mætir þér á þeim stað sem þú ert.

Fyrirkomulag:
Hisst er vikulega í sal Endurheimtar þar sem farið er yfir markmið og fræðslu vikunnar (10-15 mín), seinni hluti tímans fer í flæðis æfingar, bandvefslosun og enda allir tímar á endurnærandi leiddri slökun. Þátttakendur fá aðgang að appi með slökunaræfingum, heimaæfingum, fyrirlestrum og fl.

Aðgangur að Endurheimtu Orkuna® fræðslu appi fylgir með.

Á þessu námskeiði er mikill og einstaklingsmiðaður stuðningur, hámark 10 manns í hverjum hóp.

ENDURHEIMTU ORKUNA ® hentar þér ef..

  • þú vilt læra markvissa og einfaldar leiðir til að tileinka þér heilbrigðari lífsvenjur sem virka.
  • þú að hefja þitt heilsuferðalag og vilt faglega leiðsögn.
  • þú vilt taka til í mataræðinu og vilt skýrar leiðbeiningar, uppskriftir og leiðsögn.
  • þú hefur upplifir streitu í lífinu og vilt finna sjálfa þig aftur og byggja þig upp.

Í hnotskurn..

  • fræðsla sem snýr að heilbrigðum lífsstíl í hverjum tíma (10-15 mín).
  • færðu aðgangur að glæsilegu appi með fyrirlestrum, fræðslumolum, leiddum hugleiðslum, heimaæfingum, uppskriftabók með vikumatseðli / innkauparlista og fl.
  • er hver tími byggður upp á fræðslu, rólegum teygju æfingum, bandvefslosun og slökun.

 

VIKA 1 – Farið er vel yfir streitukerfi líkamans og leiðir til þess að minnka streitu.
VIKA 2 – Svefn er grunnur að heilsunni, kenndar eru árangurríkar og einfaldar leiðir til að bæta svefn.
VIKA 3 – Farið er yfir tengsl mataræðis og líðan. Kenndar leiðir til að tileinka sér strax.
VIKA 4 – Kenndar eru leiðir til þekkja umhverfið sitt betur, vanda valið t.d á matvælum, snyrtivörum.

Námskeiðið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.

 

VIRK starfsendurhæfing

Námskeiðið er viðurkennt meðferðarúrræði hjá VIRK endurhæfingu og er það námskeið 6 vikur og kennt er 3x í viku (mán, mið og föst klukkan 10:30 -11:20). Nánari upplýsingar hjá VIRK ráðgjafa eða á netfangið linda@endurheimt.is

 

Skrá mig í hóp

—-

 

Vinsælt hjá Endurheimt