Heilsuvitund

Heilsuvitund

Heilsa til framtíðar – Æfingameðferð & markmiðasetning

Vikudagar: Þriðjudagar og fimmtudagar

Klukkan: 11:30 – 12:15

Kennarar: Helga Ágústsdóttir lögg. sjúkraþjálfari, markþjálfi og jóga kennari

Uppbygging:

Markþjálfa viðtal fyrir og eftir námskeið.

Markmið:

Markmið hreyfingar er að auka vellíðan, líkamsvitund, liðleika og að losa um spennu.

Fræðsla og æfingar með eigin líkamsþyngd, hreyfiflæði, teygjur og slökun.

Unnið eftir æfingakerfum á við jóga & bandvefslosun með boltum & teygjum ásamt almennum grunnæfingum sjúkraþjálfunar.  Notast er við aðferðafræði og nýjustu nálganir sjúkraþjálfunar þar sem unnið er m.a. með verki og skynúrvinnslu. Lögð er áhersla á að skynja og taka eftir líðan, með áherslu á jákvæða nálgun á sitt heilsufar. Skoða hvað viðkomandi getur gert þrátt fyrir tiltekin heilsufarsvanda. Stuðla þannig að auknu innsæi á líkamlega getu og gefa von um bætta líðan með því að tileinka sér ný viðhorf og æfingar í daglegu lífi. Stuðningur með æfingar og samskipti í gegnum Physiotrack æfingaapp.

Nánari upplýsingar helga@endurheimt.is

Námskeiðið er viðurkennt úrræði hjá VIRK starfsendurhæfingu.

Skrá mig í hóp

Vinsælast undanfarið