Hlynur Jónsson
Sjúkraþjálfari
Lýðheilsufræðingur
Ég hef starfað víða í heilbrigðiskerfinu og finn að ástríða mín liggur í heildrænni nálgun – veita fólki m.a fræðslu um áhrifaþætti verkja, þróun heilsuleysis og grunnþætti heilsu. Markmið mitt er að fyrirbyggja þróun alvarlegri heilsukvilla og auka lífsgæði fólks. Mín áhersla er á sanogen – heilbrigt líferni – í stað pathogen – þ.e.a.s í stað þess að einblína á sjúkleika.
Allt sem ég fer yfir hef ég prófað sjálfur. Ég hef kafað ofan í ýmislegt sem snýr að heilbrigði, sem dæmi: Wim Hof hugmyndafræðina, Buteyko öndun, sjósund, náttúruhlaup, fjallgöngur, holla næringu, styrktarþjálfun og hugleiðslu. Ég hef lengi haft áhuga á föstum og skrifaði m.a meistararitgerðina mína um föstur.
Samhliða því að eyða tíma með fjölskyldunni finnst mér gaman að elda góðan mat, fara á paddle board brettið mitt, snjóbretti, stunda klettaklifur, ferðast og spila tónlist.
Ég starfa eins og er sem heimasjúkraþjálfari, stundakennari og leiðbeinandi meistaranema við Háskóla Ísland ásamt starfi mínu hjá Endurheimt.
Hlynur mun eingöngu bjóða upp á fræðslufyrirlestra og hópatíma hjá Endurheimt ásamt fyrirtækjaráðgjöf. Hlynur hefur talsverða reynslu á því sviði; hann hefur m.a farið í fjölda fyrirtækja og stofnanna í starfi sínu hjá Auðnast þar sem hann tók út vinnuaðstöðu og hélt fræðslufyrirlestra, hann hefur starfað við HÍ síðan 2019 og haldið heilstutengd námskeið fyrir einstaklinga hjá VIRK.
Menntun og námskeið
-
2018 M.Sc. gráða í hreyfingu, næringu og lýðheilsu frá Háskólanum í Bristol.
-
2013 B.Sc. gráða í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.