Tekla Hrund Karlsdóttir

Læknir

Ég útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2012 og hef síðan unnið sem heilsugæslulæknir, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og deildarlæknir á barna- og unglingageðdeild um tíma. Ég var rannsóknarlæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu í rúm 2 ár og tók meðal annars virkan þátt í skimunum og rannsóknum á eftirköstum vegna Covid-19. Frá 2021 hefur ég starfað sem læknir hjá stafræna heilbrigðisfyrirtækinu Sidekick Health við að búa til meðferðarúrræði á rafrænu formi fyrir einstaklinga með fitulifur og aðra tengda efnaskiptasjúkdóma. Samhliða vinnu síðastliðin ár hef ég einnig verið meðlimur í evrópskum rannsóknarhóp á síþreytu eða EMERG (European ME Research Group).

Áhugasvið mitt á læknavísindum er breytt og spannar allt frá toppi til táar en ég hefur sökkt mér í efnaskiptaheilsu sem og tengingu hennar við ýmsa flókinna langvinna sjúkdóma eins og ME (síþreytu), vefjagigt og POTS o.fl.

Kjartan og Tekla hefja störf hjá Endurheimt á næstunni – skráning á biðlista

Einnig er hægt að komast á biðlista með því að hringja í Endurheimt 565 5500

Verðskrá

Kynningartími/Intro – 15 mín – verð 

  • Samtal um markmið og væntingar.
  • Ráðgjöf um næstu skref og gróf áætlun.

Fyrirbyggjandi heilsa & Efnaskipti og heilsa – 30 mín – verð 

  • Efnaskipti í fókus. Blóðsykur, insúlín, heilaheilsa, fituforði og vöðvamassi eru efnistök í forgrunni.
  • Hentar fyrir afmörkuð vandamál eins og almenn fyrirbyggjandi uppvinnsla, hár blóðþrýstingur, sykursýki tegund 2, efnaskiptavilla, blóðfituröskun, forstig sykursýki, hjarta/æðasjúkdóma og bæta andlega heilsu.+
  • Stöðumat á efnaskiptaheilsu og ákvörðun um rannsóknir.
  • Grunnatriði lífsstílslækninga kennd og drög að meðferðaráætlun.
  • Endurkoma áætluð innan 2ja vikna fyrir niðurstöður rannsókna og ítarlegri meðferðaráætlun.

Alhliða stöðumat – 50 mín – verð 

  • Hentar fyrir flóknari heilsufarsvandamál þar sem leitað er að rót vandans.
  • Ítarleg greining á heilsu – virkni og andlegri líðan.
  • Áætlun fyrir rannsóknir og spurningalista.
  • Grunnatriði meðferðar kynnt.
  • Endurkoma áætluð innan 2-3 vikna.

Einstaklingsmiðuð meðferðaráætlun – 30 mín – verð 

  • Framhaldstími eftir rannsóknir.
  • Farið yfir niðurstöður úr blóðprufum og öðrum rannsóknum eftir sem við á.
  • Meðferðaráætlun útbúin.
  • Samantekt og eftirfylgd ákveðin.

Eftirfylgd og endurmat – 20 mín – verð 

  • Endurmat á árangri og markmiðum.
  • Eftirfylgd á lífmerkjum (biomarkers), rannsóknum og spurningalistum.

Stuttur tími/ráðgjöf – 20 mín – verð 

  • Sérstaklega fyrir þá sem eru í meðferð hjá heilsumiðstöð Endurheimtar.
  • Mat á stöðu og frekari úrvinnslu eftir þörfum.