Lýsing

ENDURHEIMTU ORKUNA®

Námskeiðið hentar þeim sem eru að glíma við kulnun eða eru undir mikið álagi, eru með meltingarvandamál, svefnleysi, vefjagigt eða orkuleysi.

Þú getur byrjað strax í þinni endurhæfingu/ heilsueflingu hjá okkur, þú skráir þig og byrjar strax að auka orkuna þína með öruggri og þæginlegri nálgun.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval hóptíma og þú getur valið hvaða tímar hentar þér og þínum markmiðum best.

 

NÁNAR UM HÓPTÍMANA:

Mjúkt flæði – mjúkar flæðisæfingar, æfinga með eigin líkamsþyngd, teygjur og leidd slökun í lok tímans.

Tabata – 3x 20 sek æfingar, með eða án lóða. Hressandi og fjörugur tími sem endar á leiddri slökun.

Bandvefslosun – Notaðir eru nuddboltar til að mýkja auma og þreytta vöðva, dempuð ljós í rólegu umhverfi. Tími endar á leiddri slökun.

Stöðvaþjálfun – 8-10 æfinga stöðvar, 50 sek á hverri stöð. Hressandi og fjörugur tími sem endar á leiddri slökun.

Mjúkt flæði/bandvefslosun – bland af mjúkum flæðisæfingum, nuddboltum og tímann endar á leiddri slökun.

 

Þú finnur hóptíma sem hentar þér og mátt rótera á milli hópa, mælt er með að mæta í 2-3 tíma í viku. Hér má sjá stundatöflu.

 

3 EINFÖLD SKREF

1 – Skráðu þig

2 – Veldu tíma sem þú vilt mæta í (mælum með 2-3 í viku)

3 – Mættu í öruggt umhverfi og endurheimtu orkuna þína á ný!

 

Árangur sem þátttakendur hafa upplifað:

  • Meiri orka
  • Minni verkir
  • Bætt melting – minna ummál
  • Bættur svefn
  • Aukið heilsulæsi
  • Bætt andleg líðan
  • Meira streituþol

Þú vilt vera með í Endurheimt afþví:

  • Hjá okkur færðu faglega nálgun undir leiðsögn sjúkraþjálfara
  • Við bjóðum upp á einstaklings miðaða nálgun og ráðgjöf
  • Við æfum í fámennum hópum
  • Þú stýrir þinni endurhæfingu eftir dagsformi
  • Þú færð stuðning, skilning og virðingu í þínu ferli

 

FAGLEG LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA:Linda Gunnarsdóttir, lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar heldur utan um hópinn, hún þróaði námskeiðið og hefur boðið upp á það sl 9 ár með frábærum árangri með sitt fólk. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari sl 18 ár og leggur mikla áherslu á heildræna nálgun í sinni þjónustu.

 

FYRIRKOMULAG:

Þú skráir þig í hóp (hér fyrir neðan ) og Linda hringir í þig og þið setjið upp áætlun saman hvaða tímar gætu hentar þér útfrá markmiðum. Þú getur svo alltaf valið að mæta á öðrum dögum og í aðra hóptíma ef þannig ber undir, allt eftir því hvernig dagsformið er.

 

STUÐNINGUR

Samhliða því að mæta í hóptímana þá færð þú aðgang að ENDURHEIMTU ORKUNA®  appi /netnámskeiði  þar sem farið er yfir leiðir til að bæta lífstíl og venjur á árangursríkan, öruggan og einfaldan hátt. Þú ert í öruggum höndum og við leiðbeinum þér skref fyrir skref í átt að aukinni orku aftur!

 

ENDURHEIMTU ORKUNA ® hentar þér ef..

  • þú vilt læra markvissa og einfaldar leiðir til að tileinka þér heilbrigðari lífsvenjur sem virka.
  • þú ert í veikindaleyfi og ert að bíða eftir að komast að hjá VIRK.
  • Þú ert í veikindaleyfi eða á endurhæfingarlífeyri og vilt faglega leiðsögn í átt að bættri heilsu.
  • þú að hefja þitt heilsuferðalag og vilt æfa í rólegu og notarlegu umhverfi.
  • þú vilt taka til í mataræðinu og vilt skýrar leiðbeiningar, uppskriftir og leiðsögn.
  • þú upplifir streitu í lífinu og vilt finna sjálfa þig aftur og byggja þig upp.
  • þú vilt faglega og örugga leiðsögn sjúkraþjálfara

 

Greiðslufyrirkomulag:

Þátttöku/staðfestingargjald er 9.900 kr á mánuði.

Með því að greiða þátttöku/staðfestingargjald tryggir þú þér pláss mánaðarlega og færð ótakmarkað aðgang að infra rauðum klefa og „æfingu dagsins“ á meðan endurhæfingu stendur. Fyrir hvern hóptíma sem þú mætir í er notuð beiðni í sjúkraþjálfun (hóptímagjaldliður), vinsamlega kynntu þér greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands hér. Sendur er greiðsluseðill í heimabanka í lok hvers mánaðar (ef eitthvað er útistandandi).

Athugið að þú gætir átt rétt á niðurgreiðslu frá þínu stéttarfélagi.

Taktu skrefið strax í dag!


 

Já takk ég vil skrá mig og fá meiri orku!

—-