Alls ekki, námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast um þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar heilsan er sett í fyrsta sætið. Fjallað er um bættar svefnvenjur, matarræði, þarmaflóruna, streitustjórnun, öndunaræfingar og hugleiðslu æfingar, eiturefni í umhverfinu og margt fleira.

Ég er með nokkur erfiðleikastig í æfingum í boði og henta því æfingarnar líka þeim sem eru með fulla orku. Ég býð upp á æfingarapp þar sem ég set upp persónulegt æfingarplan sem hentar hverjum og einum.