Það er dýrara að kaupa lífrænar vörur heldur en ólífrænar en ég mæli með að þú byrjir hægt og rólega að gera það að venju að velja frekar lífrænar vörur. Við förum vel yfir það á námskeiðinu hvaða vörur þú skalt strax velja lífrænar og hvaða vörur “er í lagi” að kaupa ólífrænar.
Ég hef sett upp vikumatseðil fyrir þig sem auðvelt er að fylgja og passa ég vel upp á að þú nýtir þau hráefni sem eru á listanum og að mataróun sé enginn. Ég kenni þér leiðir til þess að nota það sem þú átt í skápunum og í ísskápnum til að búa til ljúfengan mat úr afgöngum. Markmiðið er að nota fæðuna til þess að öðlast betri heilsu og fá meiri orku og því mæli ég með að elda frá grunni og að hafa fæðuna litríka og fallega.
Leave A Comment