ENDURHEIMTU ORKUNA®
ENDURHEIMTU ORKUNA®
ENDURHEIMTU ORKUNA®
Ert þú í veikindaleyfi og ert að bíða eftir að komast að hjá VIRK?
Þú þarft ekki að bíða í marga mánuði eftir að hefja endurhæfingu, þú getur skráð þig í tíma hjá okkur og byrjað strax að auka orkuna þína með öruggri og þægilegri nálgun.
Við bjóðum upp á fjölbreytta tíma og þú getur valið hvaða tímar hentar þér og þínum markmiðum best.
Mjúkt flæði – mjúkar flæðisæfingar, æfinga með eigin líkamsþyngd, teygjur og leidd slökun í lok tímans.
Tabata – 3x 20 sek æfingar, með eða án lóða. Hressandi og fjörugur tími sem endar á leiddri slökun.
Bandvefslosun – Notaðir eru nuddboltar til að mýkja auma og þreytta vöðva, dempuð ljós í rólegu umhverfi. Tími endar á leiddri slökun.
Stöðvaþjálfun – 8-10 æfinga stöðvar, 50 sek á hverri stöð. Hressandi og fjörugur tími sem endar á leiddri slökun.
Mjúkt flæði/bandvefslosun – bland af mjúkum flæðisæfingum, nuddboltum og tímann endar á leiddri slökun.
Þú finnur hóptíma sem hentar þér og mátt rótera á milli hópa, mælt er með að mæta í 2-3 tíma í viku. Hér má sjá stundatöflu.
Samhliða því að mæta í hóptímana þá færð þú algang að ENDURHEIMTU ORKUNA® netnámskeiði / appi þar sem farið er yfir leiðir til að bæta lífstíl og venjur á árangursríkan, öruggan og einfaldan hátt.
Námskeiðið hentar þeim sem eru að glíma við kulnun eða eru undir mikið álagi, eru með meltingarvandamál, svefnleysi, vefjagigt eða orkuleysi.
Árangur sem þátttakendur hafa upplifað:
- Meiri orka
- Minni verkir
- Bætt melting – minna ummál
- Bættur svefn
- Aukið heilsulæsi
- Bætt andleg líðan
- Meira streituþol
Kennari:
Linda Gunnarsdóttir, lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar. Linda hefur þróað námskeiðið og boðið upp á það sl 9 ár og hefur náð frábærum árangri með sitt fólk. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari sl 18 ár og leggur mikla áherslu á heildræna nálgun í sinni þjónustu.
Fyrirkomulag:
Þú skráir þig í hóp (hér fyrir neðan ) og Linda hringir í þig og þið setjið upp plan saman hvaða tímar gætu hentar þér. Þú getur svo alltaf valið að mæta á öðrum dögum og í aðra hóptíma ef þannig ber undir, allt eftir því hvernig dagsformið er.
Þú færð aðgang að fræðslunni á app formi eða aðgang sem þú getur skoðað í tölvu.
Á þessu námskeiði er mikill og einstaklingsmiðaður stuðningur, hámark 10 manns í hverjum hóp.
ENDURHEIMTU ORKUNA ® hentar þér ef..
- þú vilt læra markvissa og einfaldar leiðir til að tileinka þér heilbrigðari lífsvenjur sem virka.
- þú ert í veikindaleyfi og ert að bíða eftir að komast að hjá VIRK.
- Þú ert í veikindaleyfi eða á endurhæfingarlífeyri og vilt faglega leiðsögn í átt að bættri heilsu.
- þú að hefja þitt heilsuferðalag og vilt æfa í rólegu og notarlegu umhverfi.
- þú vilt taka til í mataræðinu og vilt skýrar leiðbeiningar, uppskriftir og leiðsögn.
- þú hefur upplifir streitu í lífinu og vilt finna sjálfa þig aftur og byggja þig upp.
Í hnotskurn..
- fræðsla sem snýr að heilbrigðum lífsstíl.
- aðgangur að glæsilegu netnámskeiði/appi með fyrirlestrum, fræðslumolum, leiddum hugleiðslum, heimaæfingum, uppskriftabók með vikumatseðli / innkauparlista og fl.
- örugg hreyfing undir leiðsögn sjúkraþjálfara
Aðgangur að netnámskeið/appi
VIKA 1 – Farið er vel yfir streitukerfi líkamans og leiðir til þess að minnka streitu.
VIKA 2 – Svefn er grunnur að heilsunni, kenndar eru árangurríkar og einfaldar leiðir til að bæta svefn.
VIKA 3 – Farið er yfir tengsl mataræðis og líðan. Kenndar leiðir til að tileinka sér strax.
VIKA 4 – Kenndar eru leiðir til þekkja umhverfið sitt betur, vanda valið t.d á matvælum, snyrtivörum.
Greiðslufyrirkomulag
Þú kemur með beiðni í sjúkraþjálfun og tekinn er hóptímagjaldliður fyrir tímum sem mætt er í. Athugið að þú gætir átt rétt á niðurgreiðslu frá þínu stéttarfélagi.
VIRK starfsendurhæfing
Námskeiðið er viðurkennt meðferðarúrræði hjá VIRK endurhæfingu og er það námskeið 6 vikur og kennt er 3x í viku (mán, mið og föst klukkan 10:30 -11:20). Nánari upplýsingar hjá VIRK ráðgjafa eða á netfangið linda@endurheimt.is
Skrá mig í stakan tíma eða hóp
Hér er hægt að sjá hvernig netnámskeiðið lítur út.
—-