Valgerður Tryggvadóttir
Lögg. sjúkraþjálfari
SJÚKRAÞJÁLFUN
Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar: stoðkerfisverkir og hreyfing, sjúkraþjálfun kvenna á og eftir meðgöngu. Fræðsla og stuðningur við hreyfingu einstaklinga sem eru að finna taktinn í kjölfar streitu, kulnunar eða annarra vandamála sem hafa áhrif á orku okkar og þrek.
HÓPÞJÁLFUN / FJARÞJÁLFUN
- Hópþjálfun fyrir konur á og eftir meðgöngu
- Fjarþjálfun:
- Hlaupaþjálfun eftir meiðsli eða meðgöngu
- Fræðsla um kvið og grindarbotn ásamt styrktarþjálfun kvenna eftir meðgöngu
- Kviður eftir meðgöngu – skoðun og æfingaprógramm fyrir kviðinn eftir meðgöngu
UM MIG
Ég útskrifast sem sjúkraþjálfari 2013 og hef auk þess lokið ýmsum námskeiðum tengdum styrktar- og þolþjálfun, næringu, þjálfun kvenna og fleiri námskeið á sviði sjúkraþjálfunar, m.a. um bandvefinn, streitu, höfuðhögg og mismunandi stoðkerfisvandamál.
Ég hef brennandi áhuga á hreyfingu, vellíðan og að leita jafnvægis í daglegu lífi.
Hreyfing eða líkamsrækt, í mínum huga, á að vera skemmtileg og eitthvað til að njóta, finna að við séum full af lífi. En hún getur orðið kvíðvænleg og við hætt að njóta hennar þegar líðan í kjölfar hreyfingar er ekki góð, við verðum verkjuð, upplifum orkuleysi o.fl.
Eftir að hafa upplifað erfiðar meðgöngur, gengið í gegnum mikil og erfið streitutímabil, m.a. í kjölfar meiðsla sem höfðu mikil áhrif á andlega líðan og daglegt líf, var ég hætt að geta stundað vinnu og hreyfingu eins og ég hefði viljað.
En með breytingum á þjálfun, daglegu lífi, aukinni fagþekkingu og svo mörgum litlum fræjum og forvitni er allt bara eins og það á að vera í dag. Ég hef aukna orku, vinnuþrek og stunda hreyfingu verkjalaus.
Vegna þessa tengi ég svo sterkt við tilfinninguna að vilja bara fá að hreyfa sig, vera aktiv og líða vel í eigin líkama og finnst ekkert skemmtilegra en að fá að aðstoða fólk við að finna leið sína í hreyfingu aftur eftir erfið veikindi, meiðsli eða annað. En nálgunin og val á hreyfingu fer algjörlega eftir áhugasviði og fyrri sögu hvers og eins.
Starfsferill
2025 Sjúkraþjálfari hjá Endurheimt og mfl. kvk. Víkings
2022-2025 VIVUS þjálfun
Stofnandi, meðeigandi og sjúkraþjálfari
Þróun úrræða, hópar, þjálfun og sjúkraþjálfun, ráðgjöf vinnustaða
2018-2021 Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla
Sjúkraþjálfari og styrktarþjálfari
2018-2019 Handknattleiksdeild Fjölnis, mfl. Kvk
Sjúkraþjálfari
2016-2021 Sjúkraþjálfun Styrkur
Sjúkraþjálfari og hóptímakennari
2015-2016 Ýmis einka- og hópþjálfun á eigin vegum og í Heilsuborg
2013-2014 Gáski sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfari
Sumar 2013 – haust 2014 Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili
Sjúkraþjálfari
Sumar 2012 – vor 2014 HK/Víkingur, meistaraflokkur kvenna
Sjúkraþjálfari
Námskeið
2015 Þjálfum betur
Styrktarþjálfun, tíu hluta námskeiðaröð
2015 Level I Kettlebell certification – Kettlebells Iceland
2016 Level II Kettlebell certification – Steve Maxwell
Sótti einnig námskeið um þjálfun utandyra, öndun og hlaup hjá Steve Maxwell
2016 Fysio Flow
Bandvefslosun með hreyfingu fyrir mismunandi kúnnahópa
2016 Truflanir á hreyfingum og hreyfistjórnun hryggjar, mjaðma-
og axlargrindar
2017 Revo2loution Running
Ítarlegt hlaupaþjálfaranámskeið, prógramgerð, lífeðlisfræði, hlaupatækni, meiðslaforvarnir ofl.
2017 Master class part I – Cervicogenic Headache and Dizziness
2017 Dynamic tape level 1
2018 Understanding Pain: From Biology to Care, Part 1
2018 Kinetic Control Level 1 Movement, Alignment & Coordination
2018 The Shoulder: Theory & Practice
2018 Insula Physiotherapy and Mental Health
2019 The Movement Solution One – Comera Movement Science
Apríl – Nóvember 2019, þrjár vikur dreifðar yfir árið í London
2019 Styrktarþjálfun afreksíþróttafólks – KineAcademy
2019 Concussion: Advances in Identification and Management
2020 Maximizing Motor Learning: Neurology, Geriatrics, Orthopedics
2020 Hlaupanámskeið hlaup.is fyrir iðkendur og þjálfara
2020 The Female Athlete Course – Level I
2021 Birth Healing Summit; Online ráðstefna varðandi kvennheilsu
2023 The Movement Solution Two – Comera Movement Science Mjaðmagrind og Brjóstbak
Ýmsir fyrirlestrar og netnámskeið m.a. um þjálfun kvenna á og eftir meðgöngu, þjálfun kvenna m.t.t. hormónakerfis, átraskana, sjálfsmyndar ofl. Fyrirlestrar og námskeið um næringu, næringu íþróttamannsins, markmiðasetningu, svefn, streitu og kulnun, öndun, starfsemi grindarbotns, verkir og einkenni frá grindarbotni, mismunandi meðferðarform stoðkerfisverkja o.m.fl.