Stefán Tómas Þórarinsson

Löggildur sjúkraþjálfari

Ég hef töluverða persónulega reynslu af því að ganga í gegnum meiðsli og erfið veikindi, m.a. fékk ég krabbamein 2020 og hef slitið krossband 2022. Mér finnst þessi reynsla gera mig betur í stakk búinn til þess að aðstoða fólk við að hefja þjálfun eða koma sér af stað aftur eftir veikindi eða slys.

Ég hef þjálfað handbolta í 10 ár og sinnt styrktarþjálfun og hópþjálfun unglinga í mörg ár. Og hef persónulega reynslu af íþróttameiðslum og endurhæfingu.

Sérstök áhugasvið við sjúkraþjálfun: stoðkerfisverkir, bráð meiðsli, bæklunarsjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun og  fyrirbyggjandi þjálfun.

Helstu áhugamál

  • Ég elska að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og er sífellt að leita lausna og kynna mér nýjustu fræði og rannsóknir.
  • Ég legg mikla áherslu á að vinna í rót vandans í stað þess að vera sífellt að slökkva elda eða ná skammtíma árangri við lausn vandans.
  • Mér finnst heildræn nálgun og að hlusta á einstaklinginn gríðarlega mikilvægt.
  • Fræðsla og ábyrgð á eigin heilsu er lykillinn að árangursríkri meðferð

Hér er dæmi um hluti sem ég hef unnið í með fólki með góðum árangri:

• Sinamein í öxlum

• Óstöðugleika í öxlum

• Verki við að kasta

• Vængjun á herðablaði

• Verki við pressuhreyfingar í öxlum

• Bakverki (útbunganir, vöðvatognanir t.d.)

• Mjaðmaverki (Hip impingement, psoas sinaverkir)

• Tognanir • Hásinamein

• Hnéverki (osgood sclatter, runners knee, slitgigt t.d.)

• Adductor verki

• Ehlers Danlos Syndrome

• Vöðvabólgu og vöðvaþreytu

• Liðleika og hreyfanleikaþjálfun

Ég býð upp á sjúkraþjálfun með og án beiðni og fara tímpantanir fram í s. 565 5500.

Menntun og námskeið

MSc. sjúkraþjálfun 2023

BSc. sjúkraþjálfun 2021

ÍAK einkaþjálfari 2018

ÍSÍ þjálfari

HSÍ þjálfari

Umsagnir

Stefán er algjörlega frábær sjúkraþjálfari. Greinir vandamálin af mikilli nákvæmni og setur upp góða áætlun sem virkar vel. Finnst best að hann gefi manni verkfæri til að nýta heima fyrir og góðar ráðleggingar, með það að markmiði að fólk nái varanlegum bata. Mæli hiklaust með!

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir

Fékk slæma taugaverki frá herðablaði niður í fram handlegg, fór að leita að sjúkraþjálfara og fékk tíma með stuttum fyrirvara hjá Stefáni Tómasi hjá Endurheimt. Greining tók stuttan tíma og ég var leiddur í gegnum æfingar til að losna við verkina. Var orðin mun betri strax eftir 3 tíma. Mjög ánægður og þakklátur með meðferðina, æfingar og eftirfylgnina hjá Stefáni og get svo sannarlega mælt með honum.

Haraldur Þór Víðisson

Ég var kominn með svokallaðan tennisolnboga og var með langvinn íþróttameiðsli í öxlum. Ég hafði litla trú að að nokkuð væri hægt að gera í þessu og ætlaði að bíða og vona að þetta kæmi af sjálfu sér.

Eftir marga mánuði var ég orðinn þreyttur á þessu og ákvað að fara til sjúkraþjálfara. Ég hitti á hárréttan aðila, Stefán í Endurheimt. Hann var búinn að greina vandann innan örfárra mínútna og við tók mjög skýr og afmörkuð sjúkraþjálfun til að ráðast að rótum vandans.

Eftir tíu skipti hjá Stefáni var ég gott sem búinn að jafna mig að fullu og fékk góðar leiðbeiningar um æfingar í framhaldinu, til að setja punktinn yfir i-ið.

„Það er mjög þægilegt að leita til Stefáns, hann er hinn almennilegasti í samskiptum og fagmaður fram í fingurgóma“

Hörður Halldórsson

„Ég hef um áraraðir staðið í strangri baráttu við að haldast í heilbrigðum lífstíl en líkamlegt álag í vinnu, streita og stirðleiki hafa haldið mér aftur í lífinu. Reglulegir krampar í baki og síþreyta í löppum hafa orsakað ófáar ferðir til heimilislækna, sérþjálfara og rannsóknir án viss árangurs, eða þar til ég komst í kynni við hann Stefán.

Með áreiðanlegum aðferðum í styrk og liðleikaæfingum ásamt þrýstinuddi er ég á hraðri leið til þess að endurheimta mína æskuheilsu.

Stefán er áreiðanlegur, drifin og afskaplega flinkur í sínu fagi og fær hann mín hæstu meðmæli.

Pálmi Gunnlaugur Hjaltason , Fyrrum spítukal

 

„Stefán Tómas Þórarinsson sjúkraþjálfari fær mín bestu meðmæli. Kom til hans eftir að hafa þróað með mér ýmis axlar- og bakvandamál eftir áratuga vinnu fyrir framan tölvskjá. Hann var mjög fljótur að greina rót vandans og vinna út frá því.Stefán kann sitt fag í sjúkraþjálfun“

Guðmundur Sigfinnsson

Stefán er besti sjúkraþjálfari sem ég hef farið til. Hann hefur einstaklega góða nærveru og það er alltaf gaman að koma til hans. Hann er einstaklega vel að sér og gefur sér tíma til þess að útskýra hvað er að svo ég hafi betri forsendur til að vinna í meininu. Hann hefur augljóslega ástríðu fyrir því sem hann er að gera og gleðin er fljót að smita útfrá sér. Ég get ekki mælt meira með honum.

Rán Ólafsdóttir

Ég kom í sjúkraþjálfun til Stefáns vegna verkja í mjöðm. Eftir að hann var búinn að greina vandann þá lagði hann upp með fjölbreyttar og góðar æfingar sem skiluðu mjög góðum árangri. Öll aðstaða á staðnum er mjög góð og gott viðmót við komu.

Ingibjörg Óskarsdóttir

Ég fór til Stefáns í sjúkraþjálfun eftir að hafa farið úr lið í hné. Hann var strax mjög áhugasamur um að styrkja það og vöðvana í kringum það áður en ég færi í aðgerð til að gera endurhæfinguna eftir aðgerðina auðveldari. Hef lært að gera alls kyns upphitunar æfingar sem og styrktaræfingar fyrir hnéð sem hafa skilað sér tvímælalaust. Auk þess er hann mjög þægilegur í samskiptum, nærgætinn og skilningsríkur og alltaf stutt í húmorinn.

Jóhannes Kristófer Kristinsson

I contacted Endurheimt due to chronic pain. I am very pleased. Stefán knows his profession well and is a professional. Everything is clear and competent with him. He is polite and answers all questions. A very good physiotherapist, very sociable, finds his own approach to each person, always listens, gives recommendations and advice. This is not the first time I have visited Stefán, I trust him very much, he is a good, competent specialist and easy to work with.

Nataliia Matsurina

Stefán hefur hjálpað mér mikið, æfingarnar hans eru fjölbreyttar og gagnlegar. Ég hef fundið fyrir miklum framförum hvað varðar verki og stayrk. Æfingarnar sem Stefán gerir með mér hafa verið undirstaðan að því. Ég fæ góðar upplýsingar, fræðslu og fagmannlega nálgun.

Hulda Margrét Gunnarsdóttir

Stefán hefur hjálpað mér mjög mikið, hann hlustar á það sem ég hef að segja, greinir hverja sögu og hverjar afleiðingarnar eru á líf mitt vegna verkja. Ég fékk því sérhæfða meðferð og þjálfun sem höfðaði að mér. Meðferðin hefur skilað miklum árangri og er farin að sjá nýtt líf án verkja.

Þórey Ósk Arndal Gunnarsdóttir