Stefán Tómas Þórarinsson

Löggildur sjúkraþjálfari

Ég hef töluverða persónulega reynslu af því að ganga í gegnum meiðsli og erfið veikindi, m.a. fékk ég krabbamein 2020 og hef slitið krossband 2022. Mér finnst þessi reynsla gera mig betur í stakk búinn til þess að aðstoða fólk við að hefja þjálfun eða koma sér af stað aftur eftir veikindi eða slys.

Ég hef þjálfað handbolta í 10 ár og sinnt styrktarþjálfun og hópþjálfun unglinga í mörg ár. Og hef persónulega reynslu af íþróttameiðslum og endurhæfingu.

Sérstök áhugasvið við sjúkraþjálfun: stoðkerfisverkir, bráð meiðsli, bæklunarsjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun og  fyrirbyggjandi þjálfun.

Helstu áhugamál

  • Ég elska að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og er sífellt að leita lausna og kynna mér nýjustu fræði og rannsóknir.
  • Ég legg mikla áherslu á að vinna í rót vandans í stað þess að vera sífellt að slökkva elda eða ná skammtíma árangri við lausn vandans.
  • Mér finnst heildræn nálgun og að hlusta á einstaklinginn gríðarlega mikilvægt.
  • Fræðsla og ábyrgð á eigin heilsu er lykillinn að árangursríkri meðferð

Ég býð upp á sjúkraþjálfun með og án beiðni og fara tímpantanir fram í s. 565 5500.

Menntun og námskeið

MSc. sjúkraþjálfun 2023

BSc. sjúkraþjálfun 2021

ÍAK einkaþjálfari 2018

ÍSÍ þjálfari

HSÍ þjálfari