Sigrún Baldursdóttir

Sjúkraþjálfari BSc, MT´c og lýðheilsufræðingur MPH

Ég er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur, já og svo tók ég sérfræðigráðu í manual therapy líka.  Ég hef helgað mig gigtarfólki og mitt sérsvið er einkum fólk með vefjagigt enda rak ég Þraut – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma á annan áratug og hef haldið úti vefsíðunni www.vefjagigt.is í rúm 16 ár.

Ég þjónusta fólk með langvinna verki, vefjagigt og síþreytu. Ég legg áherslu á að meta og mæla heilsufarsástand, fræða og setja upp endurhæfingaráætlanir byggðar á gagnreyndum vísindalegum niðurstöðum.  Ég mun einnig bjóða upp á fjölbreytt námskeið (Sjálfshjálparskólinn) og hópþjálfun. Sjá á forsíðu Endurheimtar.

Sérsvið

Vefjagigt og tengdir sjúkdómar

Börn og ungmenni með langvinna verki

Hópþjálfun – Vefjagigtarleikfimi

Sjálfshjálparskólinn fræðslusetur

Menntun og námskeið

Starfsferill

1999- 2023
Sjúkraþjálfun Styrkur ehf.
Sjúkraþjálfari, stofnandi og eigandi  fyrirtækisins ásamt 6 öðrum sjúkraþjálfurum

2007- 2023

Þraut ehf – miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma
Framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Þrautar

2007-
Stofnandi og eigandi www.vefjagigt.is

1994-
Háskóli Íslands
Stundakennari í Læknadeild við Námsbraut í sjúkraþjálfun

1991-1998
Gigtarfélag Íslands
• Hópþjálfun fyrir fólk með gigt
• Fræðslunámskeið fyrir fólk með vefjagigt og aðstandendur þeirra
• Leiðbeinandi á sjálfshjálparnámskeiðum fyrir fólk með gigt

1990-1999
Máttur sjúkraþjálfun ehf.
Sjúkraþjálfari
Hópþjálfun

1988-1989 
Landspítali – Gigtardeild
Sjúkraþjálfari

Hefur haldið fjölda fyrirlestra og fræðslunámskeið um vefjagigt fyrir heilbrigðisstéttir og skrifað
greina í blöð og fræðslurit.

Menntun

2007
Háskólinn í Reykjavík – Meistarapróf í lýðheilsufræðum, MPH
Lokaverkefni: www.vefjagigt.is

2000
University of St. Augustine, Florida. Manual Therapy certfication, MT´c.
Framhaldsnám í greiningu og meðferð á hrygg og útlimaliðum

1988
Háskóli Íslands – Læknadeild – BSc próf í sjúkraþjálfun

1983-1984
Háskóli Íslands. Hjúkrunarfræði, 30 einingar

Hefur farið á fjölda námskeiða og reglulega farið á gigtar- og verkjaráðstefnur.