Kjartan Hrafn Loftsson

Læknir

Ég út­skrifaðist úr lækna­deild HÍ árið 2007 og hef­ unnið sem heilsu­gæslu­lækn­ir í tæpan áratug, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Einnig hefur ég verið trúnaðarlækn­ir fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, lækn­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­um og rann­sókn­ar­lækn­ir hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Haustið 2020 hóf ég störf sem lækn­ir hjá stafræna heilbrigðisfyrirtækinu Si­dekickHealth og vann þar við uppsetningu á rannsóknum og klínískri þóun stafrænna meðferðarúrræða fyrir langvinna sjúkdóma.

Frá 2014 hefur ég verið sér­stak­lega áhuga­sam­ur um áhrif lífs­stíls á heilsu og sjúkdóma, en jafnframt að komast að rót vandans þegar það er mögulegt og beita lífsstílsúrræðum sem oftar en ekki hafa áhrif á mörg einkenni. Öll erum við mismunandi og því er oft nauðsynlegt að sérsníða meðferð að hverjum og einum. Fyrir marga snýst lífsstíll um bætta heilsu á efri árum og þar með forvörnum eða vinna að því að seinka aldurstengdum sjúkdómum en fyrir aðra getur lífsstílsmeðferðin snúið við þróun þeirra, minnkað þörf fyrir lyf og bætt lífsgæði (aukin orka og betri líðan).

Kjartan og Tekla hefja störf hjá Endurheimt á næstunni – skráning á biðlista

Einnig er hægt að komast á biðlista með því að hringja í Endurheimt 565 5500

Verðskrá

Kynningartími/Intro – 15 mín – verð 

  • Samtal um markmið og væntingar.
  • Ráðgjöf um næstu skref og gróf áætlun.

Fyrirbyggjandi heilsa & Efnaskipti og heilsa – 30 mín – verð 

  • Efnaskipti í fókus. Blóðsykur, insúlín, heilaheilsa, fituforði og vöðvamassi eru efnistök í forgrunni.
  • Hentar fyrir afmörkuð vandamál eins og almenn fyrirbyggjandi uppvinnsla, hár blóðþrýstingur, sykursýki tegund 2, efnaskiptavilla, blóðfituröskun, forstig sykursýki, hjarta/æðasjúkdóma og bæta andlega heilsu.+
  • Stöðumat á efnaskiptaheilsu og ákvörðun um rannsóknir.
  • Grunnatriði lífsstílslækninga kennd og drög að meðferðaráætlun.
  • Endurkoma áætluð innan 2ja vikna fyrir niðurstöður rannsókna og ítarlegri meðferðaráætlun.

Alhliða stöðumat – 50 mín – verð 

  • Hentar fyrir flóknari heilsufarsvandamál þar sem leitað er að rót vandans.
  • Ítarleg greining á heilsu – virkni og andlegri líðan.
  • Áætlun fyrir rannsóknir og spurningalista.
  • Grunnatriði meðferðar kynnt.
  • Endurkoma áætluð innan 2-3 vikna.

Einstaklingsmiðuð meðferðaráætlun – 30 mín – verð 

  • Framhaldstími eftir rannsóknir.
  • Farið yfir niðurstöður úr blóðprufum og öðrum rannsóknum eftir sem við á.
  • Meðferðaráætlun útbúin.
  • Samantekt og eftirfylgd ákveðin.

Eftirfylgd og endurmat – 20 mín – verð 

  • Endurmat á árangri og markmiðum.
  • Eftirfylgd á lífmerkjum (biomarkers), rannsóknum og spurningalistum.

Stuttur tími/ráðgjöf – 20 mín – verð 

  • Sérstaklega fyrir þá sem eru í meðferð hjá heilsumiðstöð Endurheimtar.
  • Mat á stöðu og frekari úrvinnslu eftir þörfum.