Árni Kristjánsson

Yoga Nidra kennari

,,Það er mikilvægt að gefa sjálfum sér tíma reglulega til að slaka á. Ég vil bjóða þér að njóta Yoga Nidra á stað þar sem þér líður vel og þar sem þú getur komið þér vel fyrir. Yoga Nidra er djúpslökun sem ég leiði og þú fylgir eftir þínum hentugleikum. Þessi stund er fyrir þig.”

Árni Kristjánsson er leikstjóri og Yoga nidra kennari. Hann hefur leiðbeint og kennt leiklist, tjáningu, skapandi skrif og listræna framsetningu til fjölda ára, jafnt fulloðnum sem börnum. Hann hefur einnig skrifað töluvert og leikstýrt fyrir svið. Árni er ungliða- og aðgerðarstjóri við Íslandsdeild Amnesty International, meðfram kennslu og föðurhlutverkinu, en hann á tvö börn, Ylfing 4 ára og Vordísi 1 árs.

Sumarið 2020 lauk Árni Yoga Nidra kennaranámi hjá hinum virta Matsyendra Saraswati, og haustið eftir stofnaði hann Yoga nidra heimaástundum fyrir bæði fullorðna og börn, Yoga Nidra Heima.

Menntun

2021 Verkefnastjórnun og leiðtogafærni, Endurmenntun HÍ
2020 Yoga Nidra kennaranámskeið hjá Matsyendra Saraswati
2016 MA í Leikstjórn frá Bristol Old Vic
2009 Almenn kennsluréttindi frá Háskóla Íslands
2008 BA í Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands