Laus aðstaða

Laus aðstaða fyrir sjúkraþjálfara, nuddara, sálfræðing, lækni, félagsráðgjafa eða annan meðferðaraðila.
Meðferðarherbergi:

Hjá okkur er laust meðferðarherbergi – frá tveimur dögum í viku upp í fullt herbergi. Herbergið er fullbúið með skrifborði, stól, hyrslu, meðferðarbekk (ef þörf er á). Huggulegt herbergi sem hentar sjúkraþjálfara, nuddara, lækni, sálfræðing eða örðum fagaðila. Sanngjörn leiga.

Við bjóðum einnig leigu á salnum okkar:

Salurinn rúmar 10-12 manns í æfingum og er bjartur og hlýlegur.

  • Íþróttasalur – einkaþjálfun
  • fyrirlestrarsalur
Íþróttasalur:

Frábær aðstaða fyrir þig ef þú ert með litinn hóp í þjálfun og vantar aðstöðu. Salurinn er vel búinn fyrir t.d rólega tíma eins og yoga, bandvefslosun, og yoga nidra.

Í salnum er einnig að finna allan þann æfingarbúnað sem þörf er á s.s lóð, TRX, 15 kg stöng, teygjur, dýnur, bolta og fleira. Fullkominn salur fyrir einkaþjálfara sem býður upp á hópþjálfun.

Fyrirlestrasalur:

Í salnum er stór skjár og 25 stólar sem hægt er að stilla upp fyrir fyrirlestur. Einnig erum við með 8 borð og því hægt að bjóða upp á námskeið fyrir 16 manna hópa sem sitja við borð.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar, fullum trúnaði er heitið.

Linda@endurheimt.is