Skilmálar

www.endurheimt.is

Endurheimt- Heilsumiðstöð, kt 510908-0310, Brunnstígur 2, 220 Hafnarfirði. Allar upplýsingar á vefsvæðinu www.endurheimt.is, þar með talið verð, lýsing á þjónustu og fleira eru birtar með fyrirvara um villur.

Endurheimt – Heilsumiðstöð áskilur sér rétt til að hætta við námskeið/fjarþjálfun t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þó mun verðið alltaf haldast á því tímabili sem þú hefur keypt þér þjónustu/vöru.

Afhending vöru
Allar skráningar á námskeið/fjarþjálfun eru afgreiddar ekki seinna en næsta virka dag eftir pöntun og þeim svarað með tölvupósti til staðfestingar.

Viðkomandi fær aðgang að námskeiðsgögnum þann dag sem námskeið hefst í gegnum netið.

Skuldbinding
Þegar námskeið/fjarþjálfun hefst er ekki hægt að fá þjónustuna endurgreidda. Í mjög sérstökum tilvikum er hægt að gefa færi á því að eiga inni þá þjálfun sem viðkomandi hefur skráð sig í ef að minna en vika er liðin frá því tímabilið hófst. Hvert tilfelli er skoðað með tillit til aðstæðna og möguleiki er á að beðið sé um læknisvottorð.

Gölluð vara
Ef um galla er að ræða hefur eitthvað misfarist í rafrænni afhendingu. Í slíkum tilfellum er varan afhent á ný.

Greiðslumáti
Hægt er að greiða fyrir fjarþjálfunaráætlanir með öllum helstu greiðslukortum. Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Valitor

Logo Visa og MasterCard, ef boðið er upp á móttöku á debetkortum þá þarf líka að vera logoið fyrir Visa Electron og Maestro. Best er að googla logoin því að þau eru mismunandi og mismunandi hvaða logo söluaðilar vilja nota.

Trúnaður
Seljandi, Endurheimt- Heilsumiðstöð heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Líkamlegt ástand
Viðskiptavinur æfir á eigin ábyrgð. Hann ber ábyrgð á að ráðfæra sig við lækni áður en hann hefur þjálfun ef ástaða er til. Endurheimt- Heilsumiðstöð er á engan hátt bótaskylt komi til meiðsla eða veikinda.

Rauðir dagar
Endurheimt- Heilsumiðstöð áskilur sér rétt til þess að hafa lokað á rauðum dögum.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi eða Héraðsdómi Reykjaness. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru án virðisaukaskatts og eru endanleg verð þar sem eðli vöru sem boðið er upp á fellur undir skilgreiningu um líkamsrækt/ sjúkraþjálfun sem samkvæmt lögum er undanþegin virðisaukaskatti. Reikningar vegna kaupa á þjónustunni eru því gefnir út án virðisaukaskatts.

Tímabókarnir

Kirkjulundur 19, 210 Garðabær

linda@lindagunn.is

Sími 832-0404

„Attention to health is life’s greatest hindrance“ Plato
Linda

Umsagnir

[

Edda S. Jóhannsdóttir

Mög góð nálgun og skilningur. Góðar upplýsingar og hagnýtar. Góð hvatning og jákvæður stuðningur. Ávallt hægt að spyrja spurninga. Mikil og góð orka sem Linda gefur frá sér. Hlakka til að mæta í hvert skipti

[

Héðinn Hákonarson

Hef þegar mælt með námskeiðinu við nokkra. Mjög traust að hafa fagmann í val á æfingum. Fræðslan kom skemmtilega á óvart 

[

Hafdís Björgvins

Námskeiðið hefur hjálpað mér mjög mikið bæði andlega og líkamlega, ég er glaðaari og svo er stóri plúsinn að kílóin fara niður á viktinni. Takk kærlega fyrir, þú ert frábært

[

Kolbrún Tobíasdóttir

Linda hefur góðan skilning á heilsu og andlegum vandamálum og vinnur vel með alla þætti til uppbyggingar

[

Elísabet Ágústsdóttir

Frábært námskeið sem hefur hjálpað mér mjög mikið. Gott fyrir alla sem eiga við orkuleysi og verki að stríða, einnig ef um svefnvandamál er að ræða. Besta námskeið sem ég hef farið á lengi