VACUMED® – Hendur
Meðferðin fer þannig fram að þú situr í þæginlegum stól með annan handlegginn inn í hólki, við pössum vel upp á að þér líði sem best á meðan meðferðinni stendur.
Þessi meðferð sem býðst í tækinu er algjörlega óviðjafnanleg og framúrskarandi á sviði endurhæfinga við krónískum verkjum, bólgum og bjúg.
Meðferðin byggist á jöfnu, taktföstu þrýstings- og lofttæmisnuddi æðakerfisins. Með lofttæmiþrýstingsnuddinu tekst á lífeðlisfræðilegan hátt að auka blóðstreymið staðbundið og sogæðakerfið nær betur að starfa og endurnýja sig.
Meðhöndlunarbreyturnar byggjast á mismunandi löngum hléum á milli undirþrýstings og þrýstings sem og mismunandi styrkleikaprógrömmum sem hægt er að velja í tækinu. Í gegnum þetta ferli er hægt að örva virkni slagæða, æða og sogæða á mismunandi hátt.
Meðferðin er eingöngu í boði hjá okkur í Endurheimt – Heilsumiðstöð og er einstaklega gagnleg fyrir konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlæga eitla og brjóst. Meðferðin eykur sogæðaflæði og hjálpar til við að losa bjúg og bólgur.
Meðferðin hefur reynst vel fyrir:
- Bólgur
- Carpal tunnel
- Tennis/ golf olnboga
- Bjúg í handlegg
- Skert blóðflæði
- Raynaud – hvítir fingur
Óska eftir tíma í Vacumed – aukin endurheimt