Vagus taugin er ein af mikilvægustu taugum líkamans og gegnir lykilhlutverki í mörgum lífeðlisfræðilegum ferlum. Hún er langlegrasta taug líkamans og hefur áhrif á mörg líffæri, þar á meðal hjarta, lungu, meltingarfæri og einnig á taugakerfið. Vagus taugin tilheyrir sefkerfinu (e. parasympatíska taugakerfinu) sem stjórnar hvíldar- og meltingarferlum líkamans og hjálpar til við að viðhalda jafnvægi og slökun.

Hvernig vagus taugin virkar

Vagus taugin fer frá heila til ýmissa líffæra, þar á meðal hjarta, lungu, maga og þarma. Hún hefur áhrif á sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar ómeðvituðum ferlum líkamans, svo sem hjartslætti, öndun, meltingu og bólgumyndun. Vagus taugin er mikilvæg þegar kemur að því að bæla uppörvunarferla sem stýra „fight or flight“ viðbrögðum og auka „rest and digest“ ferla, sem stuðla að ró og slökun.

Hún getur einnig haft áhrif á heila okkar, þar sem hún er tengd við taugasvið sem stjórna streitu, kvíða og andlegri vellíðan. Þegar vagus taugin virkar á réttan hátt, stuðlar hún að betri líkamsrækt, hvíld og endurheimt.

Hvernig á að örva vagus virkni?

Að örva vagus taugina getur haft jákvæð áhrif á heilsu okkar og vellíðan. Hér eru nokkrar leiðir til að örva vagus virkni og stuðla að ró og jafnvægi:

  1. Öndunæfingar: Djúpur andadráttur er einn af áhrifaríkustu þáttum til að örva vagus taugina. Þetta getur hjálpað til við að hægja á hjartslátti og auka slökun. Til dæmis er 4-7-8 öndunaræfingin mjög vinsæl:
    • Andaðu inn í 4 sekúndur
    • Halda andanum í 7 sekúndur
    • Andaðu út í 8 sekúndur.

 Þetta örvar vagus taugina og getur komið jafnvægi í taugakerfið.

  1. Söngur: Þegar við syngjum og hummum getum við hjálpað til við að örva vagus taugina. Þetta er vegna þess að söngur  kallar fram titring og sveiflu í vélindanu og raddböndum, sem eru tengd við vagus taugina.
  2. Kæling: Köld sturta, sjóböð, kaldur pottur eða skvetta köldu vanti á andlit getur örvað vagus taugina.
  3. Nuddaðu eyrun: Vagus taugin tengist einnig ytri hluta eyrans. Það hefur verið sýnt fram á að mjög mild og róleg nudd/strokur við eyru, háls og andlit getur örvað vagus taugina og bætt jafnvægi.
  4. Hugleiðslur og slökun: Hugleiðslur og öndunaræfingar stuðla að ró og geta hjálpað til við að örva vagus virkni.
  5. Jákvæð félagsleg tengsl: Félagsleg tengsl, eins og að tala við vin, knúsa eða einbeita sér að jákvæðum félagslegum samskiptum, getur einnig hjálpað til við að örva vagus taugina. Félagsleg samskipti og góð samvera eykur virkni sefkerfis og stuðla að slökun.

Ávinningur af örvun vagus taugunnar:

  • Minni streita og kvíði: Vagus örvun hjálpar við að bæla streituviðbrögð og minnkar virkni drifkerfis (e. sympatyska taugakerfisins, sem stjórnar bardaga viðbrögðum).
  • Betri melting og sterkara ónæmiskerfi: Vagus taugin gegnir einnig hlutverki við að bæta meltingu og stuðla að bættui ónæmiskerfi.
  • Bætir svefn: Aukin virkni vagus tauginnar getur stuðlað að betri svefni og hjálpað til við að róa líkama og huga fyrir svefn.
  • Bætt geðheilsa: Áhrif vagus örvunar hafa einnig verið tengd við betri andlega vellíðan.

Örvun vagus tauginnar er því mikilvæg leið til að bæta almenna heilsu og ró líkamans. Regulegar æfingar sem örva vagus taugina, með sjálfsnuddi, öndunaræfingum eða öðrum leiðum, geta haft langvarandi jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega vellíðan.