Stirðir karlar

Stirðir karlar

Stefán sjúkraþjálfari er að byrja með hóptíma fyrir stirða og stífa kalla sem eru orðnir þreyttir á verkjum og hreyfingarleysi. Lagt verður upp með að hafa skemmtilega og létta tíma með fókus á liðkandi æfingar, hreyfanleika æfingar og léttar styrktaræfingar.

Markmið með þjálfuninni er að auka líkamlega færni, minnka verki og stífleika í líkamanum auk þess að koma mönnum aftur í rútínu með hreyfingu eða byrja aftur eftir pásu.

Pláss er fyrir 8 manns.

Tími: Fimmtudagar 15:00-16:00

Nánari upplýsingar veitir: Stefán Tómas Þórarinsson – Sjúkraþjálfari

stefan@endurheimt.is

Skráning í hóp

Vinsælast undanfarið