Stoðkerfisleikfimi
Stoðkerfisleikfimi
Vikudagar:
mánudagar, miðvikudagar klukkan 9:30 – 10:20 (hjá Lindu) og 16:30-17:20 (hjá Stefáni)
og föstudagar klukkan 9:30 – 10:20 (hjá Lindu)
Hefst: Hægt að byrja í hóp hvenar sem er.
Fullt er í hópinn hennar Lindu sem hefst aftur í janúar 2025 en hægt er að fylla út skjalið hér að neðan og óska eftir að vera á biðlista.
Kennarar: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari kennir morgunhópinn, hún hefur áratuga reynslu af þjálfun. Stefán Þórarinsson sjúkraþjálfari kennir seinnipartshópinn tímarnir hans eru fjörugir og skemmtilegir og þú getur treyst því að vera í góðum höndum hjá okkur.
Markmið:
Auka styrk, liðleika, þol og minnka streitu.
Um námskeiðið:
Hópurinn hittist á mánudögum og miðvikudögum þar sem gerðar eru öruggar æfingar sem eru kenndar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Hámark 10 þátttakendur í hverjum hóp tryggir að hver og einn fái þá persónulegu nálgun og þjónustu sem hann þarf. Passað er vel upp á viðeigandi álagsstig hjá hverjum og einum og hentar því námskeiðið bæði byrjendum jafnt sem lengra komnum.
Á föstudögum er tíminn rólegur og byggist hann upp á flæðisæfingum, bandvefslosun með nuddboltum og leiddri slökun í lok tímans. Dásamleg slökun inn í helgina.
Fyrir hvern:
Ef þú vilt æfa í rólegu umhverfi þá er Endurheimt rétti staðurinn… Við erum staðsett í umhverfisvottuðu húsnæði sem þýðir að hjá okkur eru ekki notuð ilmefni og þeir sem eru að jafna sig eftir umhverfisveikindi eru öruggir hjá okkur.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja byggja upp styrk og þrek, þeim sem glíma við stoðkerfisverki og vilja örugga leiðsögn sjúkraþjálfara. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga með vefjagigt og orkuleysi.
Í hnotskurn ..
- æft er undir leiðsögn sjúkraþjálfara þar sem gerðar eru öruggar og fjölbreyttar æfingar.
- lögð er áhersla á rétta líkamsbeytingu og viðeigandi álagsstig fyrir hvern og einn.
- þessi hópur er fyrir þig ef þú ert með stoðkerfisverki, orkuleysi, vefjagigt og vilt vandaða og örugga þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
- er æft í fámennum hópi (hámark 10) til þess að tryggja að allir nái þeim árangri sem þeir óska sér!
Í þessum tímum er notuð beiðni til sjúkraþjálfara, (hóptímagjaldliður).
Skrá mig í hóp