Kynningarfundur
Kynningarfundur

Kynningarfundur – aðgangur ókeypis
Endurheimtu orkuna
8 ágúst
klukkan 12:30 í Endurheimt Heilsumiðstöð
Þráir þú meiri orku, bættan líðan og betri svefn — en veist ekki hvar þú átt að byrja?
Við vitum að það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið.
Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari, býður þér á kynningarfund um námskeiðið Endurheimtu orkuna, sem haldinn verður 8. ágúst kl. 12:30
Markmið okkar er að styðja þig í að endurheimta heilsuna, orkuna og jafnvægið.
Linda hefur þróað þetta námskeið út frá sinni víðtæku reynslu, og leiðir þátttakendur áfram skref fyrir skref með stuðningi, æfingum og fræðslu.
Námskeiðið hentar fólki sem t.d.:
• Glímir við kulnun eða mikla streitu
• Er með meltingarvandamál eða svefnleysi
• Er með vefjagigt eða langvarandi orkuleysi
Árangur sem þátttakendur hafa upplifað:
• Meiri orka
• Minni verkir
• Bætt melting og minna ummál
• Betri svefn
• Aukið heilsulæsi
• Bætt andleg líðan
• Meira streituþol
________________________________________
Kynningarfundur – aðgangur ókeypis
Endurheimt – eftir umhverfisveikindi
8 ágúst
klukkan 14:30 í Endurheimt Heilsumiðstöð
klukkan 16:00 ZOOM kynning
Hefur þú unnið eða búið í rakaskemmdu og mygluðu húsnæði?
- Ert þú að glíma við heilsubrest eftir viðveruna?
- Færðu ekki hlustun eða skilning frá þínum nánustu/vinnuveitanda eða lækni?
- Vilt þú fá ráðleggingar, valdeflingu og ráð til að endurheimta orkuna þína aftur?
- Þráir þú meiri orku og bættan líðan – en veist ekki hvar þú átt að byrja?
Við vitum að það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið. Markmið okkar er að styðja þig í að endurheimta heilsuna, orkuna og jafnvægið.
Linda mun kynna námskeið Endurheimt eftir umhverfisveikindi sem hún hefur þróað og haldið í 4 ár með góðum árangri þar sem hún leiðir þátttakendur áfram skref fyrir skref með stuðningi, æfingum og fræðslu.
Linda þróaði námskeiðið út frá sinni eigin reynslu eftir veikindi tengd viðveru í rakaskemmdu húsnæði en einnig hefur hún sótt þekkingu og námskeið erlendis frá til að dýpka þekkingu sína á umhverfisveikindum.
Um leiðbeinanda:
Linda Gunnarsdóttir er löggiltur sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar. Hún hefur þróað og haldið utan um þetta námskeið í 9 ár með frábærum árangri. Linda hefur starfað sem sjúkraþjálfari í 18 ár og leggur ríka áherslu á heildræna og einstaklingsmiðaða nálgun.
Við viljum kynnast þér, sýna þér aðstöðuna og kynna námskeiðið fyrir þér – endilega skráðu þig hér fyrir neðan.