Endurheimtu orkuna – app aðgangur
Endurheimtu orkuna – app aðgangur
16.900 kr.
Um Lindu
Hæ ég heiti Linda!
Síðan ég man eftir mér þá hef ég haft áhuga á heilsu, matarræði og andlegri heilsu, Það var þó ekki fyrr en ég missti sjálf heilsuna að ég áttaði mig almennilega á því hvað það skiptir ótrúlega miklu máli að vinna með alla þessa þætti saman til þess að eiga möguleika á að ná heilsunni aftur til baka. Mín veikindi hafa gert mig að manneskjunni og meðferðaraðilanum sem ég er í dag.
Ég stofnaði Endurheimt og þróaði námskeiðið Endurheimtu orkuna með þá von að getað hvatt aðra og leiðbeint í átt að bættri heilsu.
Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 2008 og á undanförnum árum hef ég sótt fjöldann allan af námskeiðum og ráðstefnum um allan heim. Nú stunda ég diploma nám í Functional Medicine e við Functional Medicine University í Bandaríkjunum. Í því námi er einmitt lögð áhersla á að hjálpa fólki að finna rót vandans og vinna að heildrænni meðferð í átt að bættri heilsu.
Sagan mín
Ég er tveggja barna móðir og bý í Hafnarfirði með manninum mínum. Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu og matarræði. Ég æfði mikið sem barn, allskonar íþróttir og var alltaf ágæt í öllu en entist aldrei í neinu einu – sem í rauninni skiptir ekki máli því fyrir mig er hreyfing lífið en áherslan var aldrei að verða afrekskona í einhverri einni íþrótt.
Ég hef alltaf haft þörf á að vinna með fólki, mér finnst gaman að tala við fólk og hlusta og fólk hefur alltaf leitað til mín með sín vandamál. 2002 lærði ég einkaþjáfarann og fannst frábært að getað hjálpað fólki að ná sínum markmiðum en ég fann það fljótt að mig þyrsti í meiri þekkingu um mannslíkamann og skráði mig í nám í sjúkraþjálfun. Þegar ég hafði starfað sem sjúkraþjálfari í nokkra mánuði fann ég að þetta var ekki alveg það sem ég hafði haft í huga – mér fannst vanta heildrænni nálgun í meðferðina. Stuttu eftir útskrift var ég strax farin að vinna hálfgerða “færibanda” vinnu og mér líkaði það ekki.
Ég var svoldið leitandi, lærði heilun, dáleiðslu og Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Ég fann það strax að þar var ég komin inn á línu sem ég gat sætt mig við að vinna með – heildræn nálgun þar sem horft er á líkama og sál sem eina heild.
Ég vann í mörg ár samhvæmt þessari nágun og líkaði vel en þegar ég sjálf missti heilsuna 2014 þá fór ég að lesa mér enþá meira til um hvað matarræðið og afeitrun líkamans hefur gríðarlega mikið að segja til þess að ná heilsunni aftur í gott horf. Ég fór að horfa meira til þátta í umhverfinu sem hafa áhrif á heilsuna, hvað ber að varast og hvað við getum sjálf gert til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna okkar. Ég hef loksins fundið nám sem tekur á öllum þessum þáttum og kallast það Functional Medicine.
Functional Medicine meðferðaraðili hjálpar fólki að finna mögulega rót vandans en ekki plástra á einkennin. Ef við finnum út hvað er að valda breytingum á t.d hormónakerfinu, hvað er að valda exeminu eða heilaþokunni þá fyrst er hægt að laga orsökina og losna við einkennin.
Ég hef ótrúlega gaman að því að læra meira og meira um okkar frábæra líkama og hvernig öll kerfin okkar vinna saman. Ef eitt kerfi vinnur ekki rétt þá hefur það áhrif á allan líkamann. Við getum hugsað þetta eins og mörg tannhjól sem vinna saman – ef eitt bilar þá hætta hin tannhjólin að virka líka.
Ég er ótrúlega spennt og þakklát fyrir vinnuna mína og get í einlagni sagt að ég er heppin að vinna við mitt helsta áhugamál.
ENDURHEIMTU ORKUNA® aðgangur að glæsilegu appi, þróað og hannað af Lindu sjúkraþjálfara.
Þú getur byrjað strax í dag að endurheimta orkuna þína.
Endurheimtu orkuna er heildrænt námskeið þar sem farið er vel yfir leiðir til að bæta lífstíll og heilsu venjur á árangursríkann, öruggan og einfaldan hátt.
Námskeiðið hentar þér ef..
- þú vilt taka til í mataræðinu og vilt skýrar leiðbeiningar, uppskriftir og leiðsögn.
- þú vilt læra markvissar og einfaldar leiðir til að tileinka þér heilbrigðari lífsvenjur sem virka.
- þú ert að hefja þitt heilsuferðalag og vilt faglega leiðsögn.
- ef þú vilt fá aðgang að heimaæfingum, hugleiðslum og fræðslu í gegnum app nákvamlega þegar þér hentar.
ef þú ert að glíma við..
- orkuleysi
- svefnleysi
- bólgur
- stoðkerfisverki
- meltingar ónot
- fæðuóþol
- uppþembu – hægðartregðu eða niðurgang
..þá er ENDURHEIMTU ORKUNA® námskeiðið fyrir þig.
—
VIKA 1 – Farið er vel yfir streitukerfi líkamans og leiðir til þess að minnka streitu.
VIKA 2 – Farið er yfir tengsl mataræðis og líðan. Kenndar leiðir til að tileinka sér strax.
VIKA 3 – Svefn er grunnur að heilsunni, kenndar eru árangurríkar og einfaldar leiðir til að bæta svefn.
VIKA 4 – Kenndar eru leiðir til þekkja umhverfið sitt betur, vanda valið t.d á matvælum, snyrtivörum.
Aðgangur að appi þar sem er að finna heilsufyrirlestra og hvatningu, upptökur af heimaæfingum, slökunar og hugleiðsluæfingum, uppskriftabók og margt fleira.
Kennari: Linda Gunnarsdóttir, lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar. Hún er jákvæð, hvetjandi og brennur fyrir að hjálpa þér í þínu heilsuferðalagi. Linda hefur bætt við sig ótal námskeiðum í heildrænni nálgun og stundar nám í Functional medicine.
—
Námskeiðið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.