Netnámskeið – app

Netnámskeið – app

16.900 kr.

ENDURHEIMTU ORKUNA® 

Fjögurra vikna netnámskeið/app þróað og hannað af Lindu sjúkraþjálfara. 

Endurheimtu orkuna er heildrænt námskeið þar sem farið er vel yfir leiðir til að bæta lífstíll og heilsu venjur á árangursríkann, öruggan og einfaldan hátt.

Þú færð aðgang að ýtarlegu netnámskeiði/appi þar sem lögð er áhersla á fræðslu, valdeflingu og kenndar eru leiðir til að róa taugakerfið.

Kosturinn við það að fá aðgang að öllu efninu á netinu er að þá getur þú horft á efnið á þínum hraða og nákvamlega þegar þér hentar.

 

Eftirfarandi er innifalið í námskeiðinu:

  • Aðgangur að netnámskeið/appi með ítarefni, fræðslu og tólum til valdeflingar sem þú getur farið í gegnum á eigin hraða, fræðsla um heildræna nálgun, leiðir til að auka streituþol, meltingar og næringar upplýsingar, uppskriftarbók, almenn bætiefnaráðgjöf og skref fyrir skref ráðleggingar til að auka orku, róa taugakerfið og stuðla að valdeflingu. Leiddar hugleiðslur, markmiðasetning, vagus æfingar, heimaæfingar og fleira.
  • 15% afsláttur af bætiefnum frá Heilsubarnum.
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hóp þar sem sett er inn regluleg fræðsla og stuðningur. Einnig er hægt að nýta hópinn fyrir spurningar.

 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari mun halda utan um hópinn og stýrir fræðslunni á appinu og í lokaða Facebook hópinum. Linda veiktist sjálf eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði og hefur sjálf fundið leið til bættrar heilsu og miðlar nú áfram þekkingu sinni. Linda hefur sl 22 ár unnið að því að efla heilsu fólks og hjálpar fólki sem er að vinna sig úr mikilli streitu að endurheimta orkuna sína á ný.  Linda stofnaði Endurheimt Heilsumiðstöð árið 2021 í umhverfisvottuðu húsnæði þar sem hún starfar sem sjúkraþjálfari og veitir heildræna nálgun í sinni meðhöndlun.

 

Nánar um netnámskeiðið/appið:

VIKA 1: Taugakerfið – Streitulosun – Endurheimt

VIKA 2: Svefnvenjur – Vagus æfingar – Bætiefni

VIKA 3: Meltingin – Mataræði – Uppskriftabók

VIKA 4: Umhverfisþættir sem hafa áhrif á heilsuna  – Valdefling

Ítarefni í appinu/netnámskeiði

  • Leiddar hugleiðslur og öndunaræfingar (hljóðupptökur)
  • Heimilið, þinn griðarstaður
  • Heima vagus æfingar til að róa taugakerfið (myndbandsupptaka)
  • Stuttar heimaæfingar undir leiðsögn Lindu sjúkraþjálfara (myndbandsupptökur)
  • Upplýsingar um bætiefni sem styðja við heilsuna (pdf)
  • Markmiðasetning í hverri viku þar sem innleiddar eru góðar heilsuvenjur án öfga.

 

Námskeiðið hentar þér ef..

  • ert að hefja endurhæfingu hjá Lindu.
  • ert í kulnun og vilt örugga leiðsögn í átt að bættri orku.
  • þú vilt taka til í mataræðinu og vilt skýrar leiðbeiningar, uppskriftir og leiðsögn.
  • þú vilt læra markvissar og einfaldar leiðir til að tileinka þér heilbrigðari lífsvenjur sem virka.
  • þú ert að hefja þitt heilsuferðalag og vilt faglega leiðsögn.
  • ef þú vilt fá aðgang að heimaæfingum, hugleiðslum og fræðslu í gegnum app sem þú getur stundað nákvamlega þegar þér hentar.

ef þú ert að glíma við..

  • orkuleysi
  • kulnun
  • svefnvandamál
  • bólgur í líkamanum
  • stoðkerfisverki
  • tímaleysi og vilt heimaæfingar og hugleiðslur.
  • meltingar ónot
  • uppþembu – hægðartregðu eða niðurgang

..þá er ENDURHEIMTU ORKUNA® námskeiðið fyrir þig.

Námskeiðið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum.

 

Vinsælt hjá Endurheimt