Umhverfisveikindi

Umhverfisveikindi

24.900 kr.

ENDURHEIMT eftir umhverfisveikindi

 

Þráir þú meiri orku og bættan líðan – en veist ekki hvar þú átt að byrja?

 

Hefur þú unnið eða búið í rakaskemmdu og mygluðu húsnæði?

  • Ert þú að glíma við heilsubrest eftir viðveruna?
  • Færðu ekki hlustun eða skilning frá þínum nánustu/vinnuveitanda eða lækni?
  • Vilt þú fá ráðleggingar, valdeflingu og ráð til að endurheimta orkuna þína aftur?

Við vitum að það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið. Markmið okkar er að styðja þig í að endurheimta heilsuna, orkuna og jafnvægið.

Það er því miður löng bið eftir einstaklings tíma í ráðgjöf hjá Lindu en þú getur skráð þig á þessari síðu og fengið aðgang að skref fyrir skref áætlun sem hjálpar þér að komast af stað í átt að bata.

Þú færð aðgang að efninu á appi (eða tölvu) og getur fylgt skref fyrir skref leiðbeiningum og stuðning á þínum hraða og nákvamlega þegar þér hentar!

 

Eftirfarandi er innifalið :

  • Aðgangur að netnámskeið/appi með ítarefni, fræðslu og tólum til valdeflingar sem þú getur farið í gegnum á eigin hraða, fræðsla um umhverfisveikindi, leiðir til að auka streituþol, meltingar og næringar upplýsingar, uppskriftarbók, bætiefnaráðgjöf og skref fyrir skref ráðleggingar til að auka orku, æfingar sem róa taugakerfið og stuðla að valdeflingu. Leiddar hugleiðslur, markmiðasetning, vagus æfingar og fleira. Aðgangur að appinu er opinn í 8 vikur og eftir það er hægt að gerast þátttakandi í ENDURHEIMT samfélaginu og greiða hóflegt mánaðargjald.
  • 25% afsláttur af bætiefnum sem mælt er með frá Heilsubarnum (athugaðu að bætiefnin eru ekki innifalin í námskeiðisgjaldi).
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hóp þar sem Linda eða aðrir fagaðilar svarar spurningum sem borist hafa þá vikuna.
  • Jafningastuðningur í Endurheimt Heilsumiðstöð fyrsta þriðjudag hvers mánaðar milli klukkan 19:30-21:00 (vinsamlega mættu án ilmefna)
  • Forgangur í einstaklings viðtal hjá Lindu sjúkraþjálfara

ENDURHEIMT samfélag: 

  • Áframhaldandi aðgangur að öllu efni á appinu (og reglulegum uppfærslum)
  • 25% afsláttur af völdum bætiefnum frá Heilsubarnum
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hóp þar sem Linda eða aðrir fagaðilar svarar spurningum (live 1x í mánuði)
  • Jafningastuðningur í Endurheimt Heilsumiðstöð fyrsta þriðjudag hvers mánaðar milli klukkan 19:30-21:00
  • Sérkjör af þjónustu í Endurheimt heilsumiðstöð
  • Forgangur í einstaklingsviðtal hjá Lindu sjúkraþjálfara

 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari heldur utan um hópinn og stýra fræðslunni á appinu og í lokaða Facebook hópinum. Linda hefur sl 22 ár unnið að því að efla heilsu fólks og hefur tekið fjölmörg námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Linda veiktist sjálf eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði og hefur sjálf fundið leið til bættrar heilsu og miðlar nú áfram þekkingu sinni.  Linda stofnaði Endurheimt Heilsumiðstöð árið 2021 sem er staðsett í umhverfisvottuðu húsnæði þar sem hún starfar sem sjúkraþjálfari og veitir heildræna nálgun í sinni meðhöndlun.

Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfæðingur og eigandi Heilsubarsins. Guðfinna hefur alla tíð haft áhuga á heilsu og eftir að hafa sjálf veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði og náð bata þá hefur hennar vinna sl ár snúið að því að efla heilsu Íslendinga með góðum heilsuvenjum og hágæða bætiefnum. Guðfinna hefur einnig sótt námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Guðfinna hefur sett saman bætiefnaráðgjöf sem getur nýst í bataferlinu.

Una Emilsdóttir læknir,  sérnámslæknir í Atvinnu og Umhverfislæknisfræði hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hvernig við getum haft áhrif á heilsu okkar með lifnaðarháttum. Una veitir þátttakendum innsýn í sýna vitnesku.

 

Ekki bíða með að fá heilsuna þína til baka – þú getur byrjað strax í dag að skilja einkennin þín og endurheimta þína orku.

Athugaðu að flest stéttarfélög endurgreiða þátttökugjald.

Vinsælt hjá Endurheimt