Umhverfisveikindi

Umhverfisveikindi

9.900 kr.

ENDURHEIMT eftir umhverfisveikindi

Þráir þú meiri orku og bættan líðan – en veist ekki hvar þú átt að byrja?

 

Hefur þú unnið eða búið í rakaskemmdu og mygluðu húsnæði?

  • Ert þú að glíma við heilsubrest eftir viðveruna?
  • Færðu ekki hlustun eða skilning frá þínum nánustu/vinnuveitanda eða lækni?
  • Vilt þú fá ráðleggingar, valdeflingu og ráð til að endurheimta orkuna þína aftur?

Við vitum að það getur verið erfitt að taka fyrsta skrefið. Markmið okkar er að styðja þig í að endurheimta heilsuna, orkuna og jafnvægið.

Yfir 4 vikna tímabil hittumst við vikulega annaðhvort í sal Endurheimtar eða á Zoom. Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari er með fræðsluerindi í hverjum tíma og sett er upp markmið fyrir komandi viku. Linda leiðir hópinn skref fyrir skref með einstaklings miðaðri nálgun.

 

Skráning er hafin á næstu námskeið, val er á milli þess að vera á staðarnámskeiði eða í fjarnámskeiði í gegnum ZOOM.

Staðarnámskeið hefst 15 ágúst og verður haldið í sal Endurheimtar og er kennt undir leiðsögn Lindu sjúkraþjálfara

klukkan 13:00-14:00

15 ágúst

22 ágúst

29 ágúst

5 september

 

ZOOM námskeið hefst 11 ágúst er kennt undir leiðsögn Lindu sjúkraþjálfara.

11 ágúst

18 ágúst

25 ágúst

1 september

 

Samhliða því að hittast í Endurheimt eða á ZOOM þá færð þú aðgang að skref fyrir skref stuðningi á appi (einnig hægt að skoða í tölvu)  þar sem lögð er áhersla á að veita þér stuðning, fræðslu, valdeflingu og kenndar eru leiðir til að róa taugakerfið.

Kosturinn við það að fá aðgang að öllu efninu á appi (eða tölvu) er að þá getur þú horft á efnið á þínum hraða og nákvamlega þegar þér hentar ef þú hefur ekki tök á að vera með í hóptímunum.

 

Eftirfarandi er innifalið í námskeiðinu:

  • Fjórir hóptímar (á staðnum eða á Zoom)
  • Aðgangur að netnámskeið/appi með ítarefni, fræðslu og tólum til valdeflingar sem þú getur farið í gegnum á eigin hraða, fræðsla um umhverfisveikindi, leiðir til að auka streituþol, meltingar og næringar upplýsingar, uppskriftarbók, bætiefnaráðgjöf og skref fyrir skref ráðleggingar til að auka orku, róa taugakerfið og stuðla að valdeflingu. Leiddar hugleiðslur, markmiðasetning, vagus æfingar og fleira.
  • 25% afsláttur af bætiefnum sem mælt er með frá Heilsubarnum (athugaðu að bætiefnin eru ekki innifalin í námskeiðisgjaldi).
  • Aðgangur að Facebook hóp þar sem sett er inn regluleg fræðsla og stuðningur. Einnig er hægt að nýta hópinn fyrir spurningar.

 

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari mun halda utan um hópinn og stýra fræðslunni á appinu og í lokaða Facebook hópinum. Linda veiktist sjálf eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði og hefur sjálf fundið leið til bættrar heilsu og miðlar nú áfram þekkingu sinni. Linda hefur sl 22 ár unnið að því að efla heilsu fólks og hefur tekið námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Linda stofnaði Endurheimt Heilsumiðstöð árið 2021 í umhverfisvottuðu húsnæði þar sem hún starfar sem sjúkraþjálfari og veitir heildræna nálgun í sinni meðhöndlun.

Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfæðingur og eigandi Heilsubarsins. Guðfinna hefur alla tíð haft áhuga á heilsu og eftir að hafa sjálf veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði og náð bata þá hefur hennar vinna sl ár snúið að því að efla heilsu Íslendinga með góðum heilsuvenjum og hágæða bætiefnum. Guðfinna hefur einnig sótt námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Guðfinna hefur sett saman bætiefnaráðgjöf sem getur nýst í bataferlinu.

Una Emilsdóttir læknir,  sérnámsklæknir í Atvinnu og Umhverfislæknisfræði hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hvernig við getum haft áhrif á heilsu okkar með lifnaðarháttum. Una veitir þátttakendum innsýn í sýna vitnesku.

 

Staðarnámskeið fer fram í Endurheimt Heilsumiðstöð sem er fyrsta og eina heilsumiðstöðin á Íslandi sem er staðsett í umhverfisvottuðu húsnæði. Við erum meðvituð um umhverfið okkar og er efnanotkun takmörkuð á staðnum og biðjum við þátttakendur að mæta ilmefnalausir (ekki með ilmvatn, krem, svitalyktaeyði, lykt frá þvottaefni eða mýkingarefni osfrv.).

 

Nánar um fræðsluna:

 

VIKA 1: Mygla – Umhverfisveikindi – Einkenni – Taugakerfið – Streitulosun – Endurheimt

VIKA 2: Svefnvenjur – Vagus æfingar – Þrautseigja – Bætiefni

VIKA 3: Meltingin – Mataræði – Uppskriftabók

VIKA 4: Umhverfisþættir sem hafa áhrif á heilsuna  – Valdefling

 

Ítarefni í appinu/netnámskeiði

  • Leiddar hugleiðslur og öndunaræfingar (hljóðupptökur)
  • Þrif eftir myglu
  • Heimilið, þinn griðarstaður – hvað þarf að skoða í hverju rými á heimilinu
  • Heima vagus æfingar til að róa taugakerfið (myndbandsupptaka)
  • Stuttar heimaæfingar undir leiðsögn Lindu sjúkraþjálfara (myndbandsupptökur)
  • Upplýsingar um bætiefni sem styðja við ferlið (pdf)
  • Markmiðasetning í hverri viku þar sem innleiddar eru góðar heilsuvenjur án öfga.

 

Ekki bíða með að fá heilsuna þína til baka – skráðu þig strax í dag!

 

Þátttöku/staðfestingargjald: 9.900 kr

Með því að greiða þátttöku/staðfestingargjald tryggir þú þér pláss á námskeiðinu og færð ótakmarkað aðgang að infra rauðum klefa á meðan námskeiðinu stendur. Fyrir hvern hóptíma (staðartíma og Zoom tíma er notuð beiðni í sjúkraþjálfun (hóptímagjaldliður), vinsamlega kynntu þér greiðsluþáttöku hér. Það gjald er greitt í lok tímabils (ef eitthvað er).

Athugaðu að flest stéttarfélög endurgreiða þátttökugjald.

Vinsælt hjá Endurheimt