Tekla Hrund Karlsdóttir
Læknir
info(hja)soundhealth.is
Almennur læknir með sérstakan áhuga og færni í að tengja saman flókin einkenni og hefur mikla heildræna yfirsýn.
Tekla útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2012 og síðan þá hefur unnið á heilsugæslu, endurhæfingardeildum á Reykjalundi og deildarlæknir á barna- og unglingageðdeild um tíma. Þá vann hún við rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu í rúm 2 ár og tók meðal annars virkan þátt í skimunum og rannsóknum á eftirköstum vegna Covid-19. Frá 2021-2023 starfaði Tekla sem læknir hjá stafræna heilbrigðisfyrirtækinu Sidekick Health við að búa til meðferðarúrræði á rafrænu formi fyrir einstaklinga með fitulifur og aðra tengda efnaskiptasjúkdóma.
Samhliða vinnu síðastliðinna ára hefur hún einnig verið meðlimur í evrópskum rannsóknarhóp á síþreytu eða EMERG (European ME Research Group). Áhugasvið Teklu á læknavísindum er breytt og spannar allt frá toppi til táar en hún hefur sökkt sér í efnaskiptaheilsu sem og tengingu hennar við ýmsa flókna fjölkerfa sjúkdóma eins og ME/CFS (síþreytu), vefjagigt, yfirhreyfanlegir liðir og POTS ofl.

