MYGLA
Móttaka, ráðgjöf og stuðningur fyrir fólk sem hefur misst heilsu vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði (mygla).
Fagaðili: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari
Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnun er viðvera í rakaskemmdu húsnæði heilsuspillandi.
Markmið með nálgun minni sem sjúkraþjálfari er að hjálpa þér að skilja umhverfisveikindi, róa taugakerfið og kenna þér leiðir til að auka orku og þrek.
Megin markmið er að hjálpa þér að finna öryggi til að takast á við daglegt líf og gefa þér verkfæri til að grípa í eftir þörfum.
Þú getur skráð þig hér á síðunni og haft verður samband við þig og þér boðinn tími sem hentar.
Þú getur komið með beiðni í sjúkraþjálfun og fengið niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands.
Upphafstími: Viðtal/spurningalistar (50 min)
- Farið er ítarleg yfir þína heilsufarsögu
- Ráðgjöf – fræðsla – markmiðasetning
Framhaldstímar (30-45 mín)
- Einstaklingsmiðuð áætlun er sett upp – getur t.d verið sjúkraþjálfun, hópfræðsla, æfingar, sogæðameðferð, infra rauður hiti.
- Fræðsla, ráðgjöf og markmiðasetning