Hámarkaðu starfsgleðina og afköst á þínum vinnustað!

Við hjá Endurheimt bjóðum upp á fyrirtækjaþjónustu fyrir þinn vinnustað. Með aukinni streitu og hraða í samfélaginu viljum við leggja okkar að mörkum og kennum við valdeflandi leiðir til þess að minnka streitu í daglegu lífi, sem auka jafnframt starfsánægu og starfsgetu.

Fyrirtæki sem huga vel að heilsu starfsmanna sinna finna fyrir því að færri enda í veikindaleyfi, veikindadögum vegna streitu og stoðkerfisverkja fækkar og starfsánægja og afköst aukast til muna.

Við sérsníðum einnig þjónustu sem hentar best þínum vinnustað/hóp.

Óskaðu eftir tilboði fyrir þinn vinnustað eða vinahóp.

Fyrirtækjaþjónusta

PAKKI 1

  • Upphafs fyrirlestur 30-45 mín. (t.d. settur inn á workplace.)
  • Aðgangur að appi með 4 vikna plani – fyrirlestrar, æfingar, mataræði, öndun
  • Aðgangur að lokuðum Facebook-hóp – lokað samfélag með peppi og áskorunum.

Fyrirlestrar í boði:

Úr streitu í Endurheimt

Í fyrirlestrinum er farið yfir streitukerfin á uppbyggilegan og valdeflandi hátt, mikilvægi þess að halda streitukerfunum í jafnvægi.

Kenndar eru öflugar leiðir til þess að minnka streitu.

Mygla – hvað svo?

Þessi fyrirlestur er haldinn fyrir vinnustaði/stofnanir/skóla þar sem greinst hefur mygla (örveru og efnasúpa). Farið er yfir heilsufarseinkenni og kenndar eru leiðir til að ná upp orku á ný.

Bætt Líkamsvitund

Í fyrirlestrinum er farið yfir góða líkamsstöðu og beitingu, stillingu á búnaði við vinnu ásamt fræðslu um þróun og áhrifaþætti verkja, meðal annars m.t.t umbreytingu frá bráðum verk yfir í langvinnan. Í lokin er stuttur verklegur þáttur þar sem farið er yfir þrjár lykilæfingar fyrir miðjuna.

Þróun sjúkdóma / heilsuleysis

Í fyrirlestrinum er farið yfir hvað liggur að baki þróun heilsuleysis / sjúkdóma. Markmiðið með fræðslunni er að auka þekkingu á þróun heilsuleysis með það fyrir augum að með aukinni þekkingu komi aukinn hvati að gera jákvæðar breytingar. Áherslan hér er á forvarnir – 1 og 2 stigs. Fyrsta stigs forvarnir fela í sér að fyrirbyggja mögulega heilsukvilla og annars stigs forvarnir miða að því draga úr áhrifum hverskyns heilsufarsvanda.

Áhrifaþættir heilsu.

Í fyrirlestrinum er farið yfir ýmsa áhrifaþætti heilsu – s.s. næringu, hreyfingu, föstur, kuldaþjálfun, saunur og öndun. Heildræn sýn á heilsu er lykilatriði m.t.t. að viðhalda og bæta heilsu okkar og þar af leiðandi auka lífsgæði okkar. Fyrirlesturinn er byggður á gagnreyndri þekkingu (evidence-based).

Leiðir til árangurs

Í fyrirlestrinum er farið yfir hvernig við getum náð árangri – áhrifaþættir m.t.t. að koma einhverju í vana verða skoðaðir. Rætt verður meðal annars um áhugahvöt og markmiðssetningu.

Fyrirtækjaþjónusta

PAKKI 2 – VINSÆLT!

  • Upphafs fyrirlestur 30-45 mín (fyrirlestur á vinnustað eða rafrænn)
  • Upphafs heilsufarsmæling (þyngd, fituprósenta, vöðvamassi), blóðþrýsingur)
  • Aðgangur að fræðslu appi með 4 vikna plani – fyrirlestrar, æfingar, mataræði/uppskriftir, leiddar hugleiðslur og öndunaræfingar
  • Aðgangur að lokuðum Facebook-hóp – lokað samfélag með áskorunum
  • Loka heilsufarsmæling (þyngd, fituprósenta, vöðvamassi), blóðþrýsingur)
  • Heildarárangur fyrirtækis kynntur

Fyrirtækjaþjónusta

PAKKI 3

  • Fyrirlestur 30-45 mín á vinnustað
  • Upphafs og loka heilsufarsmæling (þyngd, fituprósenta, vöðvamassi), blóðþrýsingur
  • Aðgangur að appi með 4 vikna plani – fyrirlestrar, æfingar, mataræði, öndun
  • Heildarárangur fyrirtækis kynntur
  • Vinnustaða útttekt sjúkraþjálfara – stylling á borðum, stólum, tölvum og fl.