Fyrirtækjaþjónusta
PAKKI 1
- Upphafs fyrirlestur 30-45 mín. (t.d. settur inn á workplace.)
- Aðgangur að appi með 4 vikna plani – fyrirlestrar, æfingar, mataræði, öndun
- Aðgangur að lokuðum Facebook-hóp – lokað samfélag með peppi og áskorunum.
Fyrirlestrar í boði:
Úr streitu í Endurheimt
Í fyrirlestrinum er farið yfir streitukerfin á uppbyggilegan og valdeflandi hátt, mikilvægi þess að halda streitukerfunum í jafnvægi.
Kenndar eru öflugar leiðir til þess að minnka streitu.
Mygla – hvað svo?
Þessi fyrirlestur er haldinn fyrir vinnustaði/stofnanir/skóla þar sem greinst hefur mygla (örveru og efnasúpa). Farið er yfir heilsufarseinkenni og kenndar eru leiðir til að ná upp orku á ný.
Bætt Líkamsvitund
Í fyrirlestrinum er farið yfir góða líkamsstöðu og beitingu, stillingu á búnaði við vinnu ásamt fræðslu um þróun og áhrifaþætti verkja, meðal annars m.t.t umbreytingu frá bráðum verk yfir í langvinnan. Í lokin er stuttur verklegur þáttur þar sem farið er yfir þrjár lykilæfingar fyrir miðjuna.
Þróun sjúkdóma / heilsuleysis
Í fyrirlestrinum er farið yfir hvað liggur að baki þróun heilsuleysis / sjúkdóma. Markmiðið með fræðslunni er að auka þekkingu á þróun heilsuleysis með það fyrir augum að með aukinni þekkingu komi aukinn hvati að gera jákvæðar breytingar. Áherslan hér er á forvarnir – 1 og 2 stigs. Fyrsta stigs forvarnir fela í sér að fyrirbyggja mögulega heilsukvilla og annars stigs forvarnir miða að því draga úr áhrifum hverskyns heilsufarsvanda.
Áhrifaþættir heilsu.
Í fyrirlestrinum er farið yfir ýmsa áhrifaþætti heilsu – s.s. næringu, hreyfingu, föstur, kuldaþjálfun, saunur og öndun. Heildræn sýn á heilsu er lykilatriði m.t.t. að viðhalda og bæta heilsu okkar og þar af leiðandi auka lífsgæði okkar. Fyrirlesturinn er byggður á gagnreyndri þekkingu (evidence-based).
Leiðir til árangurs
Í fyrirlestrinum er farið yfir hvernig við getum náð árangri – áhrifaþættir m.t.t. að koma einhverju í vana verða skoðaðir. Rætt verður meðal annars um áhugahvöt og markmiðssetningu.