Margrét Indriðadóttir
Lögg. sjúkraþjálfari
Ég býð upp á nákvæmar heilsufarsmælingar sem felast í greiningu á líkamssamsetningu (vöðvar, fita, iðrafita, vatn, steinefni). Einnig er veitt aðstoð við markmiðasetningu til þess að bæta líkamssamsetninguna og ráðgjöf varðandi heilbrigðan lífsstíl.
Að vinna markvisst að bættri líkamssamsetningu er vegvísir að bættum lifnaðarháttum, aukinni hreysti, betri heilsu og lífsgæðum en um leið forvörn gegn algengum lífsstílssjúkdómum.
Allar nánari upplýsingar um mælingarnar ásamt viðeigandi fræðslu má finna inn á heimasíðunni www.corpor.is
Bókanir hjá Endurheimt heilsumiðstöð – endurheimt@endurheimt.is, sími: 565 5500
Menntun og námskeið
- Sjúkraþjálfari B.Sc Háskóli Íslands 1991
- Íþrótta- og heilsufræðingur M.Sc Háskóli Íslands 2015
- Slökun í lífi og starfi, Lilja Jónasdóttir 2018
- Áhugahvetjandi samtal. Áhugahvöt sf 2021.
- Obesity, Physical Activity and Cancer, World Obesity Federation 2016
- Mælingar í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands 2010
- Diagnosis, Subgroup Classification and Motor Control Retraining of the Shoulder Girdle, Sarah Mottram 2009
- Sports Specific Rehabilitation, Robert A Donatelli 2009
- Understanding Movement and Function – Concepts, Grete Mellingen Homstöl 2008
- Evidence based McConnell approach to chronic knee problems, FÍSÞ 2008
- Þjálfun jafnvægis, Berþóra Baldursdóttir og Ella Kolbrún Kristinsdóttir 2007
- Kinesio Taping Course, Torben Blenstrup 2006
- Ortopedmedicinsk undersöknings – och behandlingsteknik, Bernt Ersson 2006
- Byltur og þjálfun, LSH og Háskóli Íslands 2006
- The Pelvis – An Integrated Approach for Restoring Function, Relieving Pain, Diane G. Lee 2005
- Mobilisation of the Nervous System, David Butler 2001
- Medisinsk Treningsterapi for thorakale og lumbale ryggsmerter – isjias, Tom Arild Torstensen 2001
- Ortopedmedicinsk undersöknings- och behandlingsteknik – axel och bröstrygg, Bernt Ernsson 2000
- Medisinsk Treningsterapi for nakke- og skulderbue smerter. Hodpine, Tom Arild Torstensen 2000
- Tryggerpunktameðferð, Rikharður M. Jósafatsson 1999
- Gigtarsjúkdómar – nýjir meðferðarmöguleikar, Endurmenntun Háskóla Íslands 1999
- Íslenski þroskalistinn – þroskamat barna, Endurmenntun Háskóla Íslands 1999
- Hatha Yoga kennaranám, Ásmundur Gunnlaugsson og Yoga Shanti Desai 1998
- Triggerpunktameðferð, hreyfinudd og meðferð á fascium, Oddný Sigsteinsdóttir og Gunnhildur Ottósdóttir 1997
- Skoðun og meðferð á mjaðmagrind, FÍSÞ 1996
- Skynheildun – FÍSÞ 1995
- Siðferði og samskipti í starfi með börnum, Stefán J. Hreiðarsson 1994
- Sviss ball exercises, B. Carriet 1993
MEÐMÆLI
„Mælingin er hjálpleg til þess að stuðla að betri heilsu og hreysti. Það kom verulega á óvart hve miklar upplýsingar koma fram sem eru mjög hvetjandi og heilsuræktin verður því markvissari. Góð ráðgjöf gagnast vel og maður getur sett sér markmið til lengri tíma og fylgt þeim eftir með reglulegum mælingum. Fagleg þjónusta og ráðgjöf.”
Kristín Ósk Leifsdóttir, sálfræðingur„Þegar mér var bent á þjónustu Margrétar, varð ég mjög áhugasamur og ákvað að nýta mér hana. Mælingin er nákvæm og ráðgjöfin því markviss og sérsniðin að minni heilsu, líkamssamsetningu og brennslu. Mælingin sýndi að BMI stuðullinn væri ekki eitthvað sem ég ætti að eltast við heldur sýndi tækið það sem ég raunverulega ætti að stefna að til að ná réttri kjörþyngd. Vinna að bættri heilsu verður markvissari með raunhæfum markmiðum með allar þær upplýsingar sem mælingin gefur.“
Karl Edvaldsson, verkfræðingur„Fyrir nokkrum árum komst ég að því í mælingu hjá Margréti að ég var komin í áhættuhóp fyrir sjúkdóma vegna innri líkamsfitu. Ég var búin að reyna að létta mig í mjög langan tíma og það var ekki fyrr en ég fór að hugsa um þetta sem
eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir heilsuna mína sem ég fór að sjá langvarandi árangur. Það var ómetanlegt að geta séð svart á hvítu hvernig líkaminn var að breytast á meðan ég tók í gegn matarræðið mitt. Ég náði góðum árangri með hjálp eftirfylgni frá Margréti og mælingunum og fer enn þann dag í dag í mælingar til að viðhalda góðu formi. “
Rósa Dögg Ægisdóttir, Þróunarstjóri og leikmaður í úrvalsdeild í blaki„Það hefur verið mjög gagnlegt að fá upplýsingar úr líkamsmælingu hjá Margréti. Eftir að ég fór í magahjáveituaðgerð hef ég lést mikið en að geta séð svart á hvítu milli mælinga að þyngdartapið er að mestu leyti fita er ómetanlegt. Þá fannst mér mjög áhugavert að sjá hversu mikið hlutfall vöðva er af heildarlíkamsþyngdinni en ég hafði ekki ímyndað mér að það væri svona stórt. Ég get svo sannarlega mælt með þessu fyrir öll þau sem hafa nýlega farið í efnaskiptaskurðaðgerð og vilja meiri upplýsingar en fæst með því að horfa einungis á kílóin.“
Arnþór Bogason