Verðskrá

SJÚKRAÞJÁLFUN OG ALLIR

HÓPTÍMAR HJÁ SJÚKRAÞJÁLFARA

Hægt er að mæta í allt að 6 skipti til sjúkraþjálfara (og í hóptíma) án þess að hafa beiðni frá lækni. (SjúkratryggingarÍslands niðurgreiðir þessa tíma líka)

Greiðsluþátttaka einstaklings fer eftir stöðu hans í byrjun mánaðar og það sem greitt er fyrir heilbrigðisþjónustu með tillit til greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands. Ef þessar samanlögðu greiðslur eru lægri en 35.824 kr. (23.884 kr. fyrir lífeyrisþega og börn) tekur einstaklingurinn þátt í kostnaðinum þar til þeirri fjárhæð er náð.

Þetta þýðir að einstaklingar, aðrir en lífeyrisþegar og börn, greiða aldrei hærra gjald en 35.824 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 5.971 kr. á mánuði að jafnaði. Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald en 23.884 kr. í mánuði. Þegar þeirri hámarksgreiðslu er náð greiða þeir allt að 3.981 kr. á mánuði að jafnaði.

Ef einstaklingur nýtir ekki heilbrigðisþjónustu næstu mánuði þá safnast mánaðarlega gjaldið upp og bætist við næstu greiðslu. Áunnin réttindi einstaklinga fyrnast ekki við áramót. Greiðsluþátttaka einstaklinga er reiknuð í gagnagrunni sem Sjúkratryggingar Íslands starfrækja. Einnig er hægt að skoða eigin stöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands inni á https://innskra.island.is

VACUMED® hendur og fætur – sogæðameðferð

Stakur tími – 4.500 kr

Líkamsgreining INBODY skanni

Einstaklingar með beiðni um sjúkraþjálfun frá lækni borga samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands

HJÚPURINN

Stakur tími – 4.500 kr

10 tíma kort – 35.000 kr

INFRA RAUÐUR KLEFI

Stakur tími – 1.200 kr

10. tíma klippikort – 9.800 kr

Þrýstinudd (skálmar) & infrarauð hitameðferð

10 tíma kort – 25.00 kr

Stakur tími –  2.700 kr