María Carrasco
Lögg. sjúkraþjálfari
María er sjúkraþjálfari, móðir, dansari, jóga nidra kennari og doula.
Hún mun hefja störf 1 desember.
Sjúkraþjálfun
María býður upp á einstaklingsmeðferðir í sjúkraþjálfun og bíður öll velkomin.
Hún hefur mikinn áhuga á kvenheilsu og býður allar konur sérstaklega velkomnar til sín í sjúkraþjálfun í Endurheimt. Einnig á meðgöngu, í tengslum við fæðingu og eftir fæðingu.
Í allri sinni þjónustu er rauði þráðurinn sá að leiðbeina fólki í átt að bestu mögulegu heilsu & líðan, á heildrænan hátt, með einstaklingsmiðaðri nálgun, í hlustun og samvinnu við hvert og eitt.
Hún hefur góða reynslu í því að vinna með fólki sem glímir við streitu, langvinna verki, bakverki, kulnun ofl, þar sem þörf er á heildrænni nálgun í því að vinna með líkamann, lífsstílinn, hugarfarið og efla tengingu & hlustun við líkama og anda.
Í upphafi fer fram nákvæm stoðkerfisskoðun & saga, hlustun á það sem fólk vill vinna með.
Í samræmi við það og í samvinnu með fólki, er veitt fræðsla & leiðsögn, þjálfun & bein meðferð, heimaæfingar til þess að bæta líðan og starfsemina í stoðkerfinu. Slökun & hugleiðsla til þess að styðja við taugakerfið og bæta orku & getu í daglegu lífi eftir því sem við á.
Hóptímar: María mun einnig bjóða upp á hóptíma í Endurheimt – Mjúkt hreyfiflæði, jóga nidra / djúpslökun og hugleiðsla.
Um Maríu
María er mikill náttúruunnandi og elskar að ferðast um landið og skapa list. Hún hefur iðkað dans í yfir 20 ár, kennir dans og heldur reglulega dansviðburði. Hún starfar einnig í Móum stúdíó þar sem hún býður upp á opna tíma, viðburði, námskeið, hlédrög ásamt því að bjóða upp á viðburðaröðina Konur í Náttúrunni þar sem hún leiðir konur í ferðalög og athafnir úti í náttúrunni í takt við árstíðirnar. María hefur mikla ástríðu fyrir því að vinna með fólki og hópum í átt að dýpri tengslum við sig sjálft, við náttúruna og lífið. Hún hefur lært og iðkað ýmis form af hugleiðslu, tónheilun, jóga nidra & sómatískum æfingum sem hún notar í sinni vinnu.
Menntun og námskeið
María útskrifaðist sem sjúkraþjálfari Bsc. frá Háskóla Íslands árið 2013.
- 2021- 2022. Stuðningur fyrir barnshafandi konur á meðgöngu & í fæðingu. Online Doula Training Level 1. Soul Doula Online Course. Mama Bamba Doulas – Robyn Sheldon. (30.5 klst)
- 2021. Skoðun og meðferð grindarbotnsvandamála. Grunnnámskeið fyrir sjúkraþjálfara. Dr. Þorgerður Sigurðardóttir. (16 klst)
- 2021 – Jóga Nidra kennararéttindi. Total Yoga Nidra Teacher and Facilitator Training. Yoga Nidra Network. (60 klst)
- Höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger á Íslandi:
2020 – Somato Emotional Release Level 1, The Upledger Institute, Inc. Erla Ólafsdóttir, PT, CST-D. (36.5 klst)
2019 – Cranio Sacral Therapy Level II, The Upledger Institute, Inc. Erla Ólafsdóttir, PT, CST-D. (36.5 klst)
2017 – Cranio Sacral Therapy Level I, The Upledger Institute, Inc. Erla Ólafsdóttir, PT, CST-D. (36.5 klst)
- 2019 – Acutonics level II.
Acutonics Institute of Integrative Medicine. Carmen Cicotti LMT, CAcP, Senior Faculty. (27 klst)
- 2018 – Acutonics Level I. Acutonics Institute of Integrative Medicine. Carmen Cicotti LMT, CAcP, Senior Faculty. (27 klst)
- 2018 – Manual Articular Approach: Lower Extremities. Mark Bloemberg, PT, BI Diplomate. (24 klst)
- 2016 – Fysio Flow. Pernille Thomsen, lektor, M.Ed, PT. (17 klst)
- 2016 – Cervicogenic Headache and Dizziness – MasterClass Part I. Deborah Falla, Professor, PT, PhD. Martin B. Josefsen, PT, DipMPD. (23.5 klst)
- 2016 – Hálshnykkur: Hvað gerist og hvað er til ráða? Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir PT, MT. (2 klst)
- 2016 – Truflanir á hreyfingum og hreyfistjórn hryggjar, mjaðma – og axlargrindar. Harpa Helgadóttir PhD., MT. (15 klst)
- 2016 – Evidence based management of musculoskeletal pain. Þorvaldur Skúli Pálsson Ph.D, Steffen Wittrup Christensen MT. (8 klst)
- 2014 – Nálastungunámskeið, Dry needling. Dr. Ríkharður Már Jósafatsson. (8 klst)
- 2013 – Greining, úrræði og æfingameðferð fyrir mjóhrygg, brjósthrygg, háls og axlargrind. Harpa Helgadóttir PhD., MT. (15 klst)
Starfsferill
2025 – Endurheimt Heilsumiðstöð
2025 – Sjúkraþjálfari hjá Reykjalundi Endurhæfingu.
Frá 2021 – Kennari hjá Móum stúdíó.
2022 – Sjúkraþjálfari hjá Vivus sjúkraþjálfun.
2019 – Sjúkraþjálfari hjá Tindi sjúkraþjálfun.
2019 – Heildræn Heilsa, sjúkraþjálfun & ráðgjöf.
2013 – 2019 – Sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun.
2012 – 2019 – Breiðu Bökin, sjúkraþjálfari í hópþjálfun einstaklinga með bakvandamál.

