Helga Ágústsdóttir

Sjúkraþjálfari B.Sc
Heilsumarkþjálfi

Sjúkraþjálfun með áhersalu á virka meðferð sem fellst í ráðgjöf,
viðtölum, þjálfun í sal eða hóp og markmiðasetning v.heilsufarsvanda.

Ég legg áherslu á að skoða heilsufarsvanda einstaklings á heildrænan hátt, meta hvar vandinn kemur helst fram í daglegu lífi og við hvaða aðstæður.  Ég hef víðtæka starfsreynslu sem ég nýti í mínu starfi, hef sótt mörg námskeið til endurmenntunar í sjúkraþjálfun og bætt við mig öðrum réttindum bæði á háskólastigi og almennum námskeiðum sem öll hafa styrkt mig í starfi.

Ég legg áherslu á virka þátttöku einstaklings á meðferðartímanum þar sem einstaklingur er hvattur til að tileinka sér fræðslu sjúkraþjálfara, æfingar sem lagt er upp með eða  hreyfingu í daglegu lífi. Með því að huga að heilsunni í dag leggur þú grunn að færni þinni og líðan til framtíðar.

Áherslur í meðferð: Viðtöl / ráðgjöf, hópþjálfun, fjarviðtöl og æfinga-app.

Ráðgjöf / viðtal um heilsutengdan lífsstíl – Markmið að koma inn
breytingum sem stuðla að bættri heilsu og draga úr verkjum. Boðið er
upp á heilsumarkþjálfun þar sem gerður er samningur um heilsutengd
markmið, tímafjöldi áætlaður og gerð áætlun um virkni / þjálfun.

Hóptímar í sal:

Ég býð upp á þrjár tegundir af hóptímum auk einstaklingsþjálfunar:

LÍKAMSVITUND – 1 stig hópþjálfunar 1x í viku – 45 mín. Tímar sem
henta þeim sem eru að koma sér af stað í hreyfingu eða þurfa
góðan stuðning og fræðslu um stoðkerfi og líkamsbeitingu.
Unni er með stól / dýnu. Bandvefslosun og góð slökun í lokin

VERKJAVITUND – 2. Stig hópþjálfunar 2x í viku – 60mín. Fræðsla
og þjálfun með áherslu á flæði í hreyfingu þar sem unnið er út frá
styrkleikum hvers og eins m.t.t. verkjavanda – Valdefla einstaklinga
til hreyfingar þrátt fyrir verki. Unnið með eigin líkamsþyngd í flæði
á dýnu, góð upphitun og bandvefslosun. Góð slökun í lokin.

HEILSUVITUND – 3. Stig hópþjálfunar 2x í viku – 60 mín.
Unnið er með lóð í stöðvaþjálfun. Hentar einstaklingum sem þola
meiri ákefð / álag og notað lóð.

Meðferðin er niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands gegn beiðni frá lækni.

Markþjálfun til framtíðar.

Ég kynntist markþjálfun fyrst sem ráðgjafi hjá VIRK en haustið 2018 bauðst mér að fara í grunnám í markþjálfun og hafði ári áður rekist á bók Ingvars Jónssonar markþjálfa sem bar heitið “Sigraðu sjálfan þig,,. Þessi bók hafði mikil áhrif á mig og heillaðist ég strax að aðferðafræðinni sem þar var kynnt. Að fara í gegnum nám í markþjálfun er krefjandi á margan hátt, krefst sjálfsskoðunar og gefur tækifæri til að styrkjast og valdeflast bæði í lífi og starfi. Vorið 2023 lauk ég svo framhaldsnámi í markþjálfun. Hingað til hef ég fyrst og fremst nýtt mér aðferðafræði markþjálfunar í vinnu minni bæði sem ráðgjafi hjá VIRK og sem sjúkraþjálfari.

Að sækja tíma í markþjálfun er ákveðið ferli og skref sem unnið er eftir og hefur þannig ákveðna sérstöðu.

Markþjálfun byggir á því að valdefla einstaklinga og styrkja í að sjá málefni frá nýjum sjónarmiðum, finna lausnir og skoða áður óþekkt svæði í huga hvers einstaklings. Þetta er skemmtilegt og krefjandi ferðalag þar sem útkoman og árangurinn er í höndum einstaklingsins og þeirri útkomku sem viðkomandi sækist eftir.

Starfsreynsla:

2021-2023 –  Reykjalundur – Taugasvið, lungnasvið, bæklun & öldrun. Hóptímar, fræðsla og kennsla.

2021-2022   – Þjálfun í vatni – Bakleikfimi Hörpu

2017-2021 –  VIRK – Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar

2012-2017 – Mörk hjúkrunarheimili

2003-2012 – Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, jógakennsla, þjálfun í vatni, vinnustaðaúttektir.

Menntun:

2023 – Framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus ehf.

2018 – Grunnám í markþjálfun hjá  Profectus ehf.

2011 -2012  – Diplóma í lýðheilsufræði  – Háskóli Íslands

2008-2009 – Jógakennari frá Yoga Alliance – 200 klst

1999-2003 – B.Sc í sjúkraþjálfun  – Háskóli Íslands

Námskeið:

2023 – Modern manual therapy – Dr.Brett Scott –  Félag sjúkraþjálfara

2022 – Bandvefslosun – Body Reroll – Helgarnámskeið hjá Heklu

2022 – Pain neuroscience  – Dr. Morten Hoegh (Phd) – VidenOmSmerter

2019 – 2020 – Hugræn atferlismeðferð (HAM) í lífi og starfi – Endurmenntun HÍ.

2019 – Núvitund gegn streitu – núvitundarsetrið

2017 – Áhugahvetjandi samtal – Félag sjúkraþjálfara

2017-2021 – Ýmis námskeið og fyrirlestrar á vegum VIRK

Helga Ágústsdóttir, sjúkraþjálfari