Heildræn heilsa – 6 vikur

6. vikna hópnámskeið fyrir þá sem veikst hafa eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði.

Næsti hópur fer af stað 12 apríl 2023

Kennt er á miðvikudögum klukkan 13:00 – 14:30

——-

Fyrirlestrar og ráðgjöf í hverjum tíma ásamt aðgangi að innra neti Endurheimtu Orkuna þar sem er að finna ýtarlegar leiðbeiningar og ráðleggingar.

Tímarnir enda á leiddri slökun til að endurstilla taugakerfið.

Aðgangur að lokuðum Facebook hópi þar sem upptaka af fyrirlestrum eru settar inn strax eftir tímann. Ef þú hefur ekki tök á að mæta í hópinn þá er í boði að vera í fjarúrræði.

*Mælt er með forviðtali hjá Lindu Gunnarsdóttur í upphafi námskeiðs þar sem vandinn er kortlagður.  Greiða þarf sérstaklega fyrir forviðtal en hægt er að fá niðurgreiðslu á tímanum ef mætt er með beiðni til sjúkraþjálfara.

——-

Vika 1:

Hvað er umhverfiveikindi, einkenni og hvað gerist í líkamanum?

Vika 2:

Endurstilla randkerfið (Limbic kerfið)

Farið er yfir leiðir til að róa taugakerfið, bæta svefngæði og virkja Vagus taugina.

Sérhæfð bætiefni kynnt.

Vika 3: 

Meltingin og bólguhemjandi mataræði ásamt uppskriftabók.

Vika 4:

Umhverfisþættir sem hafa skaðleg áhrif á heilsuna, hvað skal forðast?

Farið er skref fyrir skref yfir heimilið og hvað ber að skoða í hverju rými til að forðast áreiti inn á heimilinu.

Vika 5: 

Sogæðakerfið og afeitrun (detox).

Vika 6: 

Fyrirbyggjandi leiðir til að forðast bakslag.

——-

Endurheimt heilsumiðstöð er fyrsta og eina umhverfisvottaða heilsumiðstöðin á Íslandi og við leggjum metnað okkar í að halda umhverfinu og loftgæðum góðum.

Við biðjum um að ekki sé mætt með ilmvatn eða sterka líkamslykt í tímunum. 

Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni.

Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og val okkar á efnum, snyrtivörum og öðru sem við notum á heimilinu mynda okkar nánasta umhverfi.

——-

Innifalið á námskeiðinu er:

  • hóptímar í 6. vikur – 1,5 klst pr  skiptið
  • aðgangur að appi – ýtarlega farið yfir hvert skref í meðferðinni.
  • aðgangur að infra rauðum klefa – ótakmarkað
  • aðgangur að lokuðum stuðnings facebook hóp
  • 20% afsláttur af bætiefnum frá Heilsubarnum
  • gjafabréf í Hjúpinn
  • gjafabréf í sogæðameðferð – Vacumed
  • uppskriftabók pdf
  • forgangur í meðferðir í Endhurheimt
  • tilboð á Yoga nidra námskeið til að taka samhliða
  • heildrænn stuðningur og mikið utanumhald

Verð: 55.000 kr.

Hægt er að skipta greiðslunni upp í tvennt.

Una Emilsdóttir læknir, Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfræðingur og Linda Gunnarsdóttir lögg. sjúkraþjálfari og eigandi Endurheimtar hafa þróað þetta meðferðarúrræði síðastliðið ár.

Linda leiðir hópmeðferðina.

Skráning á biðlista

Linda Gunnarsdóttir

linda(hjá)endurheimt.is