
Kjartan Hrafn Loftsson
Læknir
info(hja)soundhealth.is
Almennur læknir með mikla reynslu úr heilsugæslu og lífsstílsnálgun til að hægja á eða stöðva framþróun langvinnra kvilla.
Kjartan útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2007 og hefur unnið í heilsugæslu í tæpan áratug, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Einnig hefur hann verið trúnaðarlæknir fyrir fyrirtæki og stofnanir, læknir á hjúkrunarheimilum og unnið við rannsóknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Haustið 2020 hóf hann störf sem læknir hjá stafræna heilbrigðisfyrirtækinu SidekickHealth og vann þar við uppsetningu á rannsóknum og klínískri þóun stafrænna meðferðarúrræða vegna langvinna sjúkdóma.
Frá 2014 hefur Kjartan verið sérstaklega áhugasamur um áhrif lífsstíls á heilsu og sjúkdóma, en jafnframt að komast að rót vandans þegar það er mögulegt og beita lífsstílsúrræðum sem oftar en ekki hafa áhrif á mörg einkenni. Öll erum við mismunandi og því er oft nauðsynlegt að sérsníða meðferð að hverjum og einum. Fyrir marga snýst lífsstíll um bætta heilsu á efri árum og þar með forvörnum eða vinna að því að seinka aldurstengdum sjúkdómum en fyrir aðra getur lífsstílsmeðferðin snúið við þróun þeirra, minnkað þörf fyrir lyf og bætt lífsgæði.
