ENDURHEIMTU ORKUNA®
Endurheimtu orkuna® er meðferðar- og endurhæfingarúrræði.
Endurheimtu orkuna hentar þeim sem eru í eða að hefja veikindaleyfi, upplifa orkuleysi, kulnun eða langvarandi streitu,
Endurheimtu Orkuna saman stendur af stuðning og fræðslu á appi og staðtímum. Boðið er upp á fjölbreyttra fræðslu sem nýtist í daglegum athöfnum og hjálpar okkur að endurheimta orkuna í leik og starfi. Til að hámarka árangur er boðið upp á fjölbreytta hópatíma í glæsilegri aðstöðu Endurheimtar þar sem allir geta fundið hóptíma eftir sínu dagsformi.
Einstaklingsmiðuð nálgun sem miðar af bættum lífsgæðum og endurheimt á orku til að mæta þörfum daglegs lífs.
Eftir að þú skráir þig hér á síðunni þá verður fagaðili í samband við þig og áætlun sett saman út frá markmiðum hvers og eins.
Sem viðbót við hóptíma þá færðu aðgang að ENDURHEIMTU ORKUNA® netnámskeið á appi / tölvu.
Aðgangur að netnámskeið/appi með ítarefni, fræðslu og tólum til valdeflingar sem þú getur farið í gegnum á eigin hraða, fræðsla um heildræna nálgun, leiðir til að auka streituþol, meltingar og næringar upplýsingar, uppskriftarbók, almenn bætiefnaráðgjöf og skref fyrir skref ráðleggingar til að auka orku, róa taugakerfið og stuðla að valdeflingu. Leiddar hugleiðslur, markmiðasetning, vagus æfingar, heimaæfingar og fleira.
Nánar um netnámskeiðið/appið:
VIKA 1: Taugakerfið – Streitulosun – Endurheimt
VIKA 2: Svefnvenjur – Vagus æfingar – Bætiefni
VIKA 3: Meltingin – Mataræði – Uppskriftabók
VIKA 4: Umhverfisþættir sem hafa áhrif á heilsuna – Valdefling
Ítarefni í appinu/netnámskeiði
- Leiddar hugleiðslur og öndunaræfingar (hljóðupptökur)
- Heima vagus æfingar til að róa taugakerfið (myndbandsupptaka)
- Stuttar heimaæfingar undir leiðsögn Lindu sjúkraþjálfara (myndbandsupptökur)
- Markmiðasetning í hverri viku þar sem innleiddar eru góðar heilsuvenjur án öfga
Nánar um hóptímana
| Mjúkt flæði | Mjúkar flæðisæfingar, æfinga með eigin líkamsþyngd, teygjur og leidd slökun í lok tímans. |
|---|---|
| Tabata | 3x 20 sek æfingar, með eða án lóða. Hressandi og fjörugur tími sem endar á leiddri slökun. |
| Bandvefslosun | Notaðir eru nuddboltar til að mýkja auma og þreytta vöðva, dempuð ljós í rólegu umhverfi. Tími endar á leiddri slökun. |
| Stöðvaþjálfun | 8-10 æfinga stöðvar, 50 sek á hverri stöð. Hressandi og fjörugur tími sem endar á leiddri slökun. |
| Mjúkt flæði/bandvefslosun | Bland af mjúkum flæðisæfingum, nuddboltum og tímann endar á leiddri slökun. |
Þú finnur hóptíma sem hentar þér og mátt rótera á milli hópa, mælt er með að mæta í 2-3 tíma í viku. Hér má sjá stundatöflu.
FYRIRKOMULAG
Þú skráir þig í hóp (hér fyrir neðan ) og Linda hringir í þig og þið setjið upp áætlun saman hvaða tímar gætu hentar þér útfrá markmiðum. Þú getur svo alltaf valið að mæta á öðrum dögum og í aðra hóptíma ef þannig ber undir, allt eftir því hvernig dagsformið er.
STUÐNINGUR
Samhliða því að mæta í hóptímana þá færð þú aðgang að ENDURHEIMTU ORKUNA® appi /netnámskeiði þar sem farið er yfir leiðir til að bæta lífstíl og venjur á árangursríkan, öruggan og einfaldan hátt. Þú ert í öruggum höndum og við leiðbeinum þér skref fyrir skref í átt að aukinni orku aftur!

ENDURHEIMTU ORKUNA ® hentar þér ef..
- Þú vilt læra markvissa og einfaldar leiðir til að tileinka þér heilbrigðari lífsvenjur sem virka.
- Þú ert í veikindaleyfi og ert að bíða eftir að komast að hjá VIRK.
- Þú ert í veikindaleyfi eða á endurhæfingarlífeyri og vilt faglega leiðsögn í átt að bættri heilsu.
- Þú að hefja þitt heilsuferðalag og vilt æfa í rólegu og notarlegu umhverfi.
- Þú vilt taka til í mataræðinu og vilt skýrar leiðbeiningar, uppskriftir og leiðsögn.
- Þú upplifir streitu í lífinu og vilt finna sjálfa þig aftur og byggja þig upp.
- Þú vilt faglega og örugga leiðsögn sjúkraþjálfara
Greiðslufyrirkomulag:
Þátttöku/staðfestingargjald er 9.900 kr á mánuði.
Með því að greiða þátttöku/staðfestingargjald tryggir þú þér:
- Pláss mánaðarlega
- Ótakmarkaðan aðgang að infra rauðum klefa og „æfingu dagsins“ á meðan endurhæfingu stendur.
Fyrir hvern hóptíma sem þú mætir í er notuð beiðni í sjúkraþjálfun (hóptímagjaldliður), vinsamlega kynntu þér greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands hér. Sendur er greiðsluseðill í heimabanka í lok hvers mánaðar (ef eitthvað er útistandandi).
Athugið að þú gætir átt rétt á niðurgreiðslu frá þínu stéttarfélagi.
Taktu skrefið strax í dag!

