Lífsstílslækningar

Sound Health lífsstílslækningar – læknisfræði framtíðarinnar? 

Tekla og Kjartan eru læknar með mikla reynslu úr hefðbundnu heilbrigðiskerfi og þekkja kosti og galla þess. Reynsla þeirra er úr ýmsum áttum t.d. heilsugæslu, endurhæfingu, stafrænni heilbrigðisþjónustu, trúnaðarlækningum, öldrun ofl. Síðustu 10 ár hafa þau farið í saumana á lífsstílstengdum sjúkdómum og jafnframt skoðað ítarlega hvernig hægt er að finna merki og einkenni þess að heilsan sé að stefna í óefni. 

Þau vilja kveikja áhuga og vinna með einstaklingum á nýjan hátt til að greina snemma undirliggjandi ástand og bregðast við – með mismunandi lífsstílsbreytingum. Þau starfa með Endurheimt enda mikill samhljómur og sameiginleg sýn á verkefnið, en fyrirtækið þeirra heitir Sound Health og er heilsufyrirtæki fyrir alla sem vilja huga að heilsu og vellíðan. Við vitum hversu áhrifaríkar lífsstílsbreytingar geta verið til að fyrirbyggja eða bæta ástand langvinnra sjúkdóma. Hér ríkir traust og hlustað er á skjólstæðinga.

Sérstök áhersla er á hugmyndafræði lífsstílslækninga (e. lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum.

Fyrir hverja er Sound Health: 

  • Einstaklinga sem eru áhugasamir um að vita hvernig staðan er mtt efnaskiptaheilsu (blóðsykur, insúlín, kólesteról, þvagsýra og margt fleira). 
  • Fyrir þá sem vilja bæta heilsuna með lífsstíl og lifa lengur við góða heilsu.
  • Fyrir einstaklinga með sjúkdóma eða ástand sem tengjast lífsstíl eða samfélaginu t.d.
    • Háþrýsting
    • Sykursýki 2
    • Yfirþyngd og offitu 
    • Þreyta og orkuleysi
    • Andlegri heilsu ábótavant
    • Hjarta/æðasjúkdómar
    • Kæfisvefn
    • PCOS (fjölblöðrueggjastokka heilkenni)
    • Fitulifur 
    • Ofl. 

Tímabókanir og frekari upplýsingar á  www.soundhealth.is