Skilmálar
Endurheimt- Heilsumiðstöð, kt. 510908-0310, Brunnstígur 2, 220 Hafnarfirði. Allar upplýsingar á vefsvæðinu www.endurheimt.is, þar með talið verð, lýsing á þjónustu og fleira eru birtar með fyrirvara um villur. Endurheimt – Heilsumiðstöð áskilur sér rétt til að hætta við námskeið/fjarþjálfun t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þó mun verðið alltaf haldast á því tímabili sem þú hefur keypt þér þjónustu/vöru.
Afhending vöru
Allar skráningar á námskeið/fjarþjálfun eru afgreiddar ekki seinna en næsta virka dag eftir pöntun og þeim svarað með tölvupósti til staðfestingar.
Viðkomandi fær aðgang að námskeiðsgögnum þann dag sem námskeið hefst í gegnum netið.
Skuldbinding
Þegar námskeið/fjarþjálfun hefst er ekki hægt að fá þjónustuna endurgreidda. Í mjög sérstökum tilvikum er hægt að gefa færi á því að eiga inni þá þjálfun sem viðkomandi hefur skráð sig í ef að minna en vika er liðin frá því tímabilið hófst. Hvert tilfelli er skoðað með tillit til aðstæðna og möguleiki er á að beðið sé um læknisvottorð.
Gölluð vara
Ef um galla er að ræða hefur eitthvað misfarist í rafrænni afhendingu. Í slíkum tilfellum er varan afhent á ný.
Greiðslumáti
Hægt er að greiða fyrir fjarþjálfunaráætlanir með öllum helstu greiðslukortum. Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Valitor