Umhverfisveikindi – Mygla – Efnaóþol

Umhverfisveikindi-Mygla-Efnaóþol

Við viljum að allir geti leitað til okkar, ef þú ert með efnaóþol, eða ert að kljást við umhverfisveikindi þá getum við fullvissað þig um að þú ert í öruggu umhverfi hjá okkur. Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni.

Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Við verjum 90% af tíma okkar innandyra og byggingar skapa okkar helsta umhverfi dags daglega. Hegðun okkar og hvað við veljum á hverjum degi að nota af efnum sem við berum á líkama eða notum í umhverfi okkar myndar nánasta umhverfi.

Linda veitir heildræna og einstaklingsmiðaðar ráðleggingar fyrir fólk sem hefur veikst vegna myglu og umhverfis. 

Linda hefur sérhæft sig í meðferð til þess að hjálpa fólki að hámarka heilsuna sína eftir slík veikindi með sérstaka áherslu á að róa taugakerfið, bæta meltinguna og afeitra líkamann.

Linda
Gunnarsdóttir

Lögg.sjúkraþjálfari
linda(hjá)endurheimt.is

Nánar um meðferð hjá Lindu

Þegar ég veiti ráðleggingar varðandi umhverfisveikindi þá notast ég við Functional medicine nálgun ásamt því að nýta mína eigin reynslu. Ég missti sjálf heilsuna vegna myglu og varði miklum tíma í að finna réttu meðferðina. 

Ég stofnaði Endurheimt – heilsumiðstöð til þess að skapa öruggt umhverfi fyrir fólk sem er að ná sér eftir umhverfisveikindi.

Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni. Ég legg áherslu á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Innifalið í tímanum

  • Gert er ráð fyrir 60 mín.
  • Fyrir tímann færðu sendan spurningalista þar sem spurt er um mögulegt efnaóþol, heilsufar og aðstæður.
  • Tekin er greinagóð heilsufarssaga í fyrsta viðtali, veitt er einstaklingsmiðuð ráðgjöf
  • Þú færð aðgang að net námskeiði Bætt umhverfi – einstök heilsa (kostar 11.900 kr.)

Verð
Fyrsti tími: 60 mín. gögn, fræðsla, og net námskeið Bætt umhverfi – einstök heilsa

24.900 kr.

 

Endurkoma
(eftirfylgni er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands ef komið er með beiðni í sjúkraþjálfun ef vinna þarf með stoðkerfið.)

Annars kostar endurkoma 9.900 kr.