Umhverfisveikindi-Mygla-Efnaóþol

Umhverfisveikindi-Mygla-Efnaóþol

 

Við viljum að allir geti leitað til okkar, ef þú ert með efnaóþol, eða ert að kljást við umhverfisveikindi þá getum við fullvissað þig um að þú ert í öruggu umhverfi hjá okkur.

Þegar ég veiti ráðleggingar varðandi umhverfisveikindi þá notast ég við Functional medicine nálgun ásamt því að nýta mína eigin reynslu. Ég missti sjálf heilsuna vegna myglu og varði miklum tíma í að finna réttu meðferðina. 

Ég stofnaði Endurheimt – heilsumiðstöð til þess að skapa öruggt umhverfi fyrir fólk sem er að ná sér eftir umhverfisveikindi. 

Til þess að endurheimta heilsuna þarf að huga að nærumhverfi, loftgæðum, næringu meltingunni, streitu og svefni. Ég legg áherslu á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

Innifalið í tímanum

– Gert er ráð fyrir 60 mín 

– Skilað er inn ýtarlegum heilsufarslista (14 bls) fyrir fyrsta viðtal 

– Tekin er greinagóð heilsufarssaga í fyrsta viðtali, veitt er einstaklingsmiðuð ráðgjöf 

– Þú færð aðgang að net námskeiði Bætt umhverfi – einstök heilsa (kostar 11.900kr)

Verð:

Fyrsti tímii: 60 mín gögn, fræðsla, og net námskeið Bætt umhverfi – einstök heilsa

24.900 kr 

Endurkoma: 

30 mín 9.900kr

 

Linda Gunnarsdóttir

Lögg.sjúkraþjálfari
linda(hjá)endurheimt.is