Agnes Ósk Snorradóttir

Löggildur sjúkraþjálfari

Áhugasvið: langvinnir verkir og stoðkerfisvandamál tengd streitu og áföllum.

 

Undanfarin àr hef ég að mestu unnið með konum sem vilja nálgast stoðkerfisvandamál í stærra samhengi og skoða samspil líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga, hegðunar og aðstæðna. 

 

Í meðferð skiptir mig mestu máli að aðstoða skjólstæðinga við að hlusta á líkamann og að mæta einkennum sínum af öryggi, forvitni og mildi. Til þess notum við ýmsar aðferðir eins og t.d. mjúkvefjameðferð, saunur, mjúkar æfingar sem auka tenginguna við líkamann og aukna meðvitund um það hvernig við berum okkur. 

 

Ég trúi því að þrálát stoðkerfisvandamál og langvinnir verkir sem svara ekki hefðbundinni meðferð séu leið líkamans til þess að biðja okkur um að staldra við og kafa dýpra, hlusta á innsæið og að skipta út mynstrum sem ekki þjóna okkur lengur fyrir önnur sem styðja betur við okkur í núverandi kafla lífsins.

Menntun og námskeið

2016: BSc í sjúkraþjàlfun frà Háskóla Íslands

 

2017: Revolution running. Leiðbeinandi: Jason Karp

 

2018: Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum. Leiðbeinendur: Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Karólína Ólafsdóttir, Harpa Helgadóttir, Gunnar Svanbergsson og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar

 

2018: Pelvic health grindarbotnsnámskeið. Leiðbeinendur: Ruth Jones og Bill Taylor sjúkraþjálfarar

 

2018: Núvitund: hagnýt leiðsögn til þess að finna frið í hamstola heimi Leiðbeinandi: Herdís Finnbogadóttir

 

2022: Rewire therapy – trauma healing. Polyvagal Theory and therapeutic vagal toning techniques.

  

Ég býð upp á sjúkraþjálfun með og án beiðni og fara tímpantanir fram í s. 565 5500.