Um mig

Linda Gunnarsdóttir

Linda

Síðan ég man eftir mér þá hef ég haft áhuga á heilsu, matarræði og andlegri heilsu, Það var þó ekki fyrr en ég missti sjálf heilsuna að ég áttaði mig almennilega á því hvað það skiptir ótrúlega miklu máli að vinna með alla þessa þætti saman til þess að eiga möguleika á að ná heilsunni aftur til baka. Mín veikindi hafa gert mig að  manneskjunni og meðferðaraðilanum sem ég er í dag. 

Ég stofnaði fyrirtækið mitt Endurheimt og þróaði námskeiðið Endurheimtu orkuna með þá von að getað hvatt aðra og leiðbeint í átt að bættri heilsu. 

Ég útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 2008 og á undanförnum árum hef ég sótt fjöldann allan af námskeiðum og ráðstefnum um allan heim. Nú stunda ég diploma nám í Functional Medicine eða Hagnýtri læknisfræði eins og það er kallað á íslensku við Functional Medicine University í Bandaríkjunum. Í því námi er einmitt lögð áhersla á að hjálpa fólki að finna rót vandans og vinna að heildrænni meðferð í átt að bættri heilsu.

Linda Gunnarsdóttir

Lögg. Sjúkraþjálfari

Sagan mín

Ég er tveggja barna móðir og bý í Hafnarfirði með manninum mínum. Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu og matarræði. Ég æfði mikið sem barn, allskonar íþróttir og var alltaf ágæt í öllu en entist aldrei í neinu einu – sem í rauninni skiptir ekki máli því fyrir mig er hreyfing lífið en áherslan var aldrei að verða afrekskona í einhverri einni íþrótt.

Ég hef alltaf haft þörf á að vinna með fólki, mér finnst gaman að tala við fólk og hlusta og fólk hefur alltaf leitað til mín með sín vandamál. 2002 lærði ég einkaþjáfarann og fannst frábært að getað hjálpað fólki að ná sínum markmiðum en ég fann það fljótt að mig þyrsti í meiri þekkingu um mannslíkamann og skráði mig í nám í sjúkraþjálfun. Þegar ég hafði starfað sem sjúkraþjálfari í nokkra mánuði fann ég að þetta var ekki alveg það sem ég hafði haft í huga – mér fannst vanta heildrænni nálgun í meðferðina. Stuttu eftir útskrift var ég strax farin að vinna hálfgerða „færibanda“ vinnu og mér líkaði það ekki.

Ég var svoldið leitandi, lærði heilun, dáleiðslu og Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð. Ég fann það strax að þar var ég komin inn á línu sem ég gat sætt mig við að vinna með – heildræn nálgun þar sem horft er á líkama og sál sem eina heild.
Ég vann í mörg ár samhvæmt þessari nágun og líkaði vel en þegar ég sjálf missti heilsuna 2014 þá fór ég að lesa mér enþá meira til um hvað matarræðið og afeitrun líkamans hefur gríðarlega mikið að segja til þess að ná heilsunni aftur í gott horf. Ég fór að horfa meira til þátta í umhverfinu sem hafa áhrif á heilsuna, hvað ber að varast og hvað við getum sjálf gert til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna okkar. Ég hef loksins fundið nám sem tekur á öllum þessum þáttum og kallast það Functional Medicine.

Functional Medicine meðferðaraðili hjálpar fólki að finna rót vandans en ekki plástra á einkennin. Ef við finnum út hvað er að valda breytingum á t.d hormónakerfinu, hvað er að valda exeminu eða heilaþokunni þá fyrst er hægt að laga orsökina og losna við einkennin.
Ég hef ótrúlega gaman að því að læra meira og meira um okkar frábæra líkama og hvernig öll kerfin okkar vinna saman. Ef eitt kerfi vinnur ekki rétt þá hefur það áhrif á allan líkamann. Við getum hugsað þetta eins og mörg tannhjól sem vinna saman – ef eitt bilar þá stoppa öll tannhjólin líka.

Áhugasvið 

Í allri minni þjónustu sem ég veit hvort sem það eru einkatímar eða námskeið þá huga ég alltaf að þremur lykilþáttum til þess að hámarka heilsuna, það er líkamleg, andleg og félagsleg heilsa. 

 • Næring
 • Melting
 • Svefnvenjur
 • Streita
 • Umhverfið

 

Menntun og námskeið

 • Sjúkraþjálfari B.Sc Amsterdam University of Applied Sciences (AUAS) 2008
 • Stunda nám við FMU Functional Medicine University
 • ​Certified DNA life practitioner, Nordic Laboratories. Los Angeles. 2019, Florida 2020, Boston 2020
 • ​Certified SIBO practitioner – Nordic Gut Health: A Functional Medicine Approach to SIBO Testing and Interventions. Skotland. 2018
 • Gastrointestinal Advanced Practice Module, THE INSTITUDE FOR FUNCTIONAL MEDICINE, 2020
 • Environmental Health Advanced Practice Module, THE INSTITUDE FOR FUNCTIONAL MEDICINE, 2020
 • Mastering the Implementation of Personalized Lifestyle Medicine. Chicago. 2019​
 • Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð hjá Upledger Institude.
 • CranioSacral Therapy level 1, CST1
 • CranioSacral Therapy level 2, CST 2
 • SomatoEmotional Release 1, SER1
 • SomotoEmotional Release 2, SER2
 • Neural Manipulation, NM1
 • Energy Systems & Balancing
 • Syndrome LDT for Cronic Fatique, Fibromyalgia, MS & Chronic Neuroinflammations (LCFS-FM) frá The Chikly Health Institude 2016
 • Einkaþjálfara nám frá FIA árið 2002
 • Réttindi í nálastungum frá Landlækni 2008
 • Grindarbotn og Grindarbotnsvandamál- úrræði og meðferð – Endurmenntun Háskóla Íslands 2009
 • Þjálfun aldraðra, þjálfun barnshafandi kvenna og nýbakaðra mæðra – Keilir 2011
 • Discover the pelvic, Diane Lee 2008
 • Sport Specific Rehabilitation, Roberto Donatelli 2008
 • USUI SHIKI RYOHO Reyki Heilun árið 2008-2009
 • Dáleiðslu nám hjá Vigdísi Steinþórsdóttir árið 2009-2010
 • Heitsteina nudd námskeið hjá Sigurrós Hreiðarsdóttir árið 2010

Störf

Eigandi stofunnar Endurheimt- Heilsumiðstöð
2016 –  Linda Gunn Sjúkraþjálfun
2012-2016 lögg. Sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg
2008-2012 lögg. sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands

  Linda

  Umsagnir

  [

  Ásdís Hrönn Ástvaldsd

  “Það á eftir að upplifa tóma sælu bæði er Linda æðislegur meðferðaraðili og svo er svo læknandi að vera i návist hennar hún er einstök og yndisleg manneskja mæli með að kikja i nudd og kærleiksrika aðhlynningu þið ánetjist.”

  [

  Heiðdís Helgadóttir

  “Besti nuddari Íslands. Hands down.”

  [

  Kristinn Björgúlfsson

  “Ég hvet alla til að kikja til Lindu. Frábær sjúkraþjalfari”

  [

  Ómar Örn Aðalsteinsson

  “Hún Linda er með gríðarlega gott og fallegt hjarta. Hún bauð björgunarsveitamönnum upp á frítt nudd eða spjaldhryggjameðferð í dag. Þetta var alveg geggjað og er ég endurnærður eftir þetta. Mæli eindregið með þessari faglegu sjúkraþjálfun.” Takk fyrir mig Linda.

  [

  Berglind Snorradóttir

  “Ég mæli með Lindu!! Sjúkraþjálfun og/eða nudd. Hún finnur rót vandans og leysir málið.”