Um okkur

Endurheimt

Afhverju Endurheimt – Heilsumiðstöð?

Ég hafði starfað sem sjúkraþjáfari í nokkur ár þegar ég fann að allt loft var farið úr mér, ég var hætt að brennan fyrir starfinu mínu ég fann hnútinn í maganum mangast upp með hverjum deginum, ég þyngdist og fór allt í einu að upplifa mig mjög heimska – ég var hætt að geta myndað setningar án þess að hika – orðin hreinlega komu ekki upp í hugann minn lengur – Heilaþoka, minnisleysi og málstol var það helsta sem ég upplifði.

Ég vissi að það var eitthvað að en enginn gat hjálpað mér …. Það var enginn sem skildi mig eða skildi hvað það var sem ég var að ganga í gegnum.

Ég fekk exem útum allt á líkamann, röddin mín veiktist og ég var stöðugt þreytt og orkulítil. Á þessum tíma kenndi ég leikfimisnámskeið fyrir eldriborgara og þegar ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég gæti ekki tekið þátt í upphituninni vegna mæðis þá vissi ég að það var eitthvað alvarlegt að.

Stuttu seinna þá bættust við ótal önnur einkenni, meltingin mín fór í rugl, ég var farin að missa mátt í handleggjum og ég fékk ítrekað mígreni, svefnleysi og þessi endalausi taugahrollur var að gera útaf við mig.

Ég gekk á milli lækna, það var alltaf sama sagan sem ég fékk – það er ekkert að þér – þú kemur vel út úr ÖLLUM prófum og testum, blóðprufur komu út eðlilegar og heilaskanninn, taugasálfræði matið var flott.

Ég hef alla tíð haft áhuga á hreinu mataræði og lengi vitað hvað mataræði skiptir ótrúlega miklu máli til þess að halda heilsunni í lagi, en þrátt fyrir að ég borðaði hollt og gerið allt sem ég vissi að ég ætti að gera þá leið mér ömurlega.

Það var stuttu fyrir jólin 2015 að ég hafði beðið um enn eina blóðprufuna hjá lækni og ég vissi að niðurstöðurnar væru komnar í hús og ég fann það á mér að núna hlyti að finnast einhver ástæða fyrir því afhverju með leið einsog mé leið. Ég hyti að vera með einhvern sjúkdóm – satt að segja var mér eiginlega alveg sama hvað kæmi í ljós – ég vildi bara fá einhverja greiningu! Því eins og þú veist kannski frá eigin reynslu þá er fátt erfiðara en að vita ekki hvað er að valda veikindum
Ég er semsagt kölluð inn til læknisins, hún horfir á mig og segir mér að þær hefðu komið fullkomlega út. Ég trúði þessu ekki!

Ég hafði bundið svo miklar vonir um það að fá einhver svör – læknirinn sá hvernig mér leið því ég byrjaði að tárast og var við það að brotna saman.

Hún lagði hendina sína á öxlina mína og leit í augun á mér – ég fann að hún vildi hjálpa mér en það sem hún sagði við mig hefur setið í mér síðan þá.
Það eru komin 5 ár síðan hún lagði hendina á öxlina mína – leit í augun mín og sagði mér að “hrista þetta af mér” og að leita mér að sálfræðing sem gæti hjálpað mér.

Það var hennar svar – “Þú verður bara að hrista þetta af þér”

Ég fullyrði það að mér hefur ALDREI fundist ég eins lítil og akkurat þarna.  Þú hefur kannski lent í svipaðri lífsreynslu? Ef við hugsum um það þá eru ótrúlega fair meðferðaraðilar sem hafa skilning og þekkingu á að púsla öllum þessum einkennum saman og finna rót vandans.

Ég fór heim úr vinnunni þennan daginn, ég ákvað að standa með sjálfri mér.  Orkulaus og buguð vissi ég að það var eitthvað sem var að valda mér veikindum. Ég ákvað að gerast minn eiginn læknir og finna út hvað væri að. Ég ákvað að komast að rót vandans. Ég las og ég las og ég las og komst að því að ég væri veik vegna myglu, sá grunur minn reyndist svo réttur með ofnæmisprófi. Það var þungu fargi af mér létt þegar ég fekk út úr ofnæmisprófinu, LOKSINS LOKSINS fékk ég staðfestingu á að þetta væri ekki allt í hausnum á mér!  Ég mætti ekki aftur upp í vinnu og hægt og rólega varð ég aðeins betri til heilsunnar en það er algengt. Það mikilvægasta er að yfirgefa orksakavaldinn eða í mínu tilfelli mygluna.

En ég var enganveginn orðin góð, ónæmiskerfið mitt hafði versnað og þau ráð sem ég kunni voru ekki að duga til þess að ég næði heilsunni minni til baka.

Ég gerði allt sem ég gat – verandi meðferðaraðili með mikla þekkingu á bakinu þá var það mitt eina markmið að koma mér aftur í lag svo að ég gæti hugsað um fjölskylduna mína, svo að ég gæti leikið við strákinn minn án þess að bugast og til þess að geta tekið þátt í samfélaginu aftur.

Mér finnst mikilvægt að pása aðeins hér og leyfa þér að heyra aðeins frá því hvernig ég hugsa sem sjúkraþjálfari og meðferðaraðili

Á þeim árum sem ég hef starfað sem sjúkraþjálfari þá hafði ég alltaf fundið fyrir þörf á að meðhöndla einstaklinga sem eina heild, líkami og sál.  Ég var ótrúlega leitandi þegar ég var að feta mín fyrstu skref eftir útskrift. ég lærði heilun, dáleiðslu, nálastungur, höfuðbeina og sjaldhryggjarmeðferð, orkujöfnun, heitsteinanudd og ótal margt fleira.
Í mínum huga þá er ómögulegt að fá inn á stofu til mín manneskju og meðhöndla aðeins einn líkamspart því líkaminn okkar er svo einstakur að þegar það er álag á einum stað þá er að öllum líkindum álag á fleiri stöðum. Ég var líka alltaf skrítni sjúkraþjálfarinn sem hafði kveikt á slökunar tónlist í kósý meðferðarherberginu mínu – því hvað er mikilvægara en að fólki líði vel þegar það kemur í meðferð?

Nú skulum við snúa okkur aftur að því hvernig ég leitaði allra leiða til þess að ná bata. Ég fékk hjálp frá nokkrum góðum meðferðaraðilum á þessum tíma en það sem ég fann að mig vantaði var meðferðaraðili eða heilsumiðstöð sem gæti horft á mig sem eina heild og hjálpað á einstaklingsmiðaðan máta. Ég fékk misvísandi ráð, og enginn spáði virkilega í mér sem heild. Eftir að hafa lent á milli í kerfinu og ekki haft neinn til þess að hjálpa mér þá ákvað ég að kafa dýpra og mennta mig enþá meira, þegar ég hóf nám í Functional Medicine eða hagnýtri læknisfræði eins og það kallast á íslensku þá tókst mér loksins að púsla allri minni þekkingu saman í eina heild.

Ég læknaði sjálfa mig og markmið hjá okkur hjá Endurheimt er að hjálpa þér að ná þínum markmiðum. Einstaklingsmiðuð læknisfræði er framtíðin og það er það sem við hjá Endurheimt – Heilsumiðstöð stöndum fyrir. Hópur fagaðila er saman kominn til þess að hjálpa þér, vinna með þínar hindranir og þín markmið á einstaklinsmiðaðan hátt.
Það eru ótrúlega margir að glýma við orkuleysi og eru ekki búnir að ná heilsunni til baka, og það gæti jafnvel átt við þig?

Þú ert kannski orðin meðvituð /meðvitaður um hvað er að valda þér veikindum en hefur ekki enþá fundið réttu meðferðina sem hentar þér?
Þú verður að vita að það er ekki þér að kenna að þú sért enþá lasin eða orkulítil, þú hefur reynt allt sem þér hefur verið ráðlagt. Staðreyndin er sú að hingað til hefur þessi nálgun sem við veitum hjá Endurheimt ekki verið í boði á Íslandi.

Endurheimt – Heilsumiðstöð er fyrsta umhverfisvottaða heilsumiðstöðin á íslandi og erum við afar stolt af því að geta boðið öllum að koma í öruggt húnsæði til okkar.

Við sérhæfum okkur í að taka á móti fólki með efnaóþol og umhverfisveikindi því starfsmenn stofunnar hafa sjálfir reynslu af slíkum veikindum.  Við sérhæfum okkur í heildrænni nálgun og gefum okkur tíma til þess að hlusta og vera til staðar.

Forsíða
Um okkur
Liðsheildin
Sjúkraþjálfun
Meltingar- og næringarráðgjöf
Heilsufarsmælingar
Markþjálfun
Fræðsla
Námskeið
Umhverfisveikindi - Mygla - Efnaóþol
Hafa samband

Lyngháls 4                          (gengið inn bakatil)                  110 Reykjavík                          Sími: 565-5500 endurheimt@endurheimt.is

9:00-13:00 afgreiðslan opin 8:00–16:00 símsvörun